Hvað er að gerast:

þriðjudagur, maí 29, 2007

blóð

eftir 3 mánuði mun ég gefa blóð í 20. skiptið í uppáhaldsbankanum mínum, þeim eina sem ég borga glaður með blóði mínu fyrir gúrkusamloku og kaffisopa. lífið er wúnderfullt þegar maður gefur blóð.

* af hverju gefur fólk blóð?
er fólk að reyna réttlæta tilveru sína í samfélagi manna og hugsanlega notkun sína á blóðhlutum í framtíðinni (eins og Kolviður)?
eða finnst því bara flippað að láta dæla 450 ml af sjálfum sér í poka og labba svo burt? er þetta e.t.v. einhvers konar sósíalismi?
er það kannski smáborgaraleg karlmennskuraun að láta stinga sig með risanál, eða bara gamaldags blót?

* hvar er jafnréttisstefna Blóðbankans?
hundraðshöfðingjar verða menn er þeir hafa gefið blóð [100] sinnum og fá þeir þá nafn sitt skráð í blóðsögubækurnar. karlmenn mega gefa blóð á 3 mánaða fresti og geta því náð þessum áfanga á 25 árum, með góðri mætingu.
konur missa mánaðarlega blóð af náttúrunnar hendi og mega því aðeins gefa á 4 mánaða fresti. það tekur konu þess vegna 33 ár að verða hundraðshöfðingi. byrja má við 18 ára aldur að gefa blóð og því getur kvenblóðgjafi fyrst náð því markmiði við 51 árs aldur, en karl 43.

nánast ómögulegt er að halda stífri gjafadagskrá í 25, hvað þá 33 ár. hámarksaldur er 60 ár og kynin hafa því 9 og 17 ár upp á að hlaupa. margir þurfa jafnframt frá að hverfa fyrir aldur fram vegna hás blóðþrýstings og annarra vandamála.

allir 57sem hafa náð 100 gjöfum hingað til eru karlar, enda hafa þeir 10 árum lengri tíma en kona sem eignast 2,1 barn fyrir sextugt.

það væri í raun eðlilegast að konur yrðu hundraðshöfðingjar eftir 75 gjafir - sem er sá fjöldi sem þær geta hæst náð með því að mæta af fullum krafti í 25 ár, og þá eru barneignir ekki teknar með - karlar hefðu enn forskot.

ég myndi leggja til nafnið blóðynjur.

* hvar eru karlkyns blóðhjúkrunarfræðingarnir?
blóðþrýstingurinn hjá karlmönnum mælist víst hærri en venjulega, þegar kvenkyns hjúkkur mæla hann. konur eiga alveg skilið sambærilegan bónus á blóðgjafir sínar - þótt ekki væri nema bara nokkur playgirl blöð til að fá blóðið af stað.

fimmtudagur, maí 24, 2007

... er fósturjörð?

þá er maður kominn aftur og búinn að prufa allt.

bæinn, bjórinn, bílinn, bláa lónið, bækið, ... og nú síðast, strætó.ég beið í 20 mínútur á Hverfisgötunni í gær eftir að taka strætó sem mér skildist að færi í Breiðholtið, til þess eins að láta keyra með mig fram hjá Háskólabíói, út Skerjagranda og stoppa þar.

ég: "verður þetta langt stopp?"

vagnstjóri: "tjah, svona 25 mínútur"

... ég hef aldrei kunnað að lesa svona strætótöflur. ég sakna hjólreiðastíganna í baunalandi.

laugardagur, maí 12, 2007

Thou shalt not shake it like a polaroid picture

mæli með textanum við lagið "Thou Shalt always Kill" með dan le sac VS scroobius pip:

Thall shalt not stop liking a band just because they’ve become popular.
Thou shalt not question Stephen Fry.

Thou shalt not judge a book by it’s cover.
Thou shalt not judge Lethal Weapon by Danny Glover.

Thou shalt not use poetry, art or music to get into girls’ pants. Use it to get into their heads.

Thou shalt not put musicians and recording artists on ridiculous pedestals no matter how great they are or were.
The Beatles - Were just a band.
Led Zepplin - Just a band.
The Sex Pistols - Just a band.
The Clash - Just a band.
Crass - Just a band.
The Cure - Just a band.
The Smiths - Just a band.
Nirvana - Just a band.
The Pixies - Just a band.
Oasis - Just a band.
Radiohead - Just a band.
Bloc Party - Just a band.
The Arctic Monkeys - Just a band.
The next big thing - JUST A BAND.

af sem áður var í Baunalandi

það er engin opin kosningavaka hér í borg, eftir því sem ég kemst næst.

það er kosningavaka í sendiráðinu í Finnlandi, í EFTA húsinu í Belgíu og eflaust á fleiri stöðum í Evrópu, en ekki í Kaupmannahöfn.

á netinu las ég að 2003 hefði verið vaka í Jónshúsi, þar mun reyndar hafa verið svo mikill reykjamökkur að fólk þurfti frá að hverfa.ég hringdi niðrí Jónshús rétt í þessu og var sagt að enginn hefði haft orð á því að halda slíka vöku í ár. væntanlega fyrr en ég hringdi rétt í þessu.

en ég geri eitthvað gott úr þessu. í nótt er síðasta nóttin mín áður en ég flýg heim yfir sumartímann eins og önnur farfygli, nú fara vettlingarnir af.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Oh I may not be the brightest

það er erfitt að harma júróvísjón árangur Íslands. svolítið eins og íþróttir fatlaðra -> ótrúlega gaman hjá keppendunum örugglega, en þeir eru samt þroskaheftir flestir (sumir eru reyndar bara að feika það) og manni er nokk sama hver vinnur.
ég er aftur á móti hægt og hægt að taka Frakkland í sátt. tungumálið þ.e.a.s., ekki fólkið almennt eða menninguna. aftur, svolítið eins og fatlaðir -> alveg krúttlegir og þeir gera sitt besta, en eru samt yfirhöfuð greindarskertir (ekki illa meint gagnvart fötluðum, margir minna bestu vina eru fávitar!).

enska með franskri röddu er nefnilega svolítið flott. verst hversu fáir frakkar geta talað hana. nýja uppáhalds 'get real' /' ég er bara svona', útúrsjúskaða sækó franska söngkonan mín er sú sem fer fyrir Soko.
það sem verra er - ég er líka að fíla svolítið þessa Kelis með lagið hennar lil'star:

There is nothing special about me
I am just a little star
If it seems like I'm shining it's probably
It's probably a reflection of something you already are
hún er ekta svona sæt pródúseruð dúkka, fjöldaframleidd og fljótframreidd, mmm.. eins og tyggjó með kóla-bragði.

súkkulaðibíllinn

allir sem stúderað hafa lög við HÍ þekkja Súkkulaðibílinn, sem losaði kamra borgarbúa (í Rvk / Ak?). kom hann við sögu í dómsmáli snemma á síðustu öld, í máli þar sem maður krafðist þess að viðurkenndur yrði eignarréttur hans á eigin súkkulaðiframleiðslu.mynd af bílnum fann ég í ppt-glærum á vefsvæði nemenda við Iðnskólann í Reykjavík. mun hann einnig hafa gengið undir nafninu Grundarbíllinn og var þetta bíll nr. 2 sem keyptur var til landsins.
samkvæmt google-leit var bíllinn keyptur árið 1907, vó 3900 kg. og mátti bera eitt og hálft tonn.

"Dekkin voru 1.20 metra há það er um 47 tommu massif og á tvöföldu að aftan. Vélin var 9 hestöfl enda gekk þetta ekki upp og bíllinn var seldur úr landi"
um var að ræða
"bifreið sem keypt hafði verið í Þýskalandi fyrir Magnús Sigurðsson á Grund í Eyjafirði og var því í daglegu tali kallaður Grundarbíllinn."
eins og fram kom í Ísafold 1908 var Magnús óðalsbóndi og kaupmaður, sem ekki keypti
"gamla bifreið og ef til vill gallaða, af sparnaði, heldur [lét] beint gera sér alveg nýja, lagaða eftir því sem hann [hugði] sér best henta og vegunum hér á landi."
keypti hann "sér bifreiðina suður á Þýskalandi, fyrir 6.500 kr., sem er auðvitað ekki neitt stórfé, en margur stórum fjáðari hikar þó við að leggja í tóma tvísýnu, og það raunar ekki fremur fyrir sjálfa sig en aðra, ofan á óörvandi reynslu hér.
Hann sendi vel hæfan vélfræðing til að standa fyrir útveguninni, auðvitað Íslending, því öðrum er ekki fyrir slíku trúandi (Jón Sigurðsson frá Hellulandi)."
ef þetta er ekki eitthvað sem ætti heima á safni, eins og H benti á í athugasemd hér að neðan. verst að hann var seldur úr landi 1912.

smugler på toldmuseum

héðan af svölunum sé ég yfir á Nordhavn og Löngulínu.

eins og ég hef áður minnst á er Nýja (ljóta) Hafmeyjan staðsett í nýju íbúðarhverfi, rétt við skipalægi hafnarinnar.

það var þó ekki fyrr en í dag sem ég áttaði mig á því að ToldSkat safnið er staðsett við hliðina á hafmeyjunni og abstrakt vinum hennar. ekki veitir heldur af, því safnið er varla þess virði að gera sér sérstakt far um að heimsækja það.gamlar mainframe skatt-tölvur, sveitatollbúðir, smyglvarningur, leikfanga-gámagegnumlýsingarbíll og annað semi-athyglisvert prýðir þetta safn, sem ótrúlegt en satt virðist halda uppi tveimur hálfum stöðugildum (ég náði að hanga þarna í hálftíma, með því að skoða allt þarna inni þrisvar, en var eini gesturinn á meðan). myndir

reyndar þótti mér mjög góðar blaðaúrklippurnar af atviki sem átti sér stað á safninu fyrir einum 16 árum síðan. þarna rétt hjá safninu leggjast gjarnan að bryggju skip frá Póllandi.

einn daginn stígur 33 ára pólverji frá borði
hann er með áfengi og nokkur karton af smyglsígarettum
hyggst selja góssið í næstu sjoppu
hann fer inn í eina, en er bent á að prufa frekar húsið við hliðina
í einfeldni sinni labbar hann inn á Tollsafnið
og reynir að selja starfsmönnum þess smyglvarning
en var í staðinn handtekinnsýningin fannst mér ekki kalla á að heilt safn væri byggt yfir það, þessir munir væru betur geymdir bara í anddyri Skatt- og Tollbygginganna.***

ég er hægt og hægt að falla frá öllum fordómum mínum gagnvart Þýskalandi, sérstaklega Munchen. Paulaner Hveitibjórinn er virkilega mjúkur og góður. þessi lýsing af netinu nær honum ágætlega:

Taste: nice banana sweetness is creamy up front, but light on taste at the finish when slight acetic lemon zest overpowers.
eftirbragðið er vissulega sítrónusýrukennt, er samt varla bragðanlegt. easy drinking þegar maður er latur.

***
lögreglan á Íslandi gerði sig að algeru fífli með því að kaupa undir roma fólkið flug til Rúmeníu, Hr. Gunni á orðið.

miðvikudagur, maí 09, 2007

norsarinn í mér

dagar mínir sem námsmaður eru senn taldir (í bili?) og því hef ég gerst mjög norskur upp á síðkastið.

í dag er síðasti miðvikudagur dvalarinnar og stefnan var því tekin á að heimsækja 7 söfn í borginni sem bjóða 'pöpulnum' frítt í heimsókn á miðvikudögum. norskan að drepa mann, en ég sparaði þó ca. 7x40 dkr.

halda þurfti vel á spöðunum til að ná 7 söfnum og útbjó ég því dagskrá í gær, sem miðuð var við opnunartíma og staðsetningu, en fyrsta safnið opnaði 10 og það síðasta lokaði 21, sjá hér (með linkum).

dagurinn sem senn er á enda kom einhvernvegin svona út:

1 Thorvaldsensmuseum - myndir
fagurappelsínugult hús sem tileinkað er landa mínum Bertel opnaði dyrnar sínar á slaginu 10. þetta var mjög góð skemmtun og ég verð að viðurkenna að hann hefur kunnað nokkuð til verka strákurinn.
Amor virðist hafa verið í miklu uppáhaldi hjá honum, hann var þarna út um allt, á öllum aldri, spilandi á hörpu, örina sína og á sjálfan sig og að leika með öllum hinum fyrirbærunum, Venusi, Mars og þeim. sömuleiðis var hlutfall naktra karlmanna vs. kvennmanna svolítið of hátt fyrir minn smekk. ég fer alltaf svolítið hjá mér þegar ég sé þessi litlu rómversku typpi.

2 Tøjhusmuseet - myndir
vopna- og hersafn borgarinnar er steinsnar frá Thorvaldsen og því var tilvalið að rölta þangað. það opnaði ekki fyrr en á hádegi og því gáfust nokkrar mínútur á milli til þess að teiga kaffið úr thermostatnum og horfa á nokkra fugla í bókasafnsgarðinum, en hersafnið er rétt hjá Fólksþinginu (sem er rétt hjá Thorvaldsen).
þegar inn var komið blasti við þessi aaaragrúi af byssum, hnífum, kanónum, rifflum, loftvarnableh og ég veit ekki hvað og hvað. það hefði mátt taka yfir litla Ísland bara með einum þriðja af sverðunum. þetta var óneitanlega ekta strákasafn, eins og sást þegar 2 skólahópar (danskur og pólskur) komu hlaupandi (strákarnir) og dragandi lappirnar (stelpurnar) er ég var að fara.

ég tók þetta vídeo af sjálfum mér að spila hermarsa á safninu - eins og sést átti ég mjög erfitt með að skipta um lag í safntölvunni.

3 Orlogsmuseet -myndir
er ég var að ljúka við að svala landstríðsfíkn minni hringir Íris í mig og drífur mig með sér að kjósa í þessum Alþingiskosningum, sem mér skilst að séu að skella á (hef reyndar ekkert orðið var við þær í fjölmiðlum heima ...).
það passaði fullkomnlega því flotasafn landsins er einmitt í leiðinni í íslenska sendiráðið, þarna niðrá Kristjánshöfn.
umgjörðin á safninu var reyndar svolítið íslensk og raunarleg, en þó var margt áhugavert og flott þarna að finna. enn var stríð rauði þráðurinn, enda þótt maður hafi fengið góða innsýn inn í líf danskra sjómanna um leið.

4 Kunsthallen Nikkolaj
þetta safn stóðst engan vegin þær væntingar sem undirritaður hafði gert sér til þess. ég er eiginlega feginn að batterýin hafi klárast er inn var komið, jah fyrir utan að mér langaði að taka mynd af einu bílflaki sem átti að hafa verið ferjað frá Írak (en gat eins verið af Norðurbrú).
sýningin sem nýverið var sett þarna upp fjallar semsagt um stríðið í Írak "The Return of The Democracy - destination: Írak".
þemað er svosem ekki slæm hugmynd, en framkvæmdin var allt of ... húlabúla við erum hinsegin, gerum gjörninga með olnbogunum!!?&%
þarna hafa svona listamenn fengið að ráða sem vilja svo ægilega mikið vera öðruvísi og fjarlægjast 'hefðbundin' listform, að úr verður bara bull. það lá við að ég hefði þóst vera spasstískur og farið að öskra og baða út höndum, svo ófrumleg voru frumlegheitin -"hey vá krakkar, vörpum vídjói af Bush og talíbana á klósettrúllur sem hanga niður úr gólfinu og setjum við hliðiná risamyndina af nakta svarta nauðrakaða manninum! far át, nei ég meina fnjepað skelurðu"

ég tók því bara stuttan hring um Kúnstnahúsið og fékk mér svo pulsu eins og hver annar þorpari á kóngsins nýtorgi. áður en batterýin kláruðust náði ég þó að taka myndir af safninu - sem er fyrrum kirkja, roma-harmonikkuleikurum á Strikinu og strætó með ESB fána flaktandi (til hamingju með ammælið ESB!).

5 Kunstindustrimuseet - myndir
dönsk hönnunarlist er sýnd í furðustóru húsnæði á Breiðgötu, sem er ekki langt frá Austurbrú. klukkan var ekki nema 15.45 þegar þarna kom við sögu, enda hafði Nikolaj heimsóknin tekið mjög stuttan tíma. sá ég mér því leik á borði og fór heim og sótti aukabatterý heima, fyllti á bjórnestið og skilaði af mér þermostatnum (ég veit, mjög norskt allt. við það er að bæta að í skápunum á safninu biðu mín 2x20 dkr, hahh, ölmonní!).
í safninu kennir margra skemmtilegra grasa og var farið yfir helstu tískur í húsgagnahönnun, með áherslu á dk. þarna var auðvitað hann Arne með eggið, auk þess sem ég fann Lögbergsstólinn fræga (þekktur sem Barcelona stolen utan Lögbergs).
er ég hafði villst inn í postulínsdeildina sagði önugur safnvörður mér að verið væri að loka (önugur því það var miðvikudagur og ekkert nema freeræderar að káfa á safnmununum), ég hafði skrifað hjá mér að það lokaði ekki fyrr en kl. 18 og missti því klukkutíma þar. sem betur fer var ég búinn með mest af 20. öldinni og átti bara 'gamla draslið' eftir - sem mér þótti síður spennandi.

6 Post og Telemuseum - myndir
Póst- og símasafnið lokar ekki fyrr en kl. 20 og ég hafði því góðan tíma til að litast þar um, sem betur fer. þrátt fyrir að nafnið hljómi ekki allt of fjöruglega var þetta hin besta skemmtun fyrir öll vit. sýningin spannaði samskiptasögu landsins og kom á óvart hversu fræðandi og skemmtileg hún var. fyrir utan reyndar frímerkjaherbergið, ekki alveg minn túnfiskur.
graskerakerra dregin af hestum, karl að skrifa bréf úr fangelsi, pönkari fyrir utan símaklefa, dagur í lífi símadömu (þær þurftu að vera ógiftar, vel talandi og geta lifað á litlu) lifandi járnbrautalestir og fleira kætir þarna augað og ég hvet alla til að kíkja við.

7 Dansk Design Center - myndir
í rólegheitum mínum rölti ég yfir á H.C. Andersen búlevard, á móti Glyptotekinu, til þess að skoða enn meiri danska hönnun. þetta var stutt og laggóð heimsókn þar sem gaf m.a. að líta tölvur, ryksugur, kaffikönnur, reiðhjól og símann úr Stellu í orlofi sem var til á hverju heimili heima á þeim tíma.
á efri hæðinni gaf að líta vinningshafa dansk design verðlaunanna í ár, þ. á m. tannlæknastól.

neðsta hæðin hafði að geyma flow-verslun, einkar áhugaverða. þar mátti kaupa innri frið, öryggistilfinningu, samúð og fleira skemmtilegt, í þar til gerðum lyfjaglösum, sprautum og flöskum. inn á milli voru plaköt með áminningum um misskiptingu auðs á jörðinni, hættum neyslusamfélagsins og þvíumlíkt. svona á að vera frumlegur, hugsaði ég.


þetta var hinn skemmtilegasti dagur og fór ég létt með að taka yfir 400 myndir. nú er svo komið að ég á bara eftir Afsteypusafnið og Músiksafnið til þess að hafa náð að plægja öll frísöfn og stundum frí-söfn borgarinnar.
markmiðið var auðvitað ekki að hlaupa í gegnum sem flest söfn á sem stystum tíma, en þessi 7 á einum degi eru vel gerleg. það hjálpar auðvitað að hafa einbeitingu gullfisks og vera af skyndikynslóðinni, þessari sem vill fá allt strax, drífa það af og henda því svo eins og tyggjói. þetta er samfélaginu að kenna.

þriðjudagur, maí 08, 2007

stuttbuxur og regnhlíf

þegar á manni skella skin og skúrir er ekki annað að gera en að fara á söfn.

sósíalistarnir eru svo sniðugir að hleypa frítt inn í mörg söfn, fyrir þá sem vinna hvítt (eða ekki neitt, eins og undirritaður). skattsvikarar eru ekki velkomnir.

náði þremur söfnum í dag:

1. Statens museum 4 kunst, myndir. risastórt og mörg skemmtileg sýningin, klám/gorno þema í anddyrinu en að öðru leyti farið nokkuð vítt yfir helstu listaþemu síðustu alda.2. Fríheðsmúseet, myndir. stutt og laggott, ágætis afþreying en ekkert til að eyða miklum tíma í.
3. Nationalmuseet, myndir. þjóðminjasafn dana þar sem stiklað er á stóru í sögu landsins. sá reyndar ekki að Ísland hefði fengið sjálfstjórn eða -stæði. svo er þar stór sýning um "fólk jarðarinnar" eða eitthvað álíka, með grímum og styttum og drasli frá Afríku og Grænlandi - það var svosem ágætt.á miðvikudögum er svo frítt á enn fleiri söfn, morgundagurinn verður tekinn snemma.

mánudagur, maí 07, 2007

privat badebro

ýmislegt sem gera má sér til dundurs.
grænir og fallegir almenningsgarðar, strendur þar sem drekka má bjór, svo er hægt að drekka bjór á kaffihúsum, á hjólinu, úti á svölum ...

maður þarf þó ekki að húka í köben til þess að stunda strendur, sólböð og bjórþamb. í stundarfjarlægð eru fleiri strendur, garðar, bekkir og þar frameftir. hef verið að skoða enn betur vesturbrú, íslandsbryggju, hellerup og charlottenlund, og ég er rétt að byrja.

mynd 1 tók ég í gær á ströndinni, nr. 2 er af skugganum mínum að drekka bjór og sú 3. er af Frúarkirkju, úr bókinni Köbenhavn - skitsbog, e. William Black frá 1935.

laugardagur, maí 05, 2007

ég er Ron Jeremy jarðarber

ekkert lát hefur verið á sóldýrkun og bjórdrykkju síðan stóra áfanganum var náð. í dag keypti ég mér sólaráburð, því ég er farinn að líta út eins og þetta jarðaber sem ég rakst á um daginn:
er því var snúið á haus, líktist það óneitanlega Ron Jeremy:

ahh hvað það er indælt að geta sólundað tímanum svona. jæja, farinn út að hjóla og drekka bjór ;)

fimmtudagur, maí 03, 2007

geim over

það var óákveðinn ungur maður sem sumarið 2002 innritaði sig í lagadeild HÍ, eftir að hafa skoðað þær námsbrautir sem í boði voru innan skólans.

ekki datt honum í hug að tæpum fimm árum seinna myndi náminu ljúka, jafnsnögglega og það hófst. með einu pennastriki. einu 'send' í tölvunni.

ca. 42.000 orð, 376 neðanmálsgreinar, 116 bls. af efni, skreyttu með hugtökum á borð við Beweisverwertungsverbot, théorie morale des preuves, probations non sunt coartandae, bevisumiddelbarhedsprincippet, shocks the conscience, överskottsinformation, area ‘par excellance’, rammi laganna, o.s.frv., o.s.frv.
ritgerðin er out of my hands.
allt byrjaði þetta þegar ég fékk loks inn í leikskólann Hálsakot í Seljahverfi. eða var það þegar ég stundaði nám við gæsluvöllinn á Seljabraut?
ehh, það er seinni tíma pæling - ég er farinn að fá mér bjór. maður verður þyrstur af rúmlega 20 ára samfelldri skólagöngu.

miðvikudagur, maí 02, 2007

fyrsta kærustuparið á tunglinu

þetta er aðalsmellurinn hér undanfarið, ég veit ekki hvort æðið hefur náð heim til Íslands:

Nu er vi landet her
vi har hvad vi skal ha
og vi er stadig stående
Lige meget hvad der sker
på sidste skoledag
blir vi de første kærester på månen
***
sá þessa mynd hjá Ella og gat ekki annað en stolið henni.
er þetta ekki verkalýðurinn að riðlast á Tópas fyrir að vinna spellvirki á 1. maí?

rosalega finnst mér fyndið að neyslufyrirtæki komist upp með að kúka yfir þjóðfélagið án þess að fólk reisi við því rönd.

"ég borða þá bara opal" (sem er framleitt af Nóa Síríus eins og Tópas).

"ég ætla sko aldrei að drekka þetta kók zíró, en ég get samt ekki hætt að drekka venjulegt kók, það er ástin í lífi mínu"

það er erfitt að vera prinsippmanneskja í neyslusamfélagi ...

***

þjóðkirkjan er flott. ég skil ekki hvað menn eru að láta stjórnast af henni en ekki gefa þessar hommagiftingar bara frjálsar (þeim sem vilja). hvað heldur fólk að gerist, að þetta lið fari að eignast börn saman ef þau fái vígslu trúfélags? þessi mynd varð fræg út af einhverjum vísindakirkjuskandal, en hún á ágætlega við hér s.s.á.

þriðjudagur, maí 01, 2007

yes you May 1st

af því að líf mitt er svona fram til 3. maí:

... hef ég ekki tíma til að tjá mig í orðum. hér er þó mynd sem segir nokkur orð í tilefni dagsins:

en bráðum, bráðum mun ég fara og skoða fegurð heimsins: