Hvað er að gerast:

fimmtudagur, maí 10, 2007

súkkulaðibíllinn

allir sem stúderað hafa lög við HÍ þekkja Súkkulaðibílinn, sem losaði kamra borgarbúa (í Rvk / Ak?). kom hann við sögu í dómsmáli snemma á síðustu öld, í máli þar sem maður krafðist þess að viðurkenndur yrði eignarréttur hans á eigin súkkulaðiframleiðslu.mynd af bílnum fann ég í ppt-glærum á vefsvæði nemenda við Iðnskólann í Reykjavík. mun hann einnig hafa gengið undir nafninu Grundarbíllinn og var þetta bíll nr. 2 sem keyptur var til landsins.
samkvæmt google-leit var bíllinn keyptur árið 1907, vó 3900 kg. og mátti bera eitt og hálft tonn.

"Dekkin voru 1.20 metra há það er um 47 tommu massif og á tvöföldu að aftan. Vélin var 9 hestöfl enda gekk þetta ekki upp og bíllinn var seldur úr landi"
um var að ræða
"bifreið sem keypt hafði verið í Þýskalandi fyrir Magnús Sigurðsson á Grund í Eyjafirði og var því í daglegu tali kallaður Grundarbíllinn."
eins og fram kom í Ísafold 1908 var Magnús óðalsbóndi og kaupmaður, sem ekki keypti
"gamla bifreið og ef til vill gallaða, af sparnaði, heldur [lét] beint gera sér alveg nýja, lagaða eftir því sem hann [hugði] sér best henta og vegunum hér á landi."
keypti hann "sér bifreiðina suður á Þýskalandi, fyrir 6.500 kr., sem er auðvitað ekki neitt stórfé, en margur stórum fjáðari hikar þó við að leggja í tóma tvísýnu, og það raunar ekki fremur fyrir sjálfa sig en aðra, ofan á óörvandi reynslu hér.
Hann sendi vel hæfan vélfræðing til að standa fyrir útveguninni, auðvitað Íslending, því öðrum er ekki fyrir slíku trúandi (Jón Sigurðsson frá Hellulandi)."
ef þetta er ekki eitthvað sem ætti heima á safni, eins og H benti á í athugasemd hér að neðan. verst að hann var seldur úr landi 1912.

Engin ummæli: