Hvað er að gerast:

mánudagur, október 22, 2007

franskur ... bjór?

ég hálf skammast mín fyrir það, en um helgina drakk ég tvo biére blonde, sem framleiddir eru í Frakklandi.

ég hefði auðvitað aldrei keypt þá, vitandi að þeir væru franskir, enda hef ég óbeit á öllu frönsku.

þessir tveir voru hins vegar ágætir, líklega bruggaðir svona nálægt Þýskalandi - sérstaklega get ég mælt með biere de l’agriculture biologique bjórnum Haute Yutz frá Ueberach.

mjög milt bragð en rík fylling, ekki of sætur og skilur ekki eftir þetta súra bragð sem oft vill verða með hvítbjóra.


hún stendur upp úr liðinni helgi vínsmökkunin hjá Alice Hartmann í Wormeldange, Lúxemborgsmegin í Mósedalnum á laugardaginn. http://www.alice-hartmann.lu/alice/en/div/kontakt.php
(gæjinn vinstra meginn á myndinni var með kynninguna)

vínkynningin var reyndar á frönsku, en góðir vinnufélagar snöruðu henni jafnóðum yfir á skiljanlegri tungumál.

til smökkunar var hreint prýðilegt freyðivín og nokkrar tegundir af vino blanc, allt frá all súrum vínum úr bestu brekku Mósedalsins (fyrir neðan kapelluna á myndinni - heitir Chapelle) og upp í dísæt eftirréttarvín.

við Lilja fórum milliveginn og keyptur tvær flöskur af hinu mjög fína Terrasse, sem ræktað er í syllunum neðst á myndinni.
***

athyglisvert: þeir sem vinna með skóla fá betri einkunnir skv. jp.dk, grensan er við ca. 20 tíma á viku.

ég held að það sé varla orsakasamband þarna á milli - fólk sem ekki vinnur með námi er einfaldlega latara almennt.

Engin ummæli: