Hvað er að gerast:

fimmtudagur, október 05, 2006

er ég í 54. besta háskóla í heimi?

ekki hefði mér dottið það í hug. kennslan, kennarar, kennsluaðferðir, aðstaða ... ekkert betri en í HÍ heima á Íslandi eða í MU í Brno, Tékklandi þar sem ég eyddi síðustu önn.
(ég er núna bæði í hugvísinda- og lagadeild KU, en hef stundað nám við lagadeildir og MU)

myndin tekin héðan [TimesOnline].

reglulega eru birtir listar yfir "bestu" háskóla í heimi, og íslenskir fjölmiðlar skella fram fyrirsögnum á borð við þá sem er á vísi.is í dag:

Kaupmannahafnarháskóli á lista bestu háskóla
en hvað er þarna á bak við? umræddur listi var birtur í Higher Education viðbæti The Times í dag. KU er eini skólinn á Norðurlöndunum sem rataði á listann.
[ótrúlegt hvað það eru margir drasl-blaðamenn á vísi og mbl. vísir segir að í efsta sæti sé Harward háskóli, og mbl. vitnar í listann frá 2005 og heldur því ranglega fram að Helsinki sé á listanum í ár :S ég tók auðvitað mynd af mbl-fokköppinu, enda sínu verra. grrr] hvað er góður háskóli skv. Times?

könnun er gerð reglulega fyrir Times Higher Education Supplement (THES), og í ár náði hún til 3.703 fræðimanna „um víða veröld“, sem voru beðnir um að nefna allt að 30 háskóla sem væru bestir í rannsóknum á því sviði sem sá sem spurður var starfaði á. einnig voru 736 atvinnurekendur sem hafa háskólamenntað fólk í vinnu spurðir, og metið hlutfall kennara samanborið við nemendur og hlutfall erlendra fræðimanna og nemenda í skólum.

hlutföll hvers atriðis fyrir 2006 listann verða ekki birt fyrr en í næstu viku, en aðferðarfræðin 2005 var hins vegar sem hér segir:

40% - jafningjarýni (fræðimenn);

10% - atvinnurekendarýni;

5% - hlutfall erlendra kennara;

5% - hlutfall erlendra nemenda;

20% - hlutfall kennara miðað við nemendur (ætlað að meta gæði kennslunnar); og

20% - tilvísanir miðað við fjölda kennara (citations/faculty score) – byggt á ISI (sjá neðar).

[á mbl segir: "Listinn byggir á svörum frá yfir 3700 vísindamönnum ..." - sem er auðvitað bara 40% rétt, hér um bil. svo er aukablað Times kallað Higher Literary Supplement - en heitir Higher Education Supplement. aular! hvað þarf að klúðra miklu til að þurfa að taka pokann sinn þarna hjá Mogganum?]

----------------------------

Newsweek gerir einnig svipaðan lista, sjá hér. sá listi var umfjöllunarefni í síðdegisútvarpi Rásar2 nýlega. þar eru KU hvergi sjáanlegur, en Háskólinn við Lund er í 76. sæti og Uppsalir í 88. – einir norðurlandaháskóla á listanum sýnist mér.

eftir þessum atriðum eru skólar metnir af Newsweek:

50% - þrjú mæligildi sem öll hafa sama vægi:

  1. fjöldi marg-tilvísaðra rannsóknaraðila (higly-cited researchers) á ýmsum sviðum;

  2. fjöldi greina sem birtar hafa verið í Nature and Science; og

  3. fjöldi greina sem skráðar eru í Social Science Citation Index (SSCI) og Art & Humanities Citation Index (AHCI) hjá Institute for Scientific Information (ISI), sem skráir tilvísanir í leiðandi fræðiritum.

40% - fjögur mæligildi sem öll hafa sama vægi:

  1. hlutfall erlendra fræðimanna;

  2. hlutfall erlendra nemenda;

  3. tilvitnanir per kennara; og

  4. hlutfall kennara samanborið við nemendur.

10% - safnkostur bókasafna - fjöldi titla (number of volumes)


--------

þriðji (og að margra mati ekki sísti) aðilinn sem gerir svona lista er Shanghai Jiaotong University. á þeim lista eru KU núna í 57. sæti, Uppsala í 60. og Lundur í 99. hér má sjá aðferðarfræðina sem beitt er á þeim bænum. þetta er listinn sem bæði rektor HÍ og ÞKG menntamálarh. vilja komast á.

eftirfarandi er það sem SJU metur:

10% - gæði menntunar – metið með því að skoða hversu margir útskrifaðir hafa unnið Nóbelsverðlaun og verðlaun á ýmsum sviðum (Nobel Prizes and Fields Medals);

20% - gæði kennara – metið með því að skoða hversu margir kennarar hafa unnið Nóbelsverðlaun og verðlaun á ýmsum sviðum;

20% - rannsóknir sem mikið er vitnað í, á 21 fræðisviði (notast við tölur frá ISI);

20% - afköst rannsókna (Research Output) - greinar birtar í Nature and Science á ákveðnu tímabili;

20% - fjöldi greina sem skráðar eru í Science Citation Index (SCI), SSCI og AHCI hjá áðurnefndu ISI; og

10% - stærð stofnunar – fræðileg frammistaða með tilliti til stærðar stofnunar – fjórir fyrstu þættirnir, deilt með fjölda fræðilegra stöðugilda (the number of full-time equivalent academic staff), liggi tölur um það fyrir (annars er þessi liður ekki með).


--------------------
fjölmiðlar hræra auðvitað öllum listunum saman og gera ekkert annað en að rugla mann.

Kristín Ingólsfs, rektor HÍ vill að skólinn komist inn á Shanghai listann á næstu 10-12 árum.
ætlar hún að reyna að byggja upp kennslu, rannsóknir og framhaldsnám. ÞKG er ánægð með þetta markmið (þótt hún vilji ekki leggja peninga í það), sjá hér umræður á alþingi.


mér finnst þetta vera fáránlegt markmið, ef ég skil aðferðarfræði þessara 3 aðila rétt. hvernig ætlar íslenskur háskóli að fara að því að fjölga fjölda rannsókna og greina sem birtast / vitnað er til í erlendum fagtímaritum og fjölda þeirra sem vinna til afreksverðlauna, án þess að fjölga til muna íslendingum og þeim sem sækja háskólanám á Íslandi? með því að taka upp skólagjöld?
ég held það sé á hreinu að við munum aldrei komast á Shanghai listann. spurning með hina tvo listana (eða aðra lista - kannski ætti ég að gefa út lista?).

eitt af því sem ég held að við á Íslandi getum gert (fyrir utan að auka gæði kennslunnar t.d. með því að ná til okkar hæfari kennurum) er að alþjóðavæðast meira en við höfum gert. fá til okkar fólk og senda fólk út.
t.a.m. býður KU upp á fjölda styttri námsleiða á ensku - jafnt fyrir dani og útlendinga, auk gríðarlegs úrvals af kúrsum fyrir skiptinema. MU býður upp á ótrúlegan fjölda kúrsa fyrir skiptinemendur, á ensku, þýsku og frönsku. hvað býður lagadeild HÍ uppá, svo dæmi séu tekin, 6 kúrsa á ensku?

ég þurfti að sækja sérstaklega um það til lagadeildar HÍ að fá að fara út í heilar 2 annir sem skiptinemi. í stað þess að hvetja mig til að fara út, þurfti að taka fyrir á deildarfundi hvort það væri ráðlegt! þetta finnst mér alveg fááááránleg nálgun.
ég er nokkuð sammála því sem Newsweek segir um hvað háskólar þurfi að gera í alþjóðaumhverfi:
seeking students from around the world who represent the entire spec­trum of cultures and values, sending their own students abroad to prepare them for global careers, ...


annars er ég bara stoltur nemandi HÍ, hvað sem líður einhverjum listum út í bæ.


PS.
einhverjir innan vöku virðast halda að húsnæðismál, á borð við byggingu Háskólatorgs, séu liður í því að koma HÍ á þennan frábæra Shanghæ lista. aðstaða kemur þessum málum nánast ekkert við (er fræðimaður að fara að ráða sig til HÍ vegna þess að mötuneytið er svo flott?), þótt bæting aðstöðu sé ágætis byrjun.
að mínu mati er KU síst með betri húsnæðisaðstöðu en hinir tveir háskólarnir sem ég hef sótt, húsnæðið þar sem ég sæki nám í hugvísindadeild er fyrir ofan bifreiðarverkstæði á Íslandsbryggju, og lagadeildin er dreifð út um allar trissur í miðbænum (inden for volden), og byggingarnar æði gamaldags og basic (innstungur fyrir fartölvur - hahaha, einmitt).
í Brno fóru tímar fram í sterkbyggðri marmaralagðri byggingu, sem m.a. hýsti leynilögreglu og pyntingarklefa kommúnista á sínum tíma.

Engin ummæli: