Hvað er að gerast:

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

dáðlitlar druslur

varð bara barasta að stela héðan þessu:
„Eg nenni svei mér ekki að fara að romsa upp úr mér lýsingu á Höfn eða þvíumlíku. Þú getur hugsað hana sem allstóra borg með steinlögðum strætum, þar sem úir og grúir af alls konar óþjóðalýð, útlifuðum, úttauguðum og blánefjuðum brennivínsberserkjum, asnalegum embættismönnum í uxaholdum, bægifætnum, gauðrifnum, blindfullum betlurum, kolsvörtum kúskum og kengbognum kerlingum [...]"
og svo
„[...] yfir höfuð gezt mér ekki að Baunverjum. Þeir eru að mínu áliti dáðlitlar druslur og staðfestulaustir vindhanar.”
mun þetta vera úr ritinu Hafnarstúdentar skrifa heim, sem fæst á Haraldur.is.


þá finnst mér nú meira líf í því sem langafi minn sendi frá Köben til sinnar kærustu:
Það er ekki svo oft sem maður fær færi á að aka í Automobil (motorvagni), en það er dæmalaust gaman að því. Þegar þú kemur, skal ég aka með þér í Automobil frá skipsfjöl og heim til þín, [...]"
... ég hef reyndar ekki farið upp í Átómóbíl síðan ég kom hingað til Khafnar í september. þurfti að fara til Svíþjóðar til þess. jú, ég fór reyndar í strætó í Vejle, en það var frekar fúlt.

myndina hér að ofan tók ég af plakati á bæjarsafni Kaupmannahafnar. held þetta hafi verið áróðursplakat í WWII.

Engin ummæli: