Hvað er að gerast:

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Erfiður miðvikudagur

Dagurinn byrjaði með því að ég fór með Maríu og Marcusi í kennslustund. hún gekk vel, skemmtilegt að hafa 2 samnemendur og einn kennara, og við erum öll jafn léleg í ensku. kennarin mundi eftir mér frá því ég kom í heimsókn f. 2 árum, tók í höndina á Marcus og sagði you are Haraldur? í mötuneytinu í Nýja-Lögbergi er bjórinn seldur á 10 Kz, sem er næstum sama verð og út í búð. svo fórum við María á living, sem er sport bar, og pöntuðum borð fyrir 8 fyrir undanúrslitin í íshokkíinu á ólympíuleikunum, fyrir föstudag.

eftir að við komum heim var klukkan orðin margt og bara tími f. einn bjór áður en við fórum á fyrsta country presentationið fyrir þesa önn. nú voru það tékkland og slóvakia sem kynntu sig, og ohhh boy voru þessir krakkar að skíta í brækur. spiluðu fyrir okkur þjóðsöngvana sína, dönsuðu eins og fífl og spiluðu gömul kommunistastef. ég lærði líka nýtt saying: you can tell a lot about a country by their toilets - tékkneskt beint í æð.

talaði betur við frk. Bubbles frá Oklahoma, sem heitir víst Taliana. held ég hafi fundið dezu þar, og sagði henni það. hún ætlar að ferðast um alla evrópu ein þessa önn, því hún vill ekki hafa annað fólk í kringum sig sem dregur sig niður ... haha, ég sagði henni að hun hefði rangt fyrir sér :) samt auðvitað á mjög elegant hátt, eins og mér er lagið.

spilaði ég fussball lengi lengi, milli þess sem ég þottist dansa á þessum skemmtistað sem heitir Mix, og er eini staðurinn í bænum sem er með turn-table (það eru btw 400 barir í Brno, sem telur 400 000 íbúa). svona er týpískur dagur, vaknað, reynt að gera eitthvað sniðugt eða praktískt, farið á barinn með e-m hópi og etv reynt að kynnast fleira fólki. hér tala flestir rassmussarnir small talks ensku, maður er orðin mjög góður í henni.

á morgun er ammælispartý hjá erika the amarican, hún og valborg búa saman og ég spanderaði 120 kr. isl. í hvítvínsflösku fyrir hana. hún verður nebblega nógu gömul til að drekka á morgun, þ.e. i ameríku.

jæja sakna ykkar þarna heima. er samt að reyna að finna tímabundna staðgengla, læt ykkur vita ;)

2 ummæli:

Valborg Steingrímsdóttir sagði...

Ég er greinilega seinust að fá fréttirnar. Svo sem ágætt blogg hjá þér hérna :)

Þú ert nú bara ansi heppinn að vera kominn út úr Lögbergi. Örugglega af því að ég hélt að ég væri á leiðinni út þá er Lögberg brúnna en nokkru sinni fyrr og lyktin eftir því.

Jæja dúlli mínn. Mússímúss.

Halli sagði...

ég treysti algerlega á dverginn með publicity.

veit ekki hvernig ég að að fara að í Nýja-Lb, held það sé enginn lesstofustjóri.

Gústi, leiðbeinandinn minn á vin sem er hárgreiðslugaur, vona að þar sért þú kominn. veit ekki hvernig þetta tölvudót virkar samt, haha.