Hvað er að gerast:

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Takk fyrir mig

ég er þakklátur fyrir:
- að vera ekki með húðjúkdóm, kynlífssjúkdóm, frunsu, flensu eða offitu;
- að vera ekki með mígreni, magakveisu, dyslexíu eða þroskahömlun;
- að vera laus við hverskonar mataróþol, athyglisbrest og einmannleika;
- að hafa fæðst í þjóðfélagi sem hefur veitt mér tækifæri til að mennta mig, ferðast og vera ég sjálfur, kynnst skemmtilegu fólki og leiðinlegu fólki. æ blessaða leiðinlega fólkið.

heimalandið mitt hefur reyndar sína galla, það virðist stundum uppfullt af fordómafullum fávitum með hor, en skemmtilega skýra fólkið sem kann að hlæja og kveikja í manni með áhugaverðum umræðum bætir það alveg upp ef maður spáir í því. svo mætti sólin skína meira og appelsínur vaxa á trjánum - og hvað er málið með allar þessar brekkur?
ég hef líka einn eða tvo galla - get t.d. verið svolítið óþolandi, en það truflar mig lítið. svo væri ég til í að vera grænmetisæta - set mér það sem langtímamarkmið.

held það sé ágætt að lifa - hef reyndar aldreið prófað dauðann.

... fólk nöldrar ekki nógu mikið yfir því sem það er ánægt með ...
---------

... en Arngrímur Ísberg dómari sagði: "Það verður ekki deilt við dómarann, [...]" - gott svar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hættu að grenja!

h.