Hvað er að gerast:

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

menn í hyllingum

fyrsti maðurinn sem ég vil hylla opinberlega er Hercule Poirot, hýran belga sem hafði svo gott lag á því að leysa glæpagátur. um leið er það auðvitað hylling á höfundi Poirots, Agöthu Christie. mikið hefur verið skrifað um hann á Wikipediu, þeirri paradís nördanna, þaðan sem eftirfarandi er fengið.

belgískt þjóðerni hans er talið stafa af breskri samúð með belgum, sem voru hersetnir af þjóðverjum þegar Agatha Christie byrjaði að skrifa um ævintýri hans 1916.

fyrsta bókin var gefin út 1920 og öðlaðist spæjarinn með egglaga höfuðið frægð árið 1926, með útgáfu bókarinnar The Murder of Roger Ackroyd, sem er ein frægasta spæjarasaga sem gefin hefur verið út. sagan er m.a. fræg fyrir það að sögumaðurinn var sjálfur afvegleiddur í sögunni, og undir lok hennar kemur í ljós að hann er morðinginn sem leitað var að.

Poirot yfirgaf belgísku lögregluna í fyrra stríði og flúði yfir til Bretlands, þar sem hann starfaði sem spæjari - enda þótt hann hafi starfað fyrir bresku leynilögregluna um tíma og m.a. komið í veg fyrir brottnám breska forsætisráðherrans. ferðaðist hann síðan um Evrópu og Mið-Austurlönd.

aldrei fór hann vestur og er talið að það hafi stafað af því að hann þjáðist af sjóveiki. var hann mikill magamaður, eins og fram kemur í þessari frásögn um hann:
"Always a man who had taken his stomach seriously, he was reaping his reward in old age. Eating was not only a physical pleasure, it was also an intellectual research."

var hann m.a. frægur fyrir að taka lögin í eigin hendur - ætli hann eigi það ekki sammerkt með mörgum öðrum frægum spæjurum og löggumönnum?

er hann lést í bókinni Curtain árið 1975, ári á undan höfundi sínum, var hann hættur að lita hár sitt svart og farinn að bera hárkollu og gerviskegg, auk þess sem hann er talinn hafa þjáðst af gigt.


mynd: David Suchet sem Hercule Poirot, sem ég smellti af í tölvunni í gær.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

iss...

Mér fannst nú Peter Ustinov eiga Poirot! - og þessi "búbbi" með hártoppinn og þessa straujuðu mottu náði nú aldrei inn í skuggann af þeim "stóra" og mikla manni!

Skál fyrir því!

h.

Halli sagði...

hvað get ég sagt, ég var bara ekki uppi á tímum Ustinov.

ég man heldur ekki eftir Sean Connery sem Bond, J. Bond.