Hvað er að gerast:

    miðvikudagur, júlí 11, 2007

    ekki með þeim bestu

    þessa dags verður seint minnst fyrir ágætis byrjun.

    vaknað of seint fyrir sturtu eða morgunmat og blaðalestur, í hey-ofnæmiskasti og illa sofinn.

    hjólalásinn opnaður, ónærður og pirraður, aðeins til að uppgötva að sprungið var á hjólinu.

    mætt í vinnu þar sem tölvan beið rafmagnslaus. þrátt fyrir það tók við nokkur vinnutörn, með ofnæmishor í nefi, án nauðsynlegrar kaffidrykkju.

    en nú er sólin byrjuð að brosa, lóritínið að kikka inn, kaffið að kveikja á heilanum, sjávargolan að kitla mann og framtíðin lítur farsællega út. hamingjan er hverful.

    Engin ummæli: