Hvað er að gerast:

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

hjálpaðu mér upp mér finnst ég ver'að ..

stundum, þegar maður er að skrifa lokaritgerðir, lendir maður á stíflu.

ég hef verið að byggja upp ágætis ritstífluvegg. það er að byggjast upp lón sem ég hef nefnt Hal's-lón.

á eftir geng ég kannski niður Strikið og mótmæli því að stíflan hafi orðið til, "vi er ikke ligeglad"




ps.: það er solarium / thai massage sem er opið á næturnar rétt hjá þar sem ég bý. það var m.a.s. sýnt frá því í sjónvarpsfréttum um daginn, í umfjöllun um fyrirhugað hjálpiprógramm fyrir þolendur vændisfíknar í borginni. hver sagði svo að það gerðist aldrei neitt á Austurbrú?

óska ykkur öllum happy ending!

1 ummæli:

Unknown sagði...

Vonandi verður Hal's-lónið þitt bara örlítið! Kannski geturðu fengið umhverfisverndarsinna í lið með þér sem eyðileggja stífluna í skjóli nætur?

Gangi þér rosa vel.