Hvað er að gerast:

mánudagur, febrúar 12, 2007

heimsborgarar á ferð

heimsborgari 1*
klukkan 0:30 aðfaranótt sunnudags hringir Stefán Bjarni góðvinur minn og fasteignasali í mig. "ertu kominn til köben?" spurði ég í gríni - og hann játti því, sagðist vera í miðbænum.
fullur efasemda klæddi ég mig í og hjólaði niðrí bæ, þar sem strákurinn var mættur, nýkominn frá Spáni hafandi keyrt bíl foreldra sinna þangað (og þá með). sátumst við að sumbli fram eftir morgni og komum við á helstu ölkrám.

heimsborgari 2
í miðbæjarrúnti okkar Stebba var eðlilega komið við á Moose, sem var troðinn að laugardagsvenju af siðprúðum ungmennum í happy-hour fíling. hvern sé ég þá ganga á móti mér annan en Boga Guðmunds, eins og ekkert væri eðlilegra!
Bogi, sem er búsettur í Brussel, með starfstöð í Leuven þar sem hann leggur stund á ritgerðarskrif við lagadeild HÍ var nýkominn frá París og var í Baunalandi að heimsækja bróður sinn. var hann að ganga út úr háskólabókhlöðunni við Fjólustræti í þessum skrifuðu orðum, og eftir sit ég fullur af anda, innan um minni spámenn.

heimsborgari 3
fyrst hér er rætt um heimsborgara þá er ekki úr vegi að nefna að hinn mikli ferðalingur H. hefur stofnað þverfaglegt matar- og sælkerablogg á slóðinni sælkeri.blog.is. í sinni fyrstu umfjöllun gerir hann einmitt skil uppáhalds víetnamska veitingastaðnum mínum í Khöfn og gerir það vel.
hann er reyndar óvenjulega mikið gefinn fyrir froskalappir. lappagefinn.

* undirritaður er að sjálfsögðu heimsborgari nr. 1, tölusetningin hér að ofan er aðeins til að aðgreina aðra heimsborgara sem koma við sögu í færslunni.

neðri myndin tengist umfjöllunarefni ritgerðar minnar með beinum hætti.

Engin ummæli: