Hvað er að gerast:

þriðjudagur, mars 27, 2007

ógn af verkamönnum

ógnar-verkamenn er hugtak sem notað var í fréttum rás2 rétt í þessu.

ég veit ekki hvort verið var að tala um al kaída menn í Írak eða verkamennina sem ráðnir verða í stærra álver í Straumsvík, verði af stækkun. þeir ógna auðvitað íslensku fjallagrasi, fossum og berjalyngi. auk þess skilst mér að tengja eigi lofthreinsikerfi álversins beint við hafnfirsk heimili, svo fólk geti baðað sig uppúr koltvíoxíði

skrítið að ónefndir stjórnmálaflokkar sæki fylgið sitt enn til "hins vinnandi manns", með því að lofa honum betri kjörum, en höfði um leið til "kaffihúsapakksins", með því að lofa því að stoppa sköpun starfa fyrir "hinn vinnandi mann".ég er svona kaffihúsapakksmaður. fúlsa við auðhringjum og kapítalismanum þegar ég get. kaupi mér frekar araba-kebab en McD's, versla ekki Hoegaarden bjór því InBev lokaði verksmiðjunni og eyðilagði Hoegaarden bæinn. hjóla frekar en að keyra. kaupi frekar pulsu hjá pulsusalanum en 7-11.

það er samt svolítið erfitt stundum að vera meðvitaður neytandi.
við höfum t.d. þurft að hætta að versla við hverfisbakaríið okkar í Classensgötu eftir að það var útnefnt sem eitt af 20 ógeðslegustu bakaríum í gjörvallri Danmörku. nú verð ég að kaupa 3 korna brauðið mitt í stórmarkaðnum.

einnig hefur reynst erfitt að kaupa aðeins pítsur hjá litlu arabastöðunum, eftir að við komumst að því að hjá Domino's á Classensgötu vinna nánast bara íslendingar (verður maður ekki að styrkja landa sína?).

ég er m.a.s. farinn að hafa efasemdir um hverfissjoppuna mína, eftir að blessaður írakinn seldi mér Haribo nammi sem rann út í ágúst sl.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vinnan er böl hinna drekkandi stétta.

h.

Halli sagði...

þetta var fleyg setning.

lýsir kannski ágætlega áherslubreytingum ónefnds og ágæts flokksformanns?