hvar erum við?
ennþá á Jagtvegi sýnist mér.
einhverjir óróaseggir hafa tekið sig til og endurnefnt Frúartorg og Fjólustræti eins og sést á þessum myndum. af þriðju myndinni að ráða virðast þeir hafa verið truflaðir þegar þeir byrjuðu á Dyrköb götu.
við tókum líka eftir því á Norðurbrú að þar höfðu margar götur verið merktar upp á nýtt, af svo mikilli natni að maður lét næstum platast.
ég veit ekki hvort göturnar á Norðurbrú voru merktar upp á nýtt áður en allt fór til fjandans.
hins vegar beittu tékkóslóvakar svipuðum aðferðum við að afvegleiða liðsauka Varsjárbandalagsins frá Póllandi þegar rússar bældu niður vorið í Prag 1968. að sumra sögn enduðu margar hersveitirnar aftur á pólsku landamærunum eftir að hafa þvælst um Slóvakíu, þar sem skilti höfðu verið tekin niður og á þeim skipt víða.
í Tékkóslóvakíu mátti jafnframt víða finna skilti, plaköt og graffítí sem mótmæltu valdtökunni. ekki ósvipað og hér.
það er kannski ósmekklegt að líkja þessum tveim atburðum saman.
þetta er í það minnsta svakalega flott leið til að vekja athygli á baráttunni og óréttlætinu sem krökkunum finnst þeir verða fyrir. síðasta myndin er úr fyrstu heimsstyrjöldinni og heitir mikil barátta er að hefjast, eftir V. Spassky.
2 ummæli:
Ég hef líka séd Jagtvejinn vída, lét blekkjast af fyrsta gøtuskiltinu (fannst bara heimskulegt ad 2 gøtur í Kbh hétu Jagtvej) en lagdi svo saman 2 og 2 vid skilti nr. 2.... Ég vil kenna gódu handbragdi listmálaranna um en ekki undirliggjandi ljósu hári... ;)
eins og sagt var um Klepp, þá er Jagtvej víða :)
það eru eflaust margir túristarnir sem furða sig á því hvað Jagtvegur er illa skipulagður og útum allt í borginni :P
Skrifa ummæli