Hvað er að gerast:

miðvikudagur, mars 07, 2007

sjúkdómaklám

þegar ég slysast til þess að skoða mbl eða aðra auglýsingaþvælda netfréttamiðla í Internet Explorer eða Opera fæ ég oft holla áminningu um það af hverju ég blokka yfirgengilegar auglýsingar.

hvers konar húmoristi leyfir auglýsingu fyrir fótasveppasýkingarmeðal, með flenniljótri mynd af sjúkdóminum, að birtast augum barna og annarra sem eru viðkvæmir fyrir viðbjóði.

mætti ég þá frekar biðja um klámvæðingu auglýsinga en þetta. af hverju birta þeir ekki mynd af læknaðri tá?
hvað er næst, auglýsingabæklingur frá Smáralind með myndum af ljótum, illa klipptum og þrifnum hallærislegum og feitum börnum í kartöflupokum, sem ekki hafa efni á að kaupa nýjustu flottræfilsleppana í 17? auglýsing um bankaþjónustu með mynd af manni sem hefur soltið í hel, með slefuna hangandi út um munnvikin í pappakassa undir Skeiðarvogsbrúnni?

***

sé smá eftir því að hafa ekki tryggt mér bút úr Ungeren áður en rústirnar voru fluttar af Norðurbrú. menn eru að spá því að bitar úr húsinu muni seljast eins og heitir Berlínarmúrssteinar í framtíðinni.
svona sparkar kapítalisminn í Ungdómshúsið þegar það liggur (bókstaflega).
en góðu fréttirnar eru þær að eigendur lóðarinnar hafa líklega ekki efni á að byggja neitt þarna í bráð (ekki að það fengi að vera í friði hvort eð er).

***

til þess að draga úr þér kjark og fá þig til að gefast upp í von um að stríðinu ljúki og þú verðir sendur heim sem allra fyrst:
mynd úr bókinni Behind Enemy Lines: WWII Allied/Axis Propaganda.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist nú heimsstyrjaldaklámið vera að gera það gott! Alla vega held ég að það mundi nú skjóta skökku við ef "nútímakonan" færi nú að amast við þessum annars "saklausu" myndum ... eða hvað?

Ég veit ekki betur en að íslenska konan hafi nú tekið stríðinu og dátunum bara fagnandi - með öllum þeim barneignum, sem því tilheyrði.

Hvað ætli konur framtíðarinnar eigi nú eftir að segja um klámumræðu femínista dagsins í dag? - Og hvað á eftir að koma svo í ljós varðandi "ástandið," sem er í dag? - Ja, maður spyr sig.

h.