Hvað er að gerast:

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Willy Libero

ég var beðinn um að drekka fyrir ónefndan stjörnulaganema á meðan ég er hér úti og það er um að gera að gera það þá með stæl.

jólabjórinn er enn á útsölu og fyrir stuttu festi ég kaup á 2 slíkum.
1. White Christmas frá míkróbrugghúsinu BB. alveg einstaklega góður og ferskur hveitibjór, en svo man ég ekki meir.
2. Greenland White Ale - melirnir hafa tekið jólabjórinn og smellt á hann nýjum umbúðum. nú má kaupa Greenland white og brown ale í lókal súpermarkaðnum.
þrátt fyrir að orðið ale kæmi fyrir í nafninu (minnir mig á enskt ale, sem er hreinn viðbjóður) prufaði ég þann hvíta og hann slapp vel fyrir horn. það er eitthvað við vatn sem hefur verið frosið á meðan á iðnbyltingunni hefur staðið, sem ég fíla.
annars er maður orðinn ónæmur á gott vatn vegna kalkdrullunnar sem lekur úr krönunum hér í borg.

***

hér eru svo þrjár myndir.

a) mynd sem Hrannar tók af húsvegg stutt frá Meistara- völlum í Písa, þar sem stendur WILLY LIBERO (Free Willy).



b) mynd af mér og auglýsingu fyrir bók sem prýdd er mynd af mér og naflanum mínum. við sáum hana er við lentum á Hovedbane.





c) mynd af pottloki sem Hrannar tók eftir er við gengum heim frá Hovedbanestation meðfram Söen.


1 ummæli:

Ásta S. Fjeldsted sagði...

Bleeeessadur! Heyrdu ja, endilega hittast madur :) fyndid, svo margir her a landi, en madur veit ekki af tvi.
Call me: 27491975
ein gømul ur Ølduselinu ;)
Asta