Katarína katarííína
i) slóvakísk vinkona mín var að kynna mig fyrir tékkneska rokkbandinu Trabant og laginu þeirra Katarína. skemmtilegt lag, hægt að hlusta hér.
ii) það er kannski ekki ósvipað laginu María með íslenska rokkbandinu Trabant? eða nei.
þess má þó geta að The One er besta lag þeirrar hljómsveitar - sjá og heyra hér á jútúbi. þar segja þeir að þeir hafi aldrei viljað vera the one. ósk þeirra virðist uppfyllt hvað nafnið á bandinu varðar.
iii) þriðja og líklega sísta Trabant hljómsveitin er ungversk nýaldar rokkhljómsveit (eða hvernig sem maður þýðir new wave). hérna er eitt hresst lag á júbtúbb, fyndið að bera saman klæðaburðinn á þessum Trabant og þeim íslenska. hér svo er þriðja lagið og fjórða. það var ekki fyrr en 3 mánuðum eftir að ég flutti frá Tékklandi sem ég lærði af honum Hauki í horni að tékkneska orðið fyrir snúra væri šňúra og að akkúrat væri þar skrifað akurát. grund vallar atriði.
***
mér líst ekkert á að Starbucks sé að hefja innreið sína til Dk (og seinna kannski til hinna norðurlandanna). þeir koma illa fram við bændur, sbr. Eþíópíufíaskóið. svo er ein viðskipta aðferðin þeirra víst að opna nokkrar búðir á einu svæði og reka þær með tapi þar til keppinautarnir flæmast í burtu af svæðinu.CoffeeHeaven er kaffihúsakeðja sem ég kynntist út í Tékklandi, byggir á sama konsepti og Starbucks (konseptið er ekkert slæmt, stórir bollar, mikið úrval, nýsköpun, jadajada).
en kannski eru þeir bara sömu melirnir. þeir eru þó frá A-Evrópu og hljóta að vinna sér inn nokkur traust-stig fyrir það, ha?
annars eru það Finnar sem drekka allra þjóða mest af kaffi skv. rannsóknum. spurning hvort litla klakaeyjan hafi verið tekin þar með í reikning.
***
loksins. loksins er búið að sýna fram á að fólk sem alltaf er með allt snyrtilegt í kring um sig hafi minni framleiðni og séu minna skapandi en við sem erum með allt (niðrum okkur) í drasli.
2 ummæli:
Nýbylgjutónlist.
alveg rétt.
annars flokkast stór hluti tónlistar sem síbylgja og sýnódísk sýbylja.
Skrifa ummæli