Hvað er að gerast:

mánudagur, mars 26, 2007

óumflýjanleg þjóðfélagsbylting

erlendir auðhringir eru að sjálfsögðu rót alls ills og tengsl þeirra við mansal og náttúruhörmungar eru ótvíræð.
íslenskir auðhringir eru kannski örlítið skárri, en við verðum þó að passa að þeir verði ekki of auðugir - á kostnað saklauss almúgans.
auk þess að drekkja gæsum og hreindýrum, borða ríkir útlendingar álfa og huldufólk, eins og myndin að neðan sýnir. hvernig getur maður annað en haft skilning með málstað VG? ef það væri ekki fyrir gamla úr sér gengna 80's liðið væri þetta hinn fínasti flokkur. spurning um að henda atkvæði sínu bara í Íslandshreyfinguna. þeir eru fyndnir og flippaðir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halli, hvað er það, sem lifir okkur öll?

Ég fékk nú bara klassíska menntun. Skv. mínum bókum er þetta Kronos, sem étur börnin sín, mynd eftir Goya.

Hvað er að gerast? 3. gr. laga nr. 7/1983 var brotin nú um helgina. (Þar er nú reyndar farið rangt með nafn Lofsöngsins.) En álfar og huldufólk? - Er ekkert heilagt nú orðið?

h.

Halli sagði...

klassísk menntun er barn síns tíma, Hr. h anon.

tíminn, auðvaldið, byltingin. allt eru þetta hlutir sem éta börn og annað smáfólk - þetta er bara spurning um sjónarhorn.

af hverju gera allir ráð fyrir að þetta hafi verið lofsöngurinn sem Spaugstofulabbakútarnir voru að syngja?
ég heyrði og sá ekki betur en að þetta væri einhverskonar grín. paródía. satíra.

nógu ólíkt var þetta lofsöngnum til þess að ég sæi muninn, enda þótt stílbrögðin væru álík.

sumt fólk getur hvergi litið án þess að sjá lög- og mannréttindabrot.