Hvað er að gerast:

þriðjudagur, október 03, 2006

aumingja börnin, konurnar og laganemar

a) krakkar
lokanir eru á mörgum leikskólum hér í Dk þessa dagana. í pólsku, þar sem við erum venjulega 6-7, afréð ein mamman að vera eftir heima, en önnur tók stelpuna sína með sér tíma.
á forsíðu Dato er mynd af sveittum Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra, en hann á ekki sjö dagana sæla vegna mótmæla út af sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. skemmtileg myndin sem fylgdi með.

************



b) kvenmenn

ég hef verið að lesa meira um fjölkvænið í íslamstrú. þetta á víst rætur að rekja til þess þegar hlutföll kynjanna voru skökk vegna stríða "eða náttúruhamfara". ég skil reyndar ekki af hverju það ættu að vera fleiri karlar en konur sem láta lífið í náttúruhamförum... normið er víst einkvæni í múslimalöndunum, en fjölkvæni er algerlega umborið (enda gúdderað í das Koran). þar er hins vegar ekki gert ráð fyrir að konur giftist (séu gefnar /gefi sig) fleiri en einum manni.
vissulega er það almennt þannig að einn karl er meira en nóg fyrir eina konu, og ein kona er ekki nóg fyrir einn mann, en þannig er það samt ekki alltaf. þetta er auðvitað pólitísk óréttsýni og skortur á framtíðarsýn hjá höfundum Kóransins (hvort sem hugmyndin að því riti er komin frá Guð eða ekki).
staða kvenna er það sem stuðar mig mest við þessa annars fallegu trú.
************

c) laganemar
sá að það er komið spjallsvæði á orator.is. ætlaði að skrá mig í gamni, en hætti við þegar ég las skilmálana sem samþykkja þurfti:
"ÞÚ SAMÞYKKIR AÐ með þátttöku þinni í þessum spjallumræðum, munt þú ekki senda neitt það efni sem getur talið [sic] fölsun, móðgandi, óábyrgt, afvegaleiðandi, óhugnanleg, hatrammt, eineltismyndandi, niðrandi, meiðyrði, kynferðislegt tal, ..."
er þetta félag íslenskra eða íranskra laganema? hverskonar spjallsvæði á þetta að vera ef maður má ekki skrifa neitt móðgandi, óábyrgt, afvegleiðandi (*hóst* er það ekki eitt skilgreiningaratriði laga?), niðrandi eða kynferðislegt þar?
************

d) minningar
fann nokkrar myndir á facebook frá krökkunum í Tékklandi. annars vegar er mynd af Jack Osbourne, sem var plötusnúður á Remix-klúbbnum í Brno. ótrúlegt að það hafi ekki komist í heimspressuna











hins vegar myndir af öryggisvörðunum sem stúdentagarðarnir sem ég bjó á réðu, eftir að þeir föttuðu að engin þörf var á vöðvabúntunum sem fyrst voru fengnir í starfann. kallarnir voru hinir hressustu og á myndinni sjáumst við öll í faðmlögum við það tilefni að þeir voru að rýma partý.

Engin ummæli: