Hvað er að gerast:

mánudagur, febrúar 19, 2007

Hvítur

neeei, ekki Hviid's Vinstue, heldur Hvid Turborg.

keypti í fyrradag 2 hvíta og 4 bláa tuborg (og 24 græna að auki til að hafa sambanburð).


sá hvíti er mjög góður - svolítið súr ávaxtakeimur sem gerir ágætis hluti. auðveldur í munni (eflaust fínn fyrir þá sem finnst venjulegur bjór ekki nógu góður) og svalandi. ekta bjór til að drekka útá svölum þegar kuldaboli er farinn. hann er ekki bruggaður úr hveiti en kemst í áttina að hveitibjórum í bragði. innihaldslýsingin er bygg, humall og aróma.
samkvæmt tuborg.dk er ætlunin að bjórinn sé mjúkur með sætu eftirbragði, og er hann sagður 'fusion' milli ljóss ensks ale-aroma og amerískra lagerbjórs-humla. ekki hljómar það nú vel, amerískur lagerbjór og enskt ale?sá blái - enn meira bragð og ekki jafn súr. sá hvíti er örlítið vatskenndur en þessi gefur góða fyllingu. ennþá meira aróma, og búið er að bæta karamelfarve e150C - ég hugsaði þegar ég smakkaði hann að það sem helst væri dökkt við þennan bjór væri liturinn - en samt, hann hefur þykkari 'áferð' heldur en hvítur og grænn.
samkvæmt tuborg.dk er ávaxtabragðið komið af þýskum og tékkneskum humlum. sagt er að hann hafi góða fyllingu án þess að vera þungur - því sé létt að drekka hann "som vi godt kan lide det i Denmark".

niðurstaða: ég mun halda áfram að drekka þessa nýju bjóra, þennan bláa líklega meira en hvíta. nýja framleiðslan hjá Túborg er sett til höfuðs smábrugghúsunum, sem hafa verið að spretta hér upp eins og gorkúlur (sem er algengur sveppur af Físisveppaætt), og fyrir okkur sem höfum takmörkuð ráð til að kaupa þann bjór er þetta ágætis valkostur.
báðar státa nýju tegundirnar af 4,6% alkahólinnihaldi líkt og sá græni.

það er hægt að fá ódýrari bjór, allt niðrí 2 kr., en mér finnst satt að segja sullbragð af þeim öllum (mismikið) - vatnskenndir með vondu eftirbragði svo helst þarf að drekka þá frosna svo bragðlaukarnir dofni. svo virðist sem bjór verði "ásættanlegur" við 6,5 kr. markið.
það sama var uppi á teningnum í Tékklandi - bjórinn kostaði frá 2 Koruny, en Gambrinus (frá framleiðanda Pilsner Urquell) og fleiri "alltílagi bjórar" kostuðu 6-8.
(hér í DK er margfaldað með 12 til að fá íkr., en í TK með 3 ... those were the days ...)


Tuborg Classic Gylden er einnig fínn í hófi, með hungangi og læm, svolítið of súr - en eins ótrúlegt og það kann að virðst smakkast hann í alvöru eins og gull.

grænn, blár og hvítur kosta allir 6,5 kr. í SuperBrugsen (án pants). ég tók reyndar eftir því rétt í þessu að ég fékk 9 kr. rabat af hvítu flöskunum tveim - þær kostuðu því aðeins 2 kr. stykkið - sem útskýrir af hverju þetta voru síðustu hvítu flöskurnar í búðinni)



að lokum: ekki falla fyrir tælenska bjórnum Singha. mæli ég þá 58 sinnum meira með Saigon bjórnum frá Víetnam sem Hrannar bloggaði um fyrir nokkru síðan.

eldri færsla um bjór í dk/tk.

Engin ummæli: