stuttbuxur og regnhlíf
þegar á manni skella skin og skúrir er ekki annað að gera en að fara á söfn.
sósíalistarnir eru svo sniðugir að hleypa frítt inn í mörg söfn, fyrir þá sem vinna hvítt (eða ekki neitt, eins og undirritaður). skattsvikarar eru ekki velkomnir.
náði þremur söfnum í dag:
1. Statens museum 4 kunst, myndir. risastórt og mörg skemmtileg sýningin, klám/gorno þema í anddyrinu en að öðru leyti farið nokkuð vítt yfir helstu listaþemu síðustu alda.2. Fríheðsmúseet, myndir. stutt og laggott, ágætis afþreying en ekkert til að eyða miklum tíma í.
3. Nationalmuseet, myndir. þjóðminjasafn dana þar sem stiklað er á stóru í sögu landsins. sá reyndar ekki að Ísland hefði fengið sjálfstjórn eða -stæði. svo er þar stór sýning um "fólk jarðarinnar" eða eitthvað álíka, með grímum og styttum og drasli frá Afríku og Grænlandi - það var svosem ágætt.á miðvikudögum er svo frítt á enn fleiri söfn, morgundagurinn verður tekinn snemma.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli