Hvað er að gerast:

miðvikudagur, október 11, 2006

skál fyrir því!

héraðsd. Rvk. dæmdi í dag mann í sekt, fyrir brot gegn banni á áfengisauglýsingum. af því tilefni hef ég ákveðið að gerast brotlegur við þessi sömu lög - bara smá samt.

maðurinn var dæmdur fyrir að láta birta m.a. auglýsingu fyrir hinn tékkneska Budvar. hér er hinsvegar komin augls. fyrir hinn sanna konung bjórsins, Pilsner Urquell.
Böðvar er góður, en aðallega bruggaður til útflutnings myndi ég segja. helst að maður hafi orðið var við hann í miðbæ Prag - mjög lítið annarsstaðar. hitti bara einn mann sem sagðist vera frá Budovice (þaðan sem Budweiser / Budvar nafnið er komið), og vorum við þá báðir með Pilsner í hönd. hann sagðist ekki drekka annað.

Starobrno er líka mjög góður "meðalklassa"bjór. hann er einmitt frá Brno, eins og Milan Kundera og rifflarnir frægu. yfirleitt drakk ég Starobrno eða Gambrinus (litla bróði Pilsners) - báðir temmilega ódýrir (svona meðaldýrir) og mjög góðir en ekki kannski wúhúúú.
hef enn ekki fundið svipaðan bjór hér. fyrir mér er t.d. Tuborg classic gylltur mjög góður bjór, en hann kostar eiginlega það sama og venjulegur Tuborg - of mikið. neðst á verðskalanum eru Harbroe og Luxus, en þeir eru líka algjört krapp. Luxus gylltur er kannski í lagi, en ekki samt góður.
bjór á að vera ódýr og góður - enda lúxus fátæka fólksins.

hér er mjög lítil og stutt video-auglýsing frá Starobrno. veit ekki, held þetta sé svona ekta slavneskur húmor eins og maður sér í bíómyndunum - eða bara evrópskur - kannski svipað grín og Egill Gull auglýsingarnar með Úlfi?



en... á föst. kl. 9.20 flýg ég til Belgíu. hef heyrt að þar sé seldur bjór. kannski ég taki Stellu loks fyllilega í sátt - ég er nú að fara að gista þar sem hann er bruggaður :P

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÆÆ! ég sem var að leita að símanúmerinu þínu til að bjóða þér í innflutningspartý á laugardaginn.

...en góða skemmtun í Belgíu. Ég mæli með ljósum Leffe á dælu :)

Halli sagði...

vúbbsídú!

eins gott að Vala, Hafdís, Biskit, BogÓlafía og Jódz nái að bæta upp fyrir þetta... :Þ

Vala heldur því fram á sínu dvergsbloggi að það sé sól í Leuven. hmmm, sjáum til með það.