Hvað er að gerast:

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

skækjan ESB


að ná til himna
rakst á þessar skemmtilegu myndir á ókunnri bloggsíðu, ásamt spurningunni

"Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju evrópuþingið er eins og hálfkláraður babelsturninn í laginu?"

í kommentakerfi var bent á þessa mynd sem gefin var út af Leiðtogaráði ESB (European Council), en síðar dregin til baka vegna trúarlegra mótmæla:


en svo kom í ljós að þessu var öllu stolið af lesendabloggi Vg blaðsins í noregi - þaðan sem þetta er eflaust fengið að láni annarsstaðar frá.

ég held að húsið hafi viljandi verið byggt eftir fyrirmynd ókláraðs Babýlonsturns, til merkis um að ekki sé ætlunin að sameina Evrópu undir einu tungumáli eða skipa sambandinu á sess með Guði. það á ekki að ganga alla leið eins og Babýlóníumenn (eða mannkynið allt) hugðust gera, þegar þjóðir heims töluðu einni tungu.
eins og menn vita reif Guð niður Babýlónsturninn og sundraði með því tungumálum heimsins.

móðir hórkvenna
einnig hefur verið bent á styttu fyrir framan Leiðtogaráðið (eða ráð ESB) af Evrópu á nautinu - segja sumir að þarna sé í raun komin vísun til 17. kafla opinberunarbókar Nýja Testamentsins, skækjan mikla:

Og konan var skrýdd purpura og skarlati, og var búin gulli og gimsteinum og perlum. Hún hafði í hendi sér gullbikar, fullan viðurstyggðar, og var það óhreinleikur saurlifnaðar hennar. Og á enni hennar var ritað nafn, sem er leyndardómur: Babýlon hin mikla, móðir hórkvenna og viðurstyggða jarðarinnar.
... ég ætti kannski að senda þeim á heimssýn.blog.is þessa speki? ætli Steingrímur J. viti af þessu?

Engin ummæli: