Hvað er að gerast:

föstudagur, febrúar 02, 2007

superbella Italia!

uno salamívíó pítsa por favore - einhvernvegin svona byrjar forleikurinn að unaðslegri ítalskri nautnastund - stund sem ég mun muna lengi.

við Hrannar komum frá Ítalíu í fyrradag, sem skýrir af hverju hér hefur ekkert verið skrifað. það er bara búið að vera alltof gaman.

ferðalagið, sem hafði verið draftað á fimbull.blogspot, var í stórum dráttum á þessa leið:
1. Köben -> Vejle -> Billund lufthavn,
stoppuðum í þeirri miklu stuðborg Vejle í nokkra klukkutíma, þar var hægt að kaupa bjór - lítið annað.
2. lent í Písa,
í Písa er Mestaravöllur, þar sem allt er skakkt. að sögn Hrannars vegna þess að flutt hafði verið inn skekkjandi jarðvegur frá Babýlon .. við gerðum okkar besta til að rétta af turninn, en héldum síðan á brott.
3. lest til Flórens,
úff ... allar byggingarnar, stytturnar, sagan og allir þessir túristar! það var gaman að sjá Davíð e. Michelangelo, eftir að hafa nýlega skoðað afsteypu hans fyrir utan Afsteypusafnið hér í Khöfn.
4. lest til Bologna,
elsti háskóli í heimi, 7-kirkju-kirkjan, turnarnir tveir og ég veit ekki hvað og hvað í þessari borg bogaganganna.
5. lest til Genúa,
eftir að hafa glímt í langan tíma við ítalska lestarkerfið og hætt við að stoppa í Mílanó, komum við loks til heimaborgar Hrannars, borgarinnar í hlíðunum við Miðjarðarhafið þaðan sem Kólumbus sigldi til Íslands og var bent á að tékka á Vínlandi. meðal annars fórum við inn í dómshús borgarinnar, sem eins og allar aðrar byggingar var ekkert nema risastór og skreytt bygging með marmara fljótandi um eins og vín. meira að segja hótelherbergið var 5000 ára gamalt (eða a.m.k. hundgamalt).
6. lest aftur til Písa og flogið heim.
dauðþreyttir lentum við í Billund og komum okkur heim til höfuðborgar Íslands, Kaupmannahafnar. lífið hóf sinn vanagang aftur, Hrannar flaug heim í góða veðrið og ég kom mér fyrir á holu á bókasafninu við Fjólustræti, þaðan sem þetta er skrifað.

það var auðvitað svo margt að sjá, heyra, borða og drekka í þessari ferð að ég treysti mér ekki til að telja það allt upp. veðrið var talsvert betra en íslendingur á að venjast í janúarlok, maturinn yndislegur og Ítalir hreint ágætir. ekki skemmir fyrir að vera í fylgd leiðsögumanns sem talar reiprennandi ítölsku - grazzia Faccini Dori.

241 mynd úr ferðalaginu segja meira en mörg orð.


svo verður maður bara að fara aftur og sjá Cinque Terre og annað sem ekki náðist að skoða - helst að taka svona 3-4 vikur í landið allt - já eða nokkur ár ...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er óneitanlega söknuður á veðri og mjöði hér í hlíðunum.

Drekktu fyrir okkur báða.

kv.

Djí - júnít.