Hvað er að gerast:

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

að slá klámhögg

"Nú er bloggurum og femínistum þessa lands að sjálfsögðu heimilt að hneykslast á hverju því sem þeim þykir hneykslanlegt og ógeðslegt. En verra er þegar borgarstjórinn í Reykjavík og aðrir ráðamenn fara beita valdi sínu og áhrifum til síga lögreglunni á ráðstefnugesti fyrirhugaðrar klámráðstefnu og gera sér þannig mat úr nýuppsprottinni siðferðisvakningu landans." - Bartoszek.

"Allt almennilegt fólk getur verið sammála um að barnaþrælkun skuli uppræta. Fáir munu hinsvegar álíta að rétta leiðin til þess sé sú að banna kaup og sölu á gólfmottum. [...] Sumir fara út í þennan iðnað vegna sárrar neyðar. Rétt eins og menn hafa unnið í kolanámum og við önnur hættuleg störf af því að ekkert skárra var í boði. Aðrir fara út í þetta af frjálsum vilja. Rétt eins og sumir velja sér ógeðsleg störf á borð við ristilskurðlækningar." - Eva.

"Til Íslands koma klámkóngar. Og þjóðin lætur sig ekki muna um að setja upp vandlætingasvip og fordæmingarviðlagið fer að óma. Börnum er nauðgað. Það heitir klám. Konur eru seldar mansali og látnar leika í klámi. Hingað er að koma fólk með tengsl við klám. Það er því augljóst að börn og þrælar koma á einhvern hátt við sögu."
- Mengella.

"Í réttlátri reiði sinni vegna ófagurra örlaga fjölda kvenna innan klámsins blása nú hin ýmsu samtök í fordæmingarlúðra. Í leiðinni henda þau inn algerlega óstaðfestum sögum, sennilega hreinum ósannindum, eins og að þetta fólk framleiði eða selji barnaklám og kaupi eða flytji stúlkur milli landa gegn vilja sínum." - Ingó. (restin af pistili hans er reyndar grautfúll kommagrautur. þessi setning er því aðeins brúkleg sé hún tekin úr samhengi með þessum hætti)

Ég er samt ekki alveg að kaupa þetta með Sjálfstæðisflokkinn og klámið. Harma að þingið sé haldið, finnst það rosalega leiðinlegt og ósmekklegt og hvetja lögguna til að skoða málið, en hvað svo? Hvað segir Geir...þá meina ég Geir Hilmar?
-
Nágranni minn Rósa Erlingsdóttir, skarpasti hnífurinn í skúffunni?

auðvitað á að hengja liðið við komuna til landsins - skoða málið fyrst? til hvers? ... ég held að ég og nágranni minn yrðum góð saman í stjórn alræðisríkis.

annars bíð ég enn eftir að einhver fari að tala um þetta af viti alltsaman.

biðst afsökunar á neðstu myndinni í þessari færslu - ósmekklegt mannætuklám!


Engin ummæli: