Hvað er að gerast:

sunnudagur, október 01, 2006

hjúkk súkk

ég fékk mér facebook í gær, eins og ég sagði áður. til að byrja með var þessi síða bara fyrir þá svo eru/voru í high-school/college/university, en nú komast einnig þeir sem eru í herþjónustu / starfa hjá stórfyrirtækjum inni (maður þarf ss. að vera með netfang hjá samþykktum aðila, t.d. hi.is).
ég er mjög hrifinn af myndasíðunni þeirra, en þeir leyfa manni að hlaða upp ógrynni af myndum í einu, þið sem nennið að logga ykkur inn á þetta getið skoðað, ég er undir Univ. Icel. er líka byrjaður að nota Picasa WebAlbums frá google, þar eru líka nokkrar myndir :)
******************************

ég skrifaði í gær mjög harðorðað röfl um sóknaprestinn í Laugarneskirkju, og notaði stór orð til að lýsa vanþóknun minni á henni og segja hver örlög hennar ættu að vera. hún misnotaði útvarpspredikun á dögunum alveg hryllilega og ég held hún sé þroskaheft. en tölvan mín slökkti á sér og pistillinn hvarf! ég fæ samt illt í magann þegar ég hugsa til þess að þessi manneskja fái að starfa sem prestur, ojjj bjakk, *skyrp í andlitið á henni*.





skiptir ekki máli, fólk er fífl og mun misnota stöður sínar. prestar þjóðkirkjunnar eru líka mjög undarlegir, ég hef alltaf furðað mig á því hvernig þeir lifa með því að taka við launum frá ríkinu á meðan starfsmenn annarra trúfélaga þurfa að láta duga það þeir fá frá meðlimum trúfélagsins. ég sé oft eftir því að vera ekki í þjóðkirkjunni, því það er svo oft sem ég verð starfsmönnum hennar reiður og langar að segja mig úr henni.
ég prumpa á þjóðkirkjuna sem stofnun, þrátt fyrir marga góða (en villta?) presta. kannski ætti ég að senda þeim feitletrað bréf í HÁSTÖFUM þar sem ég ítreka úrsögn mína? amk ætla ég að bæta við tengli efst á síðuna fyrir fólk sem vill segja sig úr henni.
hvet alla til að fylla þetta út og senda þjóðskránni með faxi / sniglapósti. bara skrá sig í ásatrúarfélagið eða eitthvað af kristnu félögunum, t.d. fríkirkjuna í rvk/hfj.
- í guðanna bænum (bókstaflega) ekki láta við sitja að vera skráð í þessa hryllings ríkisstofnun ef þið eruð ósátt við hana og hvernig hún er rekin. Jesú myndi sko ekki gúddera þjóðkirkjuna ef hann væri íslendingur!!!

******************************

annað trúartengt - er að lesa Islam and Muslims bæklinginn, sem er nr. 2 af ritunum sem ég fékk í moskunni í Brno. þessi er bara fínn, laus við allan áróðurinn og votta-jehóva andann sem sveif yfir vötnum í hinum. einn gullmoli sem ég verð að skrifa um, þar sem rætt er um fjölkvæni. það er leyft í Islam, en það er takmarkað við 4 kellingar - vitnað er í bókina góðu:
"... Marry women of your choice, two or three or four, but if ye fear that ye shall not be able to deal justly [with them] then only one, ...". síðan er kommentað á þetta með þessum orðum: "In fact, Islam is the only religion that has put such restrictions on plurality in marriage." hahaha, þetta er svosem rétt hjá þeim - hin fjölkvænistrúarbrögðin eru ekki með neitt svona þak :) þarna er reyndar verið að vísa til þess að menn sem stunda önnur trúarbrögð haldi sig stundum ekki við sömu konuna þótt þeir séu giftir.

Engin ummæli: