Hvað er að gerast:

mánudagur, október 02, 2006

cykler fjernes uden ansvar?

djös rigning. það er komið alvöru dóna-haust, með rigningu og vindum. það er svona amerísk rigning fyri rutan gluggann hjá mér í þessum töluðu orðum, en hún er lóðrétt þannig að maður getur bara hjólað með regnhlíf ;)

*******


á föst. var semesterstartfest hjá A-Evrópudeild. fórum á RizRaz (eða ríðírass eins og HZ segir), hlaðborðið er flott, marineraða lambið ekki. finnst lamb reyndar ekkert gott yfirhöfuð, nema kannski í kebab. ballið var haldið í kantínuninni og það var ágætt. hitti m.a. böns af könum sem eru að læra rússneskar bókmenntir hér í kóngsins K. athyglisvert.

á laugardaginn var stórglæsileg íbúð þeirra kumpána Ásgeirs og Harðar (sjá: deiglan.com) vígð af fjörugum íslendingum. íbúðin er bakvið Óperuna í einu af þessum fínu flottu hverfum, mjög gott mjög gott.

********
má til að deila með fólki laginu Cola 35mix final 1, sem notað var í Coke Light auglýsingu hér um árið. lagið er annaðhvort runnið undan rifjum -=djberta=- eða Trabant eða beggja aðila eða hvorugs, ég veit ekki. Doddi bróðir var svo góður að grafa þetta lag upp fyrir mig, mikill hressleiki.
svo er hér líka eitt ELO lag, til að koma fólki á bragðið: Telephone line.

Engin ummæli: