Hvað er að gerast:

laugardagur, mars 10, 2007

allt hefur orsök

reglan um næga orsök (le principe de raison suffisante).

forsenda: ekkert getur gerst án þess að eitthvað valdi því.

líklegra er að eitthvað gerist á þennan veginn eða hinn vegna einhvers ákveðins, frekar en fyrir algjöra blinda tilviljun.

"Wow! I wonder what killed them."
"From the looks of it, I'd say starvation."

determinismi


eftir að eðlisfræðingar fóru að koma með tilgátur og útskýringar á öllu hér í heiminum, örvæntu heimspekingar. öll misterían, óreiðan og flækjur alheimsins gátu nú verið útsýrðar og dregnar saman á stærðfræðilegan hátt í nokkrar jöfnur. hvort áttu heimspekingar að afneita t.a.m. lögmálum Newtons, eða viðurkenna að þeir væru ekki annað en flóknar vélar, og sem slíkar aðeins litlar einingar í heildarverki heimsins?


martröð Comptons

játi maður determinisma að fullu, fellur maður fljótlega í martröð Comptons. ef allt í heiminum frá stjörnum niður í minnstu atóm er fyrirfram ákveðið, er þá nokkuð til sem heitir frjáls vilji? er ekki allt fyrirfram ákveðið af lögum eðlisfræðinnar hvortsemer?

samkvæmt martröðinni gæti maður lent í því að semja sinfóníu í klassa Beethovens, af þeim sökum að maður drakk kaffi en ekki te 4 dögum áður.


***

við að reikna út líkindin á að slíkt gerist eða hafi gerst verðum við auðvitað oft að reiða okkur annars vegar á þekkingu okkar og hins vegar viðurkenna eigin vanþekkingu.
þótt við séum með 6 hliða tening og getum útilokað að þrjár hliðar hans veiti rétt svar, er það samt tilviljunum háð hver af hinum 3 hliðunum kemur upp þegar við köstum honum.

***

vorið er komið hér í köfen, enda hef ég drukkið slatta af vatni upp á síðkastið og verið þurr á höndunum. samhengið og sambandið á milli er líklegt.

***
But thanks for keeping the rabbits while I’m away
Thanks for keeping the rabbits I’ll come back today

Engin ummæli: