Hvað er að gerast:

laugardagur, febrúar 25, 2006

á endanum, eftir að einn af fire-starterunum hafði pissað svolítið á eldinn, komu starfsmennirnir með slöngu, og fóru að sprauta á eldinn. mínir menn byrjuðu að sjálfsögðu að reyna að sparka í og hrækja á gæjana með slönguna, þannig að það var bara sprautað á þá.














þetta var annars fínn leikur, jaftefli 1:1, svolítið kalt, en góðar pulsur og bjórinn á þokkalegu verði, 23 Kz.














það þykir mjög eðlilegt að vera með læti á íþróttaviðburðum. á íshokkíleik í gær fór t.d. einn áhorfendanna inná ísinn og fór að berja dómarann. honum var bara vísað aftur í sætið sitt og leiknum haldið áfram :P















... minni ykkur á að byrja á neðstu færslunni í dag, til að fá alla söguna. bið að heilsa. Posted by Picasa

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég endurtek áhyggjur mínar ert þú að verða einhver íþróttabulla önnurhver færsla um íþróttaferðir, verður kanski bara vaxtaræktartröll sem mætir heim í sumar en ekki bjórsvelgur? ja maður spyr sig

Halli sagði...

labbað milli pöbba, labbað í tramið, alltaf að lyfta stórum pivo-um. þú veist hvernig þetta er. hjálpar ekki að þurfa að labba upp og niður 4 hæðir oft á dag.
ég kem heim með mega stælta fætur, sterkan bjórlyftihandlegg, og flottustu bjórvomb sem fólk hefur séð.

en jú, ég er orðinn íþrótta fanatik. ég er ekki að fara á þessa leiki til þess að hafa afsökun til að drekak bjór klukkan 14 ;)

Nafnlaus sagði...

láttu ekki svona - þú ferð bara til að horfa á strákanum í stuttbuxum....

það er um að gera á tékka á þessu á meðan dvölinni í tékklandi stendur.

:) þín er nú samt saknað í lögbergi þó hér fari engir kappleikir fram - nema þá í kappdrykkju.