Hvað er að gerast:

fimmtudagur, mars 01, 2007

ja, jeg er rigtig dansk

í maí munu útlendingar þurfa að taka 40 spurninga krossapróf um danskt samfélag og ná að lágmarki að svara 28 spurningum réttum, vilji þeir fá baunaríkisborgararétt.

blöðin birtu í gær sýnishorn af þessum prófum og haldið þið ekki að kallinn hafi náð 32 stigum!

vissi t.a.m. ekki hver væri "frægur rithöfundur sem á 18. öld skrifaði en række komedier" - sagði Brandes en rétta var Holberg. svo vissi ég ekki að danska drottningin væri skyldug til að vera í þjóðkirkjunni eða um hvað Saxo hafi skrifað í lok 12. aldar (það var um sögu en ekki siglingaleiðir). svo klikkaði ég á því hvaða flokkur hefði verið stofnaður uppúr verkalýðshreyfingunni 1870 (sagði Venstre en það var Radikale Venstre).

hins vegar vissi ég hversu stór hluti dana væru innflytjendur, hvaðan þeir væru, hvaða lönd væru norðurlönd, hvað umboðsmaður Alþingis gerir, hvaða lönd stofnuðu EB, hvaða ævintýri HC Andersen hefði skrifað (af þrem möguleikum), hvað hefði gerst við siðaskiptin og hvað hefði gerst með Holsten og Slésvík í 1864.


stór hluti prófsins var um hlutverk og verkan ríkisvaldsins og það hjálpaði að vera frá landi þar sem allt var byggt upp eftir baunverjum.



prófið hefur legið undir nokkurri gagnrýni fyrir að einblína of á fortíðina en spyrja ekki nægilega mikið um málefni nútímans. á prófinu mínu var t.d. spurt hvenær Ísland hafi "rifið sig laust" frá Danmörku og hvenær danir hefðu fengið stjórnarskrá.


prófið sem ég tók í Dato má nálgast hér - bls. 4. það var alveg ágætt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og hvenær færðu svo ríkisborgararéttinn?

Halli sagði...

hljómar eins og þú viljir bara hafa mig hér.

ég er ekki viss um að ég vilji vera ríkisborgari í landi þar sem reynt er að heilaþvo fólk með Take That.