Hvað er að gerast:

laugardagur, febrúar 17, 2007

dæs

internetið okkar hvarf. ég sit því hér kvefaður á bókasafni Austurbrúar, að velta því fyrir mér hvort ég ætti að taka mér bók um lögfræði, kennslubók í dönsku fyrir útlendinga eða danska slangordbog.

af hverju bókasafnið mitt niðrí bæ er lokað um helgar veit ég ekki. einhverskonar sósíalismi gæti ég ímyndað mér.
þessi stutti opnunartími á bókasöfnum og lessölum á eflaust sinn þátt í því að danir eru svona lengi að klára háskólanám sitt. og svo fá þeir auðvitað borgað fyrir að stunda það ... udmærket.

ég pantaði nýtt internet og þurfti að velja milli þess að fá það í gegnum digital-tv og fá með áskrift að digital-tv, eða símalínu og fá með símanúmer. ég valdi sjónvarpið. við eigum reyndar ekki sjónvarp, bara tölvu- sjónvarps- móttakara sem ég veit ekki hvort sé stafrænt þenkjandi.
ég skildi reyndar ekki nægjanlega mikið í bréfinu sem ég fékk í um það hvernig netið verður sett upp - en dagsetningin 22. feb. var nefnd. best að vera heima þá.

Lilja er farin til Svíþjóðar í eina nótt - ég vona að hún versli sem mest, sjálfs míns vegna (sjá mynd).

2 ummæli:

Marta Margr� sagði...

Elsku kallinn...Við söknuðum þín annars á árshátíðinni á föstudaginn...vonandi hefuru það gott úti í köben ;)

Halli sagði...

takk fyrir það Marta. ég var með ykkur í anda.