verum í bandi
voip-þjónustan voipbuster.com er með litla Ísland á skrá yfir lönd sem hægt er að hringja frítt til, í 300 mín. á viku í landlínu - eina sem þarf að gera er að skrá emailið sitt hjá þeim. það þýðir að maður getur hringt í allar frænkur og frændur, ömmur og afa og vinina sem eru með vinnusíma, auk þessara örfáu á mínum aldri sem eru með heimasíma (gsms).
eeen! sama fyrirtæki byrjaði á sínum tíma líka með þjónustuna voicecheap, nákvæmlega sama pæling, bara öðruvísi litir á forritinu. þar fær maður líka 300 fríar mínútur á viku.
það eru því samtals 600 fríar mínútur á viku, til um 30 landa sem hægt er að hringja frítt í, flestöll myndu þau flokkast sem "vesturlönd". fyrirtækið virðist gera sér vonir um að einhver fjöldi notenda muni vilja kaupa auka-þjónustu (hringja í gsm etc.).
voicecheap heimasíðan er hætt að virka, en voicecheap forritið mitt virkar enn - og tengist við freecall.com - þar er Ísland ekki skráð sem frítt land, en maður getur samt náð í forritið frá þeim og hringt frítt heim ^_^
til samanburðar kostar 0,025€ pr. mín. að hringja í heimasíma á Íslandi með Skype :o
[öppdeit: svo virðist sem ég geti hringt ótakmarkað með þessum forritum, en nýskráðir notendur geti aðeins hringt í eina mínútu í senn :Þ o jæja - kostar 10€ að hringja ótakmarkað í 120 daga í fastlínusíma, ekki alslæmt]
annars er það að frétta að ég kann núna að baka pizzu "from scratch"! mmm, pizza
Engin ummæli:
Skrifa ummæli