Hvað er að gerast:

sunnudagur, apríl 29, 2007

örorka macht fat

nafnleysinginn Hnakkus bendir á að manneskja, sem eitt sinn skrifaði svona:

"... höfum við hingað til verið nokkuð viss um að hér séu fallegustu konurnar, sterkustu mennirnir, ..."

"Á Íslandi búa jú bara hraustir víkingar, ..."

"... afhverju geta [útlendingar] ekki bara farið eitthvað annað? ... [það er] skoðun mín að fólk sem kemur hingað frá fjarlægum löndum til þess eins að lifa á félagslega kerfinu, ..., gerir enga tilraun til að læra tungumálið eða samlagast okkar samfélagi á einn eða annan hátt, ætti bara að drífa sig til síns heima, ..."
segir nú:
"... heilsan hjá mér hefur ekki verið upp á sitt besta í gegnum tíðina, ..."
"maður fitnar, missir mátt o.s.frv."
"En á Spáni er ætlunin að ná heilsu." "... ég ætla að hafa það gott og lifa á örorkubótum í sex mánuði!"
manneskjan ætlar sem sagt að flytja til útlanda í leit að betra lífi. flytja til annars lands til þess eins að lifa á félagslega kerfinu, sem hún gerir væntanlega ráð fyrir að sé það sem spánverjar geri og með þessu sé hún að aðlagast samfélaginu. hahha!

jæja, þá er einu fíflinu færra hér. Magnús Þór, þú ert næstur (Jón Magnsússon er búinn að taka út sinn Kanaríeyjaskammt).

Hnakkus þýddi fyrir greyið eina af gullsetningum hennar, "svo hún geti sagt öðrum innflytjendum til syndanna á lýtalausri spænsku":
"Þetta land var byggt upp fyrir okkur, ekki fyrir fólk frá öðrum löndum!"

-> "Este pais fue hecho para nosotros, no para la gente de otro paises!"

laugardagur, apríl 28, 2007

I feel a good moon rising

úr eftirsótta Nordíska kollegíinu hér rétt hjá berast ljúfir minningartónar lagsins Call on me. mjaðmirnar á manni byrja bara ósjálfrátt að hnyklast (hnyklast mjaðmir?).
það er reyndar gamalmennablokk á milli blokkarinnar sem ég bý í og kollegísins, ég vona að gamla fólkið hafi munað að slökkva á heyrnartækjunum.

ég myndi krassa partýið ef ég væri ekki að fínpússa íslenskar dómareifanir í ritgerðinni minni. hún mun auðvitað marka þáttaskil, eins og flest annað sem ég skrifa.í minni famílíu er okkur stundum sagt að fara nær, hann sé ekki eins langur og við höldum.

***
í framtíðinni ætla ég að tala um að berja á bakkafullnum læknum. það er alveg jafn mikil geðveiki að berja á honum eins og að bera (vatn?) í hann.

***
ég ætla nú ekki að ganga svo langt að segja að íslenskir lögfræðistórlaxar séu eins og risaeðlurnar forðum, vel vopnum gæddir en með of lítinn heila. en myndin er góð.

It's Iceland or the Philippines or Hastings or this place

lagið one night in Bangkok með Chess er undarlega vinsælt hér í Danlandi.

hressandi texti

The bars are temples but the pearls ain't free
And if you're lucky then the god's a she


I'd let you watch, I would invite you
But the queens we use would not excite you

***
svo er hér eitt gott ráð fyrir karla sem eru að fara út á lífið í kvöld:
ef þið ætlið að gera ykkur stóra fyrir dömunum með því að setja kartöflu í nærbuxurnar...
... setjið hana ekki bakatil.

myndin af Nýja-Íslandi er af síðu Ólínu Þorvarðardóttur, teiknimyndin úr föstudagsblaði 24timer.

föstudagur, apríl 27, 2007

loksins får Island hjælp med forsvar

Islændingerne har brug for militær hjælp, fordi amerikanerne haf forladt Keflavik basen.

Island [har] befundet sig i et sikkerhedspolitisk tomrum uden militære styrker.

- þetta hefur metroXpress eftir Ritzau fréttaveitunni í blaði dagsins, um þetta rammeaftale.


ég veit ekki, maður eiginlega hálfskammast sín. væri ekki nóg að fá bara lánaðar 2 herþyrlur til að bjarga drukknandi sjómönnum?



myndin er af dansk-norskum hermönnum í 7 ára stríðinu.

fimmtudagur, apríl 26, 2007

eitt vil ég fortaka

mér þykir vanta upp á notkun orðsins fortakslítið. þetta er dæmigert fyrir þessar öfgafullu umræður sem alltaf þurfa að geysa, og aldrei meira en rétt fyrir kosningar.

aldrei neitt til nema hvítt og svart, vernda eða sökkva, blómstra eða visna.

***

fem og tyve grader? getur Evrópa ekki gert betur en þetta? halda veðurguðirnir að ég gefist upp
við leiðréttingar og lestur fyrir íslensku sumarveðri?

já .. veðrið ... ég held ég haldi mér saman þar til ég hef frá einhverju öðru að segja en veðri dagsins.

miðvikudagur, apríl 25, 2007

idearexia

undirritaður berst nú fyrir hugmyndarfræðilegu lífi sínu vegna metnaðarstols.

þá er bara að leita á kunnug mið ...

a) reyna að fókusa á það sem skiptir máli:b) finna eitthvað til að hlæja að (þessi hjólastólamynd sem hengur í Lögbergi fær mig alltaf til að brosa út í annað, því beint fyrir neðan hana er ... teppi):

c) skoða eitthvað færeyskt - í Foroyjum búgva Foroyingar og tann ungdómur, ið her býr, eru eisinni Foroyingar:

þetta eru útjaskaðar en gamalgrónar hugmyndir sem hafa virkað ágætlega hingað til.

óbrigðulleiki páfa

æ, nú er erfitt að læra inni. endemis sumarveður svona rétt fyrir ritgerðarskil.

áðan fékk ég boð um að rit sem ég pantaði frá sænsku biblíoteki fyrir langa löngu væri komið í afgreiðsluna hér á Fjólustrætisbókasafninu.

Bevisförbud : en undersökning av möjligheterna att avvisa oegentligt åtkommen bevisning i brottsmålsrättegång : Skrifter från Juridiska fakulteten i Uppsala ; 64
Lundqvist, Ulf
það er semsagt boðið upp á að panta efni hingað frá Noregi og Svíþjóð, alveg gratis.

eitthvað áttu konurnar í afgreiðslunni erfitt með að finna pöntunina og upp hófst svaka samtal og úthringingar og þurfti ég að taka á honum stóra mínum í dönskunni. að lokum var ég spurður hvort ég væri frá Íslandi eða Færeyjum - það hlýtur að teljast hrós.
stafsetningarforritið sem ég var að prufa á ritgerðinni minni er annars að gera mig gráhærðann. það hefur verið að minna mig á að ég skrifa fullkomlega alltaf fullkomnlega, sem er auðvitað (fullkomlega) út í hött.
einnig hef ég verið að glíma við að lýsa einhverju sem er óbrigðult. ef orð páfa eru óbrigðul og óbrigðanleg, virðast þau vera haldin óbrigðulleika en ekki óbrigðanleika eða óbrigðileika. gott og vel, meikar svosem sens, en munu lesendur vera nægilega vel að sér til þess að vita þetta? óbrigðulleiki gúglast t.d. mjög illa, og óbrigðanleiki og óbrigðileiki alls ekki.
samhengið er umfjöllun um gögn og er ég að lýsa því hvernig ekki er vafi um áreiðanleika og óbrigð___leika þeirra. setningin þyrfti helst að vera óbrigðileg.

já, íslenskan getur verið snúin fyrir einfeldninga eins og mig, það verður ekki frá henni brigðað.

enda kjósa fleiri að læra klingónsku en íslensku skilst mér...

þriðjudagur, apríl 24, 2007

kynlífsmyndband með ljóskunni í ráðuneytinu

ljóskan er stödd á sólarströnd. aftan á henni er maður, þau eru að gera það bak við runna.

pálmatréð sem notað er til viðstuðnings hristist, og alltíeinu: blamm!

einhvernvegin svona er söguþráðurinn í myndbandi danska utanríkisráðuneytisins, Sikker sex med rejseforsikring, sem ætlað er að hvetja fólk til þess að kaupa sér ferðatryggingu áður en farið er út í heim.

mánudagur, apríl 23, 2007

Oko Yono, no ho yo!

fullt að gera. vakna, borða, hella upp á, hjóla á bókasafnið.

helsta spennan í mínu lífi þessa dagana felst í að velja hvernig Pickwick te ég á að taka með mér, og fara yfir á einstaka rauðu ljósi á hjólinu.þess vegna má ég til með að brydda aðeins upp á Yoko Ono, sækó-kvendinu sem plataði okkur (ykkur) til að reisa ljósa-böll í Viðey. fyrir frið í heiminum, að sjálfsögðu.


meðal stuttmyndabræðinga Yokoar má nefna myndina No. 4* (sem einnig er þekkt sem Bottoms og var sýnd við misjafnar undirtektir í MR á 7. áratug síðustu aldar), en hún sýnir nakta afturenda 365 sjálfboðaliða.
Up Your Legs Forever var líka eflaust ágæt, en þar fylgir myndavél eftir nöktum fótum fólks. "We asked everybody to donate their legs for peace" sagði Jókó um hana (hljómar kunnuglega?) - ahh, þvílík hugsjónarmanneskja.

Flugan er stuttmynd sem nálgast má á netinu, þar sem fylgt er eftir ferðalagi nokkurra flugna eftir líkama naktrar konu. hljómar kannski ekki svo illa, þar til í ljós kemur að um er að ræða alveg böns af flugum. ojjbara.
ég reyndist ekki nógu þolinmóður / listhneigður til að horfa á mikið af henni.


Frelsi er mjög réttnefnd mynd, en þar reynir Yoko sjálf að losa sig úr brjósthaldara (sem hún er í einum fata) án árangurs.

sunnudagur, apríl 22, 2007

hetjukverúlantinn Þorgeirson

[...] illu heilli var Hæstiréttur Íslands stofnaður tveim árum síðar, árið 1920. Þá lokaðist íslensk lögfræði inni í Háskóla Íslands. Prófessorarnir ykkar sitja í hæstarétti líka svo þið laganemar haldið áfram að vera í prófum hjá þeim, líka eftir að þið eruð orðnir hrl. Íslensk lögfræði er hvergi kennd nema í Reykjavík. Gagnrýnin hugsun á þar ekki upp á pallborðið. Þetta er sams konar fagleg einokun og hrjáði allar greinar vísinda í sovétkerfinu.
[...]
Síðasti sigur hans [yfir íslenskum stjórnvöldum] vannst þegar hann fékk að sleppa eignarfallsessinu í föurnafni sínu, enda kveðst hann einskis eign vera. Þorgeir er því Þorgeirson. Þorgeir Þorgeirson er maður sem stendur fast á rétti sínum.

- heimasíða Þorgeirs Þorgeirsonar rithöfundar og athafnakverúlants*, sem m.a. er frægur fyrir að hafa unnið mál gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu, er um margt fróðleg.

* kverúlant (lat. querulus) er maður sem er gjarn á að telja sig beittan órétti af öðrum og leitar allra leiða til að berjast gegn því.

þar kemur m.a. fram að hann hafi eytt 3000 klukkutímum í gerð síðunnar, sem heitir leshús.

einnig er þar að finna margskonar skjöl, dóma, ákvarðanir og viðtöl sem tengjast baráttu hans við stjórnvöld og dómstóla vegna greinaskrifa hans í Mbl. 1983. þar ræddi hann um það vandamál sem heimskir dyraverðir og lögreglumenn voru í Reykjavík á þeim tíma og sagði hann að sumir lögreglumenn væru "einkennisklædd villidýr".

ég held að fullyrða megi að dyraverðir hafi almennt lítið batnað síðan þá, en lögreglumenn trúi ég að hafi skánað. fyrir utan suma.

málið sem hann fór með til Mannréttindadómstólsins varð til þess að ákveðið var að lögfesta Mannréttindasáttmála Evrópu, árið 1994, og í framhaldinu var stjórnarskráin uppfærð til samræmis við (þá) nútímann.

ánægðastur held ég samt að hann hafi verið þegar hann fékk boð frá Davíð Oddssyni sjálfum (ráðherra Hagstofunnar), daginn fyrir alþingiskosningar 1999, um að eignarfallsessið í nafninu hans væri niður fallið. enda hafði hann náð því í gegn að vera nefndur Þorgeirson í málsmeðferðinni í Strassborg.

Þorgeir fæddist árið 1933 og lést sjötugur að aldri. hann lifir þó áfram í gegnum heimasíðuna sína, ráðamönnum fyrr og nú til ama.

Lenin skapti Sovjetsamveldið

af baunavígstöðvunum er lítið að frétta. er um mundir þessar að fara yfir fótnótur (nmgr.), það er ekki jafn leiðinlegt og maður gæti haldið.

danir láta hæðast að sér eins og venjulega. sumarið kvaddi og í staðinn er komið jakkaveður.

svona veður minnir mig reyndar alltaf á eftirfarandi vísu, þar sem skýin reyna að þræta fyrir illan ásetning sinn:

Skýin
Spilverk þjóðanna
Við skýin
felum ekki sólina af illgirni,
við skýin
erum bara að kíkja á leiki mannanna.
Við skýin
sjáum ykkur hlaupa, í rokinu,
klædd gulum, rauðum, grænum, bláum regnkápum
eins og regnbogi meistarans,
regnbogi meistarans.
Við skýin erum bara grá,
bara grá.
Á morgun kemur sólin
hvar verðum við skýin þá(aaoaá)?



ef ég þekki einhvern sem hyggst kjósa Frjálslynda þá væri gott ef viðkomandi myndi aldrei tala við mig aftur. myndin hér til hliðar sýnir ágætlega hvað ég á við.
1. heilinn á þér undir venjulegum kringumstæðum- einn af mörgum, partur af þjóðfélagi mannanna.
2. heilinn á þér á fíkniefnum.
3. heilinn á þér ef þú trúir svínslegum hatursáróðri Frjálslyndra.



fyrsta myndin er til að fagna 17 ára afmæli Sovjetsins, sú síðasta til að vara við mönnum á borð við Hitler og fleiri. báðar eru þær úr færeyska blaðinu Arfbeiðið.

laugardagur, apríl 21, 2007

Hitlerstýrið í miklum vanda

samkvæmt færeyskum fréttamiðlum mun Frjálslyndi flokkurinn Hvítt Afl detta um sitt eigið lík.þeir voru sannspáir fyrir rúmum 70 árum í Færeyjum.

föstudagur, apríl 20, 2007

skákmeistarinn Pacman

ég tók eftir því er ég las færsluna mína frá því í morgun að tékkóslóvakíski skákmeistarinn Ludek Pacman er sagður hafa verið handtekinn við mótmæli gegn hersetu kommúnista í Tékkóslóvakíu, á forsíðu Mbl í ágúst 1969.
það er kannski fullseint núna að leiðrétta misskarpa fréttamenn Morgunblaðsins, en maðurinn hét í raun Luděk Pachman.fleiri kannast eflaust við tölvuleikina sem kenndir eru við Pacman, en nafnið mun skv. Wpedíu vera dregið af japönsku setningunni paku-paku taberu - en paku-paku lýsir hljóðinu sem munnurinn gefur frá sér þegar hann er opnaður upp á gátt og síðan lokað, aftur og aftur.


af Pachman er það að segja að honum var sleppt úr haldi 3 árum eftir handtökuna, árið 1972, en kommúnistar höfðu næstum því pyndað hann til dauða á meðan hann var í haldi (læknar hringdu í konuna hans á aðfangadagskvöld 1969 og tjáðu henni að hann myndi líklega ekki lifa af nóttina). honum var leyft (eða hann látinn) flytja til Múnich í V-Þýskalandi ásamt konu sinni og ketti (sumir segja að hann hafi starfað sem njósnari þar, þ.e. Ludek, ekki kötturinn). varð Ludek skákmeistari í V-Þýskalandi 1978.


hann dó í mars 2003, 78 ára að aldri, í Passau í Þýskalandi.

sannleikurinn um Pravda / nepravda


hérna er myndin sem ég tók af gamla lessalnum í gær. hún er ekki alveg jafn stór og sú svarthvíta, en sýnir vel hvernig salurinn hefur fengið að halda sér. annað en Austurstræti 22, sem var gjörbreytt frá því sem það var upphaflega. krókódílatár yfir þeirri aumu byggingu.


svo var ég að finna fréttir frá 23. ágúst 1969, frá því þegar Tékkóslóvakar söfnuðust saman til að minnast ársafmælis vorsins í Prag. einn drepinn í minni gömlu heimaborg Brno. þetta hefur verið alveg ægilegt.

fimmtudagur, apríl 19, 2007

hæjjj, ég er sona meistaranemi skiluru?

það er til meistaranám, við Júníversití of London, í mannréttindum.

lögfræðitengt grunnnám er greinilega ekki nauðsynlegur undirbúningur fyrir þetta nám. né heldur virðist það gera nemendum kleift að átta sig á innanlandslöggjöf í mannréttindum. jah, eða virkni alþjóðlegra mannréttindasáttmála.

það eru amk þær ályktanir sem ég dreg af grein sem lesa má á vísi, eftir mastersnemanda í umræddu námi.
þrátt fyrir góðan vilja, telur nemandinn að Mannréttindasáttmáli Evrópu hafi aðeins gildi "alþjóðalaga".
er nemandinn það vel að sér í stöðu sáttmálans á Íslandi að hún telur Evrópudómstólinn dæma um hvort íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gegn sáttmálanum.

ætli það væri dónalegt að segja henni frá því að Evrópudómstóllinn sé dómstóll ESB og að Ísland sé ekki í ESB?
eða að dómstóllinn sem settur var á fót með Mannréttindasáttmálanum heiti Mannréttindadómsóll Evrópu?
eða að sáttmálinn sé hluti af íslenskum lögum, sem íslenskir dómstólar dæma eftir?

ætli það myndi ekki sær'ann of mikið. en guð hjálp'onum ef hann er að borga peninga fyrir þetta nám.kemur Dato ekki lengur út. enda síst af fríblöðunum þremur sem borin eru í hús, og minnst lesið.

þetta þýðir að ég fæ bara 24timer heim til mín, því Nyhedsavisen hefur einhverra hluta vegna sniðgengið blokkina mína, að undanskildum nokkrum dögum í nóvember. nú verður ennþá erfiðara að vakna á morgnanna og sækja blöðin.

teiknaðu mynd, hún endist lengur

þá er maður mættur á Svarta demantinn aftur, í skítaveðri. gott að skiptast á að lesa í bókasafninu í miðbænum og demantinum. hér er kaffihúsið Augnablik og bókabúð, en enginn kebab-staður. bara einhver fansípansí veitingastaður.gaurinn sem situr á móti mér hér í Gamle Læsesal, sem er í konunglega bókasafnshlutanum í Slotshólma, getur ekki hætt að stara á stelpurnar við hliðina á mér og sitt hvorum megin við hann - virkilega krípí. ekki vera svona augljós, stúbbid!

annars hefur salurinn ekki tekið neinum breytingum frá því þessi mynd var tekin. nema hvað bætt hefur verið við rafmagnsinnstungum undir borðin og salurinn er ekki lengur svart-hvítur.ég kannski gleðst ekki yfir brunanum mikla, en ég græt hann ekki. menningarsöguleg hús? hefðum við haldið upp á torfkofa, ef það hefði verið eina húsið sem hundadagakonungnum stóð til boða?
ef hús nr. 22 verður endurbyggt þá getur borgin hunskast til að gera það á Árbæjarsafni og reisa alvöru hús í Austurstrætinu í staðinn. eitthvað svona evrópskt.

mynd af treg.is

erfðafræðileg hnignun þjóðfélagsinis

ég var að lesa rosalega áhugaverða kenningu um ástæður fyrir hrakförum demókratalokksins í USA. einn stór þáttur mun vera að árið 1973 féll dómur í máli Roe v. Wade, þar sem segja má að fóstureyðingar hafi verið heimilaðar.

demókratar munu vera 2-3 sinnum líklegri til þess að gangast undir fóstureyðingu heldur en hinir strangtrúuðu repúblikanar, þ.e. líklegri til þess að nýta sér þessa heimild sem Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði að fælist í rétti kvenna til friðhelgi einkalífs.þar sem stjórnmálaskoðanir eiga það til að ganga í erfðir, hefur þetta orðið til þess að fylgismönnum demókrata hefur fækkað.

talandi um að skjóta sig í fótinn (fóstrið).
texti við lag Röggu Gísla, Hvað um mig og þig (ca. 1987?), er mjög erfitt til gúglunar. textinn er í heild sinni hér, en hann er erfitt að finna. vísan sú verður seint of oft kveðin:

Ég sé þig þreytta við barnavagninn baksa heim á kvöldin
þar bíða bréf með rukkunum sem birta ógreidd gjöldin

Er lífið aðeins fallinn víxill oft þau spyrja sig
Þau reyna að stefna í rétta átt - En hvað um mig og þig?
Er lífið aðeins fallinn víxill oft þau spyrja sig
Þau reyna að stefna í rétta átt - En hvað um mig og þig?

Á laugardögum eftir klukkan átta lög á fóninn
lamaður í alkóhóli landinn gefur tóninn

Og sólarlandalögin leikur fyrir sjálfan sig
Svo gengur fólk til náða - Hvað um mig og þig?
Og sólarlandalögin leikur fyrir sjálfan sig
Svo gengur fólk til náða - Hvað um mig og þig?


miðvikudagur, apríl 18, 2007

en sannleikurinn brann og fólkið fann...

menningarsaga smenningarflaga, það eina merkilega við þetta hús var að það hafði staðið þarna mjög lengi. ef kviknað hefði í 206 ára gömlum haug af hrossataði hefði það líka breytt götumyndinni. þetta hús var fyrir húsalist í Reykjavík það sem hart og úldið rúgbrauð er fyrir íslenska matarmenningu.
samkvæmt viðtali í vefsjónvarpi vísis nú rétt í þessu var Haraldsbúð áður til húsa í þessari aumu byggingu sem hýsti Pravda (sem nú er ne-pravda). Eyvindarbúð reyndar líka, en það kemur þessum pistli ekki við.

best fannst mér að starfsmaður Fröken Reykjavíkur hafi skokkað yfir á Hressó og beðið um slökkvitæki, áður en hún hringdi í 112.

"hæ, heyrðu það er kviknað svolítið í hjá mér, ertu nokkuð með auka-slökkvikút?"
Haraldsbúð gúglast hins vegar ekki þegar þetta er skrifað. úr því hefur hér með verið bætt, rétt eins og bætt var úr gúglleysi orðsins Tröllskessuhlaup í fyrradag. fólk sem leitar að upplýsingum um þessa tvo staði lendir þá á þessari síðu minni.Haraldsbúð er þó ekki óþekkt á internetinu, heldur er nafnið beygt Haraldarbúð í öllum textum. búðin hefur væntanlega heitið það þá.
við hér í siðmenningunni höfum þó alltaf hið fræga kaffihús Haraldsborg á Íslandsbryggju.

hins vegar er horfin Haraldsborg sem stóð norðan við Hróaskeldu og á var turn sem "snúa mátti eins og hurð á hjörum sínum".

er du svenska?

ég er með auðvelda lausn á ótta S-Kóreumanna eftir skotárásina: segjast bara vera frá N-Kóreu.

sjálfur segist ég reglulega vera frá Svíþjóð eða Færeyjum. þó kemur oftar fyrir að ég þurfi að taka fyrir að vera frá Svíþjóð.



Árásin í BNA: S-Kóreumenn óttast andúð

skv. fréttinni óttast sumir að S-Kóreumenn kunni "að verða litnir hornauga í Bandaríkjunum og jafnvel verða fyrir árásum eftir að upplýst var að árásarmaðurinn var af suður kóreskum ættum."

reyndar má ætla að N-Kóreumenn hafi drepið fleiri kana heldur en nágrannar þeirra fyrir sunnan, en það er nú flestum gleymt væntanlega. S-Kórea er annars þekkt fyrir mjög nýjungagjarnt gamalt fólk.

þriðjudagur, apríl 17, 2007

ég fékk þá opinberun á svölunum hjá mér fyrir nokkrum dögum, í samtali við sósíalálfinn okkar, að eftirfarandi 2 lög sem spiluð voru með stuttu millibili í danska útvarpinu lýstu ágætlega viðhorfi karla til hins kynsins:

1. í byrjun sambandsins
Rod Stewart - Do Ya Think I'm Sexy (Finnst'ér ég sexý)
Ef viltu á mér skrokkin og þér finnst ég sexý
Áfram elskan, segðu frá
Ef þarft að fá það komdu bar'og snertu
Áfram elskan, leystu frá


2. þegar allt er farið í hund og kött
Take That - Back for good (aftur heim)
Hvað sem ég sagði, hvað sem ég gerði, ég meinti'ða ekki
Ég vil bara fá þig heim
(vil þig heim, vil þig heim... fá þig aftur heim)
Hvað sem er að, bara segðu mér það og ég skal syngja,
Ég er þér sammála og skil
(vil þig heim, vil þig heim... fá þig aftur heim)

***

stríðið tapaðist fyrir löngu
Jú, auðvitað notar meiri hluti ökumanna stefnuljós að einhverju leyti, en sumir helzt aldrei, nema þá ef þeir gleyma því að gera það ekki.
Umferð, 1. tbl., 4. árgangur 1961 bls. 11.


***

hingað er komið íslenskt veður aftur, en samt fæ ég mig ekki til þess að nenna að læra. meira kaffi, meira kaffi.

mánudagur, apríl 16, 2007

ætla ek at bæta þér við ok hafa til snæðu á morgun



lítill ljóðleikur eftir tvær tröllasystur:

"Systir, ljáðu mér pott."
Hvað vilt þú með hann?"
"Sjóða í honum mann."
"Hver er hann?"
"Gissur á Botnum,
Gissur á Lækjarbotnum!"
(síðasta línan er sögð í brjálæðistón)

þessi saga um Gissur á Botnum var að eilífu meitluð í huga mér í framsetningu Stundarinnar okkar fyrir nokkrum árum. heitir það Tröllkonuhlaup þar sem systurnar hlupu yfir Þjórsá til að hjálpa hvor annarri með matseld.

á öllum víðilendum internetsins hefur engum dottið í hug að kalla það óvart Tröllskessuhlaup. nú er það nafn komið á blað og mun héðan af gúglast.

***

myndin sem fylgir er af Karl Marx, úr færeyska baráttublaðinu Arfbeiðið frá 1934. "maðurinn, ið vígdi líf sitt alt til at grunda arfbeiðarorsluna á vísindalegum botni" ég breytti reyndar litnum aðeins, gera kallinn flippaðari.


um réttinn til þess að teljast saklaus þar til sekt er sönnuð.

The presumption of innocence will be violated if a [...] statement by a public official concerning a person charged with a criminal offence reflects an opinion that he is guilty before he has been proved guilty according to law. It suffices, even in the absence of any formal finding, that there is some reasoning suggesting that the [...] official regards the accused as guilty.
Dómur Mannréttindadómstólsins í máli Böhmer g. Þýskalandi frá 3. október 2002.

Ummæli ríkislögreglustjóra í kvöldfréttatímum Stöðvar 2 og ríkissjónvarpsins skírskota þó með ákveðnum hætti til sjónarmiða um sérstakt hæfi. Verður að líta svo á að þau endurspegli huglæga afstöðu ríkislögreglustjóra til málsins. Þar sem þau voru viðhöfð opinberlega í fjölmiðlum verður sérstaklega að líta til þess hvernig þau horfa við almenningi og hvort varnaraðilar geti í ljósi þeirra með réttu dregið óhlutdrægni hans í efa í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til hæfis dómara. Verða ofangreind ummæli ekki skilin á annan hátt en að ríkislögreglustjóri telji að með réttu megi álíta að embætti hans sé ekki treystandi til að líta hlutlaust á málavexti. Hefði dómari viðhaft sams konar ummæli opinberlega hefði hann orðið vanhæfur til að leysa úr því, sbr. g. lið 5. gr. laga nr. 91/1991. Með hliðsjón af áðurnefndri 5. mgr. 5. gr. lögreglulaga verður því að líta svo á að ríkislögreglustjóri hafi, er hann lét ummælin falla, orðið vanhæfur til að halda áfram meðferð málsins.
Úrskurður Hæstaréttar Íslands í olíufélagsmálinu frá 23. janúar 2007.


hver segir svo að Ísland sé aftarlega á merinni þegar kemur að mannréttindum (meintra) glæpamanna?

sunnudagur, apríl 15, 2007

Lúsí in the skæ, sorte diamant

þessa skemmtilegu mynd tók ég af Svarta demantinum, stolti danskra bókasafnsfræðinga, í gær.

fremst má sjá fallega Rocky hjólið mitt, Láru II, og vinstra megin í spegilmyndinni í húsinu er gamla brugghúsið, það hús í Dk sem hvað oftast hefur verið málað á striga - samkvæmt e-i bókinni.
***

allt er vænt...

kvót síðustu viku á Kristín S. Tómasdóttir í bakþönkum Fbl. föst. 13.:

"Eini flokkurinn sem er alveg saklaus af kapphlaupinu um græna sannleikann er Frjálslyndi flokkurinn, öðru nafni Hvítt afl, sem er lítið hrifinn af litrófinu almennt."
eins og talað út úr minni heilbrigðu skynsemi. það er ekki annað hægt en að gera grín að
þessum úrhrökum, útlendingahatrið er ekki málefnalegra svara vert.

*
áfram Gísli Marteinn
merkilegt að með umhverfisútspili bæjarstjórnar Rvk hafi hinir vondu Frammarar og Sjallar sýnt grænni hugsunarhátt en VG sýndi nokkurn tíman í sinni borgarstjórnartíð.

að gefa frítt í strætó fyrir námsmenn eru bestu fréttir sem ég hef fengið lengi. jafnvel þótt ég verði ekki námsmaður þegar ég kem heim til Íslands eftir tæpan mánuð. þetta mun nefnilega leiða til aukinnar nýtingar á Strætó, sem verður til þess að betra verður að nota hann, sem aftur leiðir til enn betri nýtingar og koll af kolli.
svo er þetta mjög sósíalískt hjá bæjarstjórninni, sem sýnir í raun hversu absúrd er að tala um hægristefnu í íslenskum stjórnmálum.

ég hef reyndar ekki tekið strætó síðan ég kom til Dk, fyrir utan þegar ég fór til Ítalíu þarna um daginn. það er bara svo gaman að hjóla hér í flatlendinu og blíðunni.

***

hér má sjá hvernig demanturinn tengist hinu konunglega Slotshólma-biblíóteki frá 1664.

einn brandari:
A duck hunter is out early one morning hunting ducks. He's not having a lot of luck and he's about ready to pack it in and go home.
Then he catches a break and shoots a duck. The duck falls to the ground on the other side of a fence. He hops the fence to grab the duck and a farmer appears from nowhere and asks "What are you doing with my duck?" The hunter says "That's my duck! I shot it." The farmer replies "Doesn't matter -- it's on my land. But I'll tell you what. We'll take turns kicking each other in the nuts as hard as we can until one of us gives up. The winner keeps the duck. Oh, and I kick first."

So the farmer winds up and kicks the hunter square in the nuts. The pain is so awful the hunter throws up and then collapses. 10 minutes later, he tentatively gets to his feet and says "Okay, my turn." To which the farmer replies "That's okay, you can keep the duck."

myndir sem ég tók í bókasafnsgarðinum af gömlu Slotshólmabyggingunni í gær: