Hvað er að gerast:

sunnudagur, mars 25, 2007

undur og furðulegheit

ég er gáttaður. sumarið komið og það er barasta búið að breyta tímanum. klukkan er núna 2 klst. meira en heima og enn erfiðara að lifa á íslenskum tíma.

í gær var borðað og drukkið á Jónshúsi í annað sinn í þessum mánuði. í þetta skiptið var ívið stærra hlutfall af karlmönnum en á baráttudegi kvenna. í gangi var gleðskapur einhvers konar íslendingafélags í DTU - skólanum hennar Lilju. þar voru m.a. mættir 5 gamlir verzlóbekkjarbræður mínir, snældu klikkað lið.

en hvítvínsdrykkjan virðist hafa haft þau áhrif á Lilju að hún snar minnkaði, eins og sést á þessari mynd sem var tekin á Ameríka plads áðan:



þetta gerðist líka í Svíþjóð í janúar, en þá munaði litlu að ég hefði týnt henni alveg:


ekki alslæmur þessi gúrana orkudrykkur frá Antarctica í Brasilíu. 6 sinnum meira koffín í gúranaberjum en koffíni (stundum kallað guaranín), jahá!


4 ummæli:

Mæja tæja sagði...

Passa þú þig á hvítvíninu Halli ekki viljum við að þú týnist þarna úti í heimi. Hef aldrei skilið hvað fólk er að þvælast þetta... maður á að vera heima hjá sér.

Halli sagði...

hætturnar leynast sannarlega víða í útlöndum Mæja.

hér úti í heimi er Bakkus seldur út úr búð eins og um væri að ræða hverja aðra munaðarvöru. en ég hef allan varann á.

Marta Margr� sagði...

vá hvað lilja er mikill strumpur á þessum bekk!

Halli sagði...

alla jafna er hún þó í kjörstærð.