Hvað er að gerast:

þriðjudagur, mars 27, 2007

Chocolate Stout og Franziskaner

stundum kaupir maður kött í sekk. bjórinn Black Chocolate Stout frá Brooklyn NY er dæmi um slíkan kött. hann fékk ég í einhverskonar bland-í-kassa díl hjá Netto, ásamt belgískum og tékkneskum ofjörlum hans.
duftkennt súkkulaðibragðið og rammsterkt og ale-legt eftirbragð skora ekki hátt hjá undirrituðum. mér liggur við að úrskurða hann ódrekkandi, en ég er nú einu sinni Íslendingur og áfengi verður að bragðast andskoti illa svo ég klári ekki það sem ég byrja á.hins vegar er aldrei öll nótt úti, eigi maður flösku af vini mínum frá Munchen, honum Franziskaner (Franzi).
þessi bjór er tilvalinn fyrir okkur sem erum að boycott-a belgíska Hoegaarden hveitibjórinn. jafnvel bara miklu betri (hef ekki smakkað Hórugarð í smá tíma).

fyrir þá sem ekki vita keypti hið illa alþjóðlega auðveldi InBev (áður InterBrew) í Leuven Hoegaarden framleiðsluna, og færði bruggun bjórsins til Jupille árið 2006. þar með misstu Hoegaarden-búar tákn hins rúmlega 6000 manna bæjar, hjarta hans og stærsta vinnuveitanda.
til að gera þetta ennþá verra, er Jupille í frönskumælandi hluta Belgíu, þar sem "franskir" aumingjar og auðnuleysingjar búa. ímyndið ykkur til samanburðar að mjólkurframleiðsla á Íslandi væri færð til Danmerkur.

ákvörðunin um að flytja bruggunina til aumingjalands kemur vinsældum Hoegaarden ekkert við, hann hefur selst eins og heitar ömmur undanfarin ár.

InBev á jafnframt Stellu, Beck's og Leffe - sem eru allt bjórar sem ég get verið án (þótt sárt sé að missa Leffe). en Hoegaarden snerti ég ekki, sem ég er meðvitaður neytandi!

3 ummæli:

Marghuga sagði...

af hverju ekki Hoegaarden? hann er mitt hollenska uppáhald....

Kv Magga huga

Halli sagði...

bara... þetta er svona spurning um að berjast gegn hinni illu alþjóðamarkaðsvæðingu sem skeytir ekki um ófarir sauðsvarts Hoegaarden almúgans.

það er búið að eyðileggja þennan belgíska unaðsdrykk Magga!


Erdinger er annar fínn þýskur hveitibjór. þú ert að leita langt yfir skammt (og auðhringirnir búnir að ljúga því að þér að þetta sé hollenskur bjór ;)

maggamega sagði...

Ég er orðlaus! hvílík ósvífni!