Hvað er að gerast:

mánudagur, mars 12, 2007

femínískar slæður

Egill Helgason hörkubloggari og megaplebbi hefur verið að agítera fyrir því að femínistar berjist gegn múslimaslæðum. minnir mig á þessa 70 ára gömlu áróðursmynd sem ég fann á timarit.is:***

Meyhreinir pabbadrengir hittast í ystu afkimum netheima, í kjallaranum heima hjá mömmu eða nýleigðum íbúðum vestur í Skjólum, þar sem einir búmuna eru flatskjár og Friedman (brjóstmynd). Þar sitja þeir íklæddir fermingarskyrtum og láta barkakýlin tifa í takt eins og unghanar á gólæfingu. Fussa gegn opinberum fjáraustri og álykta með sölu leikhúsa og leikskóla. Ljóngáfaðir en lítt þroskaðir.

- Hallgrímur Helgason nær ágætlega að fanga hugmyndir mínar um hinn týpíska frjálshyggju dreng. þær fáu stúlkur sem slysast út í þennan skrítna hugmyndaheim afgreiða sig líklega sjálfar á svipaðan hátt og drengirnir í greinninni hans Hallgríms.auðvitað er þetta ómálefnalegt, ýkjukennt og að hálfu í góðsömu gríni en sannleikurinn skín í gegn.

mér eru minnug orðaskipti mín og ónefndrar stúlku, eins stofnenda skolagjöld.is (síðan er löngu horfin en afrit hennar er hér). hún þvertók fyrir að félagið væri samansafn pabbastráka (þótt hún væri eitt besta dæmið sem hægt er að finna um slíkan strák). ég hefði átt að óska henni barneigna!

***


mynd af mér í nýjustu sælkeraumfjölluninni.

Engin ummæli: