Hvað er að gerast:

mánudagur, desember 29, 2008

lítið nýtt

það er ákveðið millibilsástand á þessari síðu.


hérna punkta ég hjá mér það sem ég sé merkilegt á veraldarvefnum hverju sinni, að öðru leyti vísast bara til hinnar alltumlykjandi fésbókar.

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

hórutryllir

það munaði minnstu að þessi auglýsing hefði birst í Morgunblaðinu í morgun:
sem betur fer uppgötvuðu prófarkalesarar blaðsins stafsetningarvilluna áður en það var of seint.




þriðjudagur, nóvember 18, 2008

2 danskar og ein sæt

lögreglan í Hellerup lýsir í dag eftir 3 ungum stúlkum sem börðu og rændu 58 ára konu síðastliðinn laugardag.


gamla konan gat gefið löggunni greinargóða lýsingu á árásarmönnunum: 
Den første er ca. 14 år, dansk, ca. 160 cm, lidt kraftig af bygning, mørkt pagehår, markeret ansigt, mørke øjne, grov stemme. 

Den anden pige er dansk, 13-14 år, ca. 160 cm, normal af bygning, kommunefarvet hår, formentligt iklædt rødt tøj. 

Mens den sidste beskrives som 13-14 år, ca. 155 cm, blonde striber i mørkt hår, slank, mørk lød i ansigtet og meget smuk.

fólk sem statt er í Kaupmannahöfn og nágrenni er beðið um að hafa samband við lögreglu sjái það þrjár stelpur á ferð, eina danska og feita með bólur, aðra danska og venjulega með músabrúnt hár og þá síðustu granna og mjög sæta með ljósar strípur, en lítur ekki út fyrir að vera dönsk.

sunnudagur, nóvember 16, 2008

eitthvað nýtt á hverjum degi


í dag lærði ég ýmislegt nýtt, en þegar langt var liðið á kvöldið stóð upp úr:


1) 500 g af þurrum kjúklingabaunum þrefaldast við að liggja í bleyti yfir nótt. sem betur fer gat ég komið eitthvað af öllum hummusnum út.

2.1) það tekur mig rétt rúmlega 7 mínútur að raka mig, ég hélt að það virtist bara vera lengi að líða vegna þess hve leiðinlegt það er. 
2.2) 7 mínútna rakstur er fljótur að líða þegar hlustað er á "Þitt fyrsta bros" íslenzks eðals á
 meðan.

þetta þótti mér ekki mjög merkilegt og fletti ég því upp orðinu veteran - skrítið orð fyrir menn sem sinnt hafa herþjónustu:
3) ::A veteran (from Latin vetus, meaning "old") is a person who is experienced in a particular area::

... á heildina litið mjög góður veikindadagur.

á íslensku má alltaf finna svar

í tilefni af degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.

þetta finnst mér vera hin íslenska jólaauglýsing, sýning hennar og kóka-kóla auglýsingarinnar (I'd like to buy the world a Coke!) hringja inn sjónvarpsjólin.

Á íslensku má alltaf finna svar

Á íslensku má alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var,
og hún á orð sem geyma gleði og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.

Á vörum okkar verður tungan þjál,
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú,
það gerir enginn nema ég og þú. 

Lag:  Atli Heimir Sveinsson, texti: Þórarinn Eldjárn

miðvikudagur, október 29, 2008

seðlasamantekt

best að súmma upp þessum nýju seðlum sem komnir eru í umferð á netinu. 






svo er hér einn gamall og góður bleðill:


---
* uppfærsla - þennan DO tíuþúsundkall, sem var hluti af lokaverkefni við LHÍnotaði víst einhver grínari í matvöruverslun nýlega:
* uppfærsla2 - svo er það meðfylgjandi mynd af nýjum kanadadollar:

---

en þessu tengt þá hvet ég fólk til að hætta að tala um ráðsemi og fjárhagslegt aðhald sem kreppuráð. 



mánudagur, október 27, 2008

GAY! a gay musical


2. sería IT Crowd byrjar fjári vel.


í öðrum fréttum er að tómstundir eru ekkert skemmtilegar þegar maður er dauður:

laugardagur, október 25, 2008

án gefins tilefnis:

fimmtudagur, október 23, 2008

Klovn hringitónn

ég held að það sé viðeigandi að vísa á Klovn hringitóninn, enda er ég kominn með leiða á honum.


mikið er hún Mia Lyhne sæt og skemmtileg.

föstudagur, október 17, 2008

good news, that is good news, good news

segðu þetta nógu oft og þá rætist það:


because we do not intend to do so. 
We do not intend to do so. 

We actually do not intend to sink with the banks,
to let the public sink with the banks. 

That is the good news, 
that is the good new

---

í öðrum fréttum þá er búið að uppfæra nafnið á Baugi Grúpp til samræmis við erlendan framburð, sbr. jp.dk:

þriðjudagur, október 14, 2008

Víetnam á Austurbrú, spritkørelse og grín

það kemur reglulega fyrir mig að upp gýs þessi svaðalega nostalgía fyrir mánuðunum 8 sem við dvöldum í Köben, þegar danska krónan kostaði 12 íkr., maður hjólaði meðfram søerne á hverjum degi, talaði grunnskóladönsku og borðaði pylsur og kebab í hvert mál og litið var á Ísland sem þjóð meðal þjóða.

t.d. fann ég núna áðan tengil á jp.dk um 5 gode billige restauranter í dönsku höfuðborginni. síðasti staðurinn í upptalningunni er veitingastaðurinn Vietnam, elsti staður sinnar tegundar í borginni (og ber það með sér), ca. 2 mínútur frá íbúðinni okkar við Holsteinsgötu og í miklu uppáhaldi hjá okkur hjúunum. staðnum eru gerð ágæt skil í matargagnrýni góðs vinar okkar sem kom tvisvar í heimsókn til okkar á þessum yndislega tíma í borginni við sundin.

svipaðan nostalgíusting fékk ég er ég horfði á 7. þátt 1. seríu Önnu Pihl (Hver sin hemmelighed) sem sýndur var síðasta vetur á RÚV, þegar Mads bróðir hennar Önnu var fullur og keyrði niður og drap cykelpige sem var að hjóla á Strandboulevarden, rétt við blokkina okkar. þarna hjólaði maður yfir á hverjum degi og reyndi að forðast spritbilistana.

---

hér er annars örstutt vídeogrín sem kom í pósti í morgun:


og sömuleiðis kom þessi samantekt um frumlegan neytendavarning, alveg bráðskemmtileg (án hljóðs):

mánudagur, október 13, 2008

Hinn danski Horizont á DR1 um "ástandið"

þátturinn hér að neðan var sýndur í gærkvöldi á DR1, Egill Helgason að tala um partý sem kláraðist og hvernig fólk muni núna einungis geta starfað í ál- og fiskiðnaði, fjallað er um húsnæðislán sem hækka um fleiri þúsundir á milli mánaða, þá staðreynd að allir Íslendingar (með tölu!) tóku lán í frönkum og jenum, allir keyptu sér bíl á lánum og eyddu langt um efni fram, atvinna sé af mjög skornum skammti en þeir sem fengið geta séu í þremur vinnum, engir peningar séu eru eftir á landinu og bölsýni ríki, svört eins og nóttin - þetta er draumurinn sem breyttist í mareridt.


ekki skemmir fyrir að hafa fullt af myndskeiðum af ógurlegu hrauni, hestum, veðurbörðum rollum og hrikalegu íslensku roki og brimróti til að undirstrika hvernig ástandið er. svo talar enginn íslendingur skandinavísku, það er alveg ljóst. 

úff, ég vissi hreinlega ekki að ég hefði það svona slæmt. þetta er kynningin á dr.dk:
Island - et land på kanten af bankerot

Først lignede det et økonomisk mirakel, men nu advarer den islandske statsminister om, at landet kan gå fallit. Var det grådighed, der ramte det lille land i Atlanterhavet? Og hvordan kan det gå til, at et helt land løber tør for penge?
aðrar fréttir að utan eru í svipuðum dúr, t.d. er greinilega ekki hægt að nota kreditkort lengur hér á landi: 
Den islandske økonomi er nu gået så meget i i baglås, at de betalingskort som Visa/dankort ikke længere kan bruges på øen.
fínir þættir annars inn á vefsíðu Horisont, en þátturinn "handler om den verden, Danmark er en del af, og giver indblik og overblik til at forstå aktuelle begivenheder med betydning for os."

föstudagur, október 10, 2008

föstudagslagið: Oh Darlin'

Oh! Darling, please believe me
I'll never do you no harm
Believe me when I tell you
I'll never do you no harm

Oh! Darling, if you leave me
I'll never make it alone
Believe me when I beg you
Don't ever leave me alone

When you told me you didn't need me anymore
Well you know I nearly broke down and cried

miðvikudagur, október 08, 2008

NRK-video - Det er vanvittig!


hér er komið innslagið góða frá NRK sjónvarpsstöðinni um Glitni og hina snillinganaSøndagsrevyen 05.10.08 > - Finanskrisen.



miðvikudagsgrínið - Gi’ en skærv til Island

Ekstra Bladet er vild med Björk, gejsere, varme kilder, heste i små størrelser og alt andet, der bare lugter en smule af vulkanø.

Derfor drog vi i går ud på en mission. Islands økonomi skulle reddes, og der blev derfor lynhurtigt arrangeret en indsamling til fordel for vore venner mod nord, som er hårdt ramt af den økonomiske krise.

Ekstra Bladet tog opstilling foran Magasin i København – et af symbolerne på det islandske finanseventyr, der nu er ved at blive et mareridt.  

myndirnar og vídeoið af vef ExtraBlaðsins.

fimmtudagur, október 02, 2008

góður staður fyrir sparnaðinn: lánin þín

Fjármunirnir sem töpuðust hafi ekki horfið út úr kerfinu heldur búið til 80 milljarða holu í fjármálalerfinu, skuldasvelg sem ferðist nú um íslenska bankakerfið og veiki það enn frekar.
þetta finnst mér alveg alveg frábær myndlíking, ef ég kynni að teikna þá myndi ég reyna að teikna þessa € 600 m. holu/svelg sem ferðast um Borgartúnið, einhverskonar þunglyndisfellibylur sem dregur mátt og trú úr öllu.

minnist í því sambandi á orð eins stjórnarmanns Glitnis sem sagði að ekki væri nóg að Seðlabankinn gerði það sem í hans valdi stendur  
One of the safest things you can do with your savings is pay off part or all of your debt. [...] Clearing debt is a very good idea at the moment – as long as people do not use money they may need at a later date. Almost all lenders will allow you to overpay by up to 10 per cent of your mortgage balance per year without incurring any penalities – Nationwide allows you to overpay by £500 per month.
athyglisvert ...
spurning hvort það sé kominn tími á nýja hugsun hjá íslensku bönkunum til að auka innstreymið hjá sér ...

miðvikudagur, október 01, 2008

hlakka alltaf svo til...

þessa dagana er hálf lamað fyrir fullorðið fólk að lifa í núinu.sjálfur hef ég brugðið á það ráð að hlakka til ýmissa hluta sem eru í vændum með betri tíð.

... hlakka til jólanna með því að syngja jólalög í hljóði og gleðjast yfir borgarljósunum á jólalegan hátt.
... hlakka til þess að 5. sería af Klóvn fari í loftið úti ... það eru ekki alltaf jólin en stundum Klóvn.

mánudagur, september 29, 2008

rokkandi gengi

það stendur m.a.s. fjölmiðlafólki fyrir þrifum ...


miðvikudagur, september 24, 2008

ástandið gæti verið verra


skv. þessari töflu (smella til að stækka) erum við ekkert svo langt frá Noregi og erum að upplifa minni lækkun en Maltverjar á blessuðum húsnæðismarkaðnum.

ungur maður frá Eistlandi sagði mér á dögunum að uppsveiflan þar hefði verið álíka og hér - ég vona að við séum ekki að fara sömu leið og þeir kreppulega séð.

ég sakna Danmerkur af listanum, baunverjar slepptu sér algerlega í lánum og húsbyggingum og hafa goldið það dýru verði.

nýjustu fréttir þaðan eru að mörg hús í uppahverfunum sem byggð voru upp m.a. á Íslandsbryggju og á Amerikaplads (skuggahverfi skástrik bryggjuhverfið í Garðabæ) séu nú til sölu með verðvernd - ef fasteignaverð lækkar enn meira eftir að maður skrifar undir kaupsamning, lækkar kaupverðið afturvirkt.

mér finnst það bara soldið sniðugt...

mánudagur, september 22, 2008

í eigin þarm

skrípamynd dagsins á jp.dk minnti mig á þessa ljóðrænu ræðu pulsugerðarmannsins í bíómyndinni Grænu slátrararnir sem sýnd var á stöð 1 um daginn:

Pulsur hafa alltaf heillað mig! Það má næstum segja að það sé eitthvað goðsagnakennt við að drepa dýr og svívirða það svo með því að stinga því upp í sinn eigin þarm strax á eftir. Geturðu ímyndað þér nokkuð meira auðmýkjandi en að vera troðið upp í rassgatið á sjálfum þér?
stundum er maður í skapi fyrir dökkan húmor ...

miðvikudagur, september 10, 2008

frelsi og réttlæti

"... with liberty and justice for all" segja kanar þegar þeir sverja fánanum eið.

ég held þó að þessi vinskapur á milli frelsisstyttunnar og réttlætisgyðjunnar sé ekki alveg það sem menn höfðu í huga (mynd fannst í gegnum b2).

...justice may be blind, but it can fall in love...

mánudagur, september 08, 2008

flottur skeinipappír

hvað gefur maður fólki sem á allt?

ekki klósettpappír, nema maður sé fáviti.

en ef maður er á annað borð fáviti, þá er þessi litaði klósettpappír, sem nýlega var byrjað að selja í húsgagnabúðinni Nicolaj í Helsingør (Helsingjaeyri), tilvalin tækifærisgjöf.

ekki nóg með að pappírinn sé ótrúlega smart og lekker, heldur inniheldur hann jafnframt lyktarefni sem losnar þegar rifið er af honum.


Gąbka Bob og jarðarberin

fyrirbærið að ofan fann ég í fjörinni við Gróttu í lok ágúst, mjúkt og líflaust, og segir mér svo hugur um að hér sé annað hvort á ferðinni stökkbreytt sund-rotta eða svampur.

- þó ekki Gąbka Bob (Svampur Sveinsson á pólsku).



jarðarberin að neðan fann ég hins vegar á svölunum mínum fyrir hálftíma síðan, þau voru jafn gómsæt og þau voru ljót.
- hin 20 jarðarberin eru ekkert að flýta sér að verða rauð - þessi jarðarberjaplanta sem ég fékk í afmælisgjöf heldur bara áfram að gefa og gefa.