Hvað er að gerast:

mánudagur, mars 19, 2007

100% eðlislægt


***

ég gafst upp á þessari auglýsingu á msn. bæði Björgúlfsbanki og Kalli kókómjólk voru farnir að bögga mig með hreyfimyndum sem skáru mig í augu og særðu fegurðarskyn mitt og sálarró.

þótt ég væri með msn á dönsku, í Danmörku og skráður með heimili í Þýskalandi á msn.com, fékk ég samt áfram þessar íslensku óværur.
þannig að ég bara fjarlægði óþverrann endanlega, með litlu sniðugu forriti sem heitir A-patch, mjög auðvelt, mæli með því.
leiðbeiningar: kveikir á því, next, next, remove ad, next, close
ég hafði hingað til umborið þessar auglýsingar, en með því að bjóða mér upp á svona yfirgengilegar hreyfi-flash-myndir yfirgaf messenger mig.

auglýsingar þurfa ekki að hreyfa sig eins og flogaveik börn eða öskra á mig til þess að ég veiti þeim athygli. mætti ég þá frekar biðja um femínista-taugaveikjandi kók Zero auglýsingu.

***

þessi mynd af Ungeren-mótmælunum finnst mér flott. hún er úr myndbandi á jútjúb.

Engin ummæli: