Hvað er að gerast:

sunnudagur, október 29, 2006

blogg-gagnrýni, partur II


rýnin heldur áfram, tæpum 5 mán. seinna og verður þessi partur í styttra lagi. það var verið að skipta yfir í vetrartíma hér í Júróp, þannig að ég get notað hluta af þessum klukkutíma sem ég græddi.

Særún dvergdansari og hugsjónamanneskja -
sariomario.blogspot.com
Særún hefur skemmtilega sýn á lífið og tilveruna, og góðan smekk á tónlist og fólki. hún er einkar dugleg við skrifin en þó ekki svo að neinna leiðinda gæti í þeim. skemmtilegt er að fylgjast með því hvað helst ber uppi hjá Sario - þótt ekki sé gefin innsýn inn í persónulegustu kima lífs hennar. í tónlistar- og kvikmyndagagnrýni tekst henni vel upp, en skemmtilegast finnst mér þó þegar hún missir sig út í að tala um lögfræði eða eitthvað sem fer virkilega í taugarnar á henni, hér er á ferð manneskja sem kann að reiðast á internetinu án þess að tapa virðuleikanum.
virðulegur sprelligosi, uppátækjasamur og með vandaðan en súran húmor.

strumpurinn Þórir - thorir.blog.is
Þórir var einn af þeim fyrstu í heiminum sem byrjuðu að blogga, fyrst á strumpurinn.tripod, en sá svo sóknarfæri í bloggdóti mbl.is, blog.is. hann hefur bloggað um flest það sem hefur skeð í heiminum síðan samband hans við internetið hófst, árið 1992. stuttar og oft fyndnar og hnitmiðaðar færslur, iðulega fylgir eins og einn linkur með. hefur fundið sig betur og betur í pólitík síðan ég hitti drenginn fyrst - á kynningardegi í lagadeild, þar sem hann byrjaði að tala við mig því hann hélt ég hefði unnið með honum á bensínstöð :Þ þótt ég gruni hann um að vera hægrimann í sauðagæru, þá hefur hann notið sín í Röskvu og (surprise) ungum jafnaðarmönnum, og er einn af skrifurum í vinstri-deigluna, vefritid.is. pólitík og popullinn, kvikmyndir og tónlist eiga stærstan skerf í skrifum strumpsins stóra. alltaf minnt mig á Egil Helgason mógúl, spurning hvort löppin á Agli fari í þyrlu þegar hann talar...

Magga rugl - gellfromhell.blogspot.com
Magga er eina manneskjan sem ég held einhverju (örlitlu) sambandi við úr Ölduselsskólaárgangnum mínum. hefur verið á ferð og flugi milli Týskalands og Íslands, milli Kvennó og Berlínar, íslensks Impreza-eiganda og þýsks pulsugerðarmanns. alltaf verið hrifinn af Möggu fyrir að vera mátulega klikkuð og ótrúlega skemmtileg týpa. skil reyndar ekki helminginn af því sem hún skrifar um, þar sem ég er í svo litlu sambandi við hana.

Rannslan - rannslan.blogspot.com
Rannveig er laganemi á hraðferð, og hefur mikið að segja um allt. mjööög hress alltaf hún Rannveig, og fastagestur á lesstofunni síðan HZ hafði hár. skrifar um lífið, lögfræði, langanir sínar og kærastann. hefur smitast svolítið af nördinu í kærastanum hennar - t.d. skrifaði hún færslu um daginn í tvinntölum (!) og hefur nú læst blogginu sínu (nú bíður maður spenntur fyrir því að eitthvað virkilega krassandi og sjokkerandi birtist þar).

Erna EJ - blog.central.is/madamzki
dáin vefdagbók sem fjallaði um dvöl Ernu í Slóveníu síðasta skólaár. þar mátti læra um hve smekklausir, dónalegir og ljótir slóvenar eru. eftir það sem virðist hafa verið vonbrigðum stráð dvöl í þessu skemmtilega landi, með nokkrum skemmtilegum uppákomum og pælingum, hætti Erna að skrá hvað á daga hennar drifi og ætla ég því ekki að eyða frekari orðum í það, enda klukkutíminn að verða búinn.

nokkrar fleiri myndir frá Brno: http://picasaweb.google.com/haraldurs/AfturTilBrno

1 ummæli:

Rannveig sagði...

heheh ég er á svo mikilli hraðferð að ég er með þeim eldri í bekknum ;) hehe..
ég viðurkenni stolt að ég er pínu nörd, veit hins vegar ekki hvort að það fari að birtast meira krassandi færslur á síðunni..en hver veit þegar maður hættir að hanga á lesstofunni og fer að lifa lífinu ;)