Hvað er að gerast:

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

so I tried a little Freddie!

nafnlausa bréfið
ég hef hvorki tamið mér að nota orðin 'óekki' eða 'skrúfulaust', né þekki ég nokkurn sem ég veit til þess að brúki þau.

notkun seinna orðsins rennir stoðum undir þá kenningu mína að bréfaritari sé menntaður erlendis, að líkindum í Evrópu, og virðist hann hafa kynnst þar enska orðinu scrupulous, þýska/sænska orðinu skrupulös eða hinu franska scrupuleux og haldið áfram að nota það á íslensku sem skrúfulaust (eflaust réttara að segja skrúpulaust eins og bent hefur verið á).

"... þar sem ríkir menn eiga í hlut sem að auki ráða yfir fjölmiðlum sem þeir nota skrúfulaust ..."

scrupulous: exacting, rigorous. Scrupulous, punctilious imply abiding exactly by rules. Scrupulous implies conscientious carefulness in attending to details: scrupulous attention to details. Punctilious suggests strictness, preciseness, and rigidity, esp. in observance of social conventions.

hér virðist skrúfulaust/scrupulous/skruplös vera notað í merkingunni rigourously - af áfergju eða án þess að gefa eftir.

dæmi um engilsaxneska notkun: This brought him into relation with queer characters, some of whom were not altogether scrupulous in their methods of making a living, murder being an acceptable means to that end. Present At A Hanging And Other Ghost Stories by Bierce, Ambrose.

***

danir hafa ekki smekk fyrir öðru en poppi. fyrir mann eins og mig sem hlustaði helst á XFM þegar Rás2 var ekki að gera góða hluti er lítið til ráða.
það hlýtur að vera merki um að maður hafi verið hér of lengi þegar maður er farinn að ná sér í lög eftir Nelly Furtado og Katie Melua á netinu.
það nýjasta hjá mér er lagið Grace Kelly eftir Mika - sem mér finnst reyndar sungið í skemmtilegum tribjútstíl til Freddie Mercury:

"I try to be like Grace Kelly
But all her looks were too sad
So I try a little Freddie
Ive gone identity mad!"
(rokkað?)

um leið og ég er farinn að dilla hausnum með danska rappteyminu Uncle, flýg ég burt með næstu vél. það eru takmörk fyrir því hversu metro maður getur orðið með góðri samvisku.

***

ætli leyninetlögregla Steingríms hefði reynt að koma í veg fyrir að ég setti þessa mynd hér inn?:

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki nóg með að tónlistarsmekkurinn er farinn lönd og leið, þá virðast ytri múrar siðferðisins liggja á sínum stað - í molum!

Heyrðu, já, meðan ég man - einkum og sér í lagi í ljósi þess, að þú ert farinn að stunda dreifingu á svokölluðu netklámi - þá geturðu afboðað miðann þinn heim hingað í næstu viku. Það er búið að falla frá Snowgathering hátíðinni, sem þú og netvinir þínir ætluðu á. Já, ég veit, sorglegt, en svona eru nú bændur á Fróni.

h.