Hvað er að gerast:

sunnudagur, mars 04, 2007

you will find the Tommies behind the lines - with your wives

við lestur á ársskýrslu stjórnar Orator í 4. tbl. 58. árg. Úlfljóts rann/rifjaðist upp fyrir mér að hafi verið umsjónarmaður tölvuvers og auk þess, ásamt henni Dabbý corporate lawyer bi$#, námsráðgjafi Orator, skólaárið 2004-5.

umsjónarmaður tölvuvers, er það ekki (ó)bein leið til þess að kalla mig tölvunörd?

... hver segir svo að ég hafi ekki verið félagsmálatröll...

***

við Lilja fórum á Viet Nam, veitingastaðinn hér rétt hjá sem Hrannari þykir svo vænt um. fengum okkur m.a. nautakjöt á teini, vafið utan um ananasbita. þegar þetta var snætt með hrísgrjónum og rosalegri kókossósu varð úr þessi svakalega veisla í munninum. tvímælalaust þess virði að prufa.

***

ég keypti nýverið bókina Behind Enemy Lines: WWII Allied/Axis Propaganda á 30 kr. danskar. margar skemmtilegar myndir og textar. þessari sem birtist hér var t.a.m. ætlað að draga úr þrótti breskra hermanna á vígstöðvunum með því að telja þeim trú um að kanarnir væru að punda konurnar þeirra heima í Bretlandi.
áður hafði frönskum hermönnum verið sagt það sama um bresku félaga sína.

Engin ummæli: