menn í hyllingum - the prequel
í dag verður hylltur prófessor Dr. iur. Stefan Trechsel
fæddur 1937 , varð lögmaður 26 ára og dr.iur 3 árum seinna.
fór síðan í nám til BNA og snéri aftur 1971 til þess að gegna stöðu saksóknara í heimabæ sínum Berne.
frá 1979 hefur hann verið prófessor í lögfræði, frá 1999 til dagsins í dag við háskólann í Zurich í Sviss.
Trechsel sat í Mannréttindanefnd Evrópu frá 1975, var varaforseti hennar 87-94 og síðan forseti þar til nefndin var aflögð.
hefur starfað við uppbyggingu í þróunarlöndunum og hefur áhuga á tónlist, bókmenntum, listum og íþróttum að einhverju leyti.
átti stórgott sérálit í áliti nefndarinnar í máli Schenk g. Sviss frá 12. júlí 1988 og ekki munaði miklu að hann næði að snúa meirihluta dómsins á sveif með sér. í álitinu notaði hann frasann 'a la carte', sem hlýtur að teljast afrek út af fyrir sig í lögfræðitexta:
“Réttinn til þess að reiða sig á málsmeðferðarreglur er ekki hægt að veita à la carte, með öðrum orðum eftir eðli brots og réttarfars”nauðsyn” þess að ákæruvaldið geti notað sönnunargögn til þess að “sanna” sekt sakbornings. Hvernig er það, ennfremur, mögulegt að réttlæta meðferð sem ekki er í samræmi við lög í því augnarmiði að koma rétti yfir ólöglegt framferði? Staðhæfingin “ex iniura ius non oritur” hefur ekki aðeins lagaleg áhrif, heldur tekur einnig til valds, trúverðugleika og virðingar þeirra stofnana sem ábyrgð bera á því að beita lögunum.”
þótt hann hafi lotið í lægra haldi í þeirri orustu þótti honum stríðið ekki tapað og hefur barist áfram með útgáfu greina og rita. sérstaklega er hægt að mæla með bókinni Human Rights in Criminal Proceedings sem kom út árið 2005.
3 ummæli:
Klöppum fyrir manninum, sem þorði að stíga úr sæti forseta Mannréttindanefndarinnar og skrifa bók til að gagnrýna dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins, þegar hann fékk ekki sæti sem dómari við dómstólinn!
h.
já, því flestir aðrir hefðu maldað í móinn og dagað uppi sem uppþornaðir útúrdjammaðir prófessorar við lítt þekktan háskóla...
... sem er auðvitað ekki það, sem hann gerði?
h.
Skrifa ummæli