Hvað er að gerast:

mánudagur, mars 12, 2007

rétturinn til þess að vera reikistjarna

24. ágúst 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga nýja skilgreiningu á reikistjörnum, og fellur stjarnan sem áður var þekkt sem reikistjarnan Plútó ekki undir hana. telst Plútó því dvergreikistjarna í dag.

ég er á því að Alþingi ætti að samþykkja þingsályktunartillögu þess efnis að íslenska ríkið lýsi því yfir við alþjóðasamfélagið að Ísland fallist ekki á hina nýju skilgreiningu, og muni áfram telja Plútó til reikistjarna.
það er ömurlegt hvernig hið íslenska vísindasamfélag beygir sig alltaf fyrir heimskulegum alþjóðlegum samtökum, stöðlum, sáttmálum og samböndum.

fari stuðningur eða andstuðningur við Íraksstríðið fjandans til, þetta er þjóðþrifamál!

Bjarni Moggablogg Magnússon og Björn Þorn Guðmundsson (hic) eru eftir minni bestu vitund helstu sérfræðingar okkar í geimrétti og réttindum stjarnfræðilegra fyrirbæra. gætu þeir því leitt þetta þjóðþurftar starf með myndarbrag.
(þar sem þessir tveir koma saman, þar verður súr stemmning og mikið drukkið)
***

geturðu sagt Rechtswidrigkeit 4 sinnum hratt?

Tastrafrecht, þ.e. að refsing sé í réttu hlutfalli við sekt sakbornings. sé hann aðeins hálfsekur, ber auðvitað að nýta einungis helming refsirammans.

því má þó ekki rugla saman við Rechtswidrigkeit - þ.e. meðvitund um að verknaður sé ólögmætur og refsiverður.

Geständningsprozeß - þ.e. játningarmeðferð, hvernig játning er fengin frá sakborningi. þegar játning var skilyrði refsingar varð auðvitað að fá hana fram með hverjum þeim hætti sem mögulegt var.

ofantalið er að hluta byggt á bók Heikki Pihlajamäki: Evidence, crime, and the legal profession: the emergence of free evaluation of evidence in the Finnish nineteenth-century criminal procedure. að hluta er um grín að ræða.

í bókinni er ágætis umfjöllun um hvernig notkun sönnunargagna fór úr því að vera fastmótuð og reglubundin, til þess fallin að konungur gæti hæglega stjórnað meðförum sakamála og hvernig franska byltingin fæddi af sér frjála sönnunarfærslu og frjálst sönnunarmat, stundum kallað “théorie morale des preuves”.

***

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skrifaði ekki heila kandídatsritgerð í geimrétti til þess að vera svo ekki einu sinni nefndur í upptalningu á helstu sérfræðingum þjóðarinnar á sviðinu...HNUSS!

Halli sagði...

djöfull, ég vissi að ég væri að gleyma einhverjum... afsakaðu það Stefán.

það þykist ég vita að þú standir feti framar báðum þessum kumpánum reikistjörnurétti, en þú og Björn eruð einmitt efstu menn í leitarniðurstöðu Gegnis fyrir 'Geimrétt'

nú vantar okkur bara konu í þessa nefnd til þess að gæta jafnræðis.