Hvað er að gerast:

föstudagur, mars 23, 2007

allerdings völlig im Dunkeln

ég er alveg über jÿtter fleipaður þessa dagana,


kominn á ystu nöf vegna ritgerðarskrifa.

inn um gluggann sé ég öskrandi sólskinið berja á litlum skökkum grænlendingum. fyrst koma tveir skellihlæjandi að selja heimilisleysisblaðið, og í kjölfarið lítil hölt kona að safna peningum í rauða kaffikönnu. hún labbar hægar en karlarnir tveir, sem eru alveg út úr heiminum.
nokkru síðar kemur blihiindfull eldri útigangskona, ekki grænlensk nota bene, í bleikum samfestingi, með bleika húfu og bleikt blóm í hárinu.

síðustu dagar hafa m.a. farið í að skoða ystu kima kanadískrar og nýsjálenskrar réttarframkvæmdar og þýskt lagamál.

ég er ekki frá því að ég sé farinn að tala ágætis þýsku (og aldrei að vita nema það komi sér vel seinna á þessu ári?). Hypothetischen Ersatzeingriff? Beweisverwertungsverbot? grund vallar atriði.

bráðum ætla ég mér að ljóstra því upp hvað það var sem kveikti hjá mér áhuga á ritgerðarefninu. en þangað til má ég til með að birta hérna hvernig forsíðan á ritgerðinni myndi líta út, fengi ég að ráða:nei, auðvitað heitir ritgerðin mín ekki þessu nafni.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

alltaf gaman þegar menn verða ljóðrænir í timburmönnunum - hvort heldur er af bergingu áfengra drykkja, menningaráfalls eða skrifa... þetta er farið að minna á eftirminnilega ferð til prag, hver svo sem ástæða angurværðarlegra ljóðrænunnar var í það skiptið...

annars líst mér vel á forsíðuna...

... en hvað er þetta með hestinn?

h.

Halli sagði...

ég held að hesturinn sé óréttlætið sem ógnar einstaklingnum.


fyrir neðan liggja lög og réttindaskrár afskipt og gleymd, á meðan húsið í bakgrunninum stendur fyrir dómstóla, verði réttlætisins, sem bíða átekta úr hæfilegri fjarlægð.

þá er gott að hafa í huga orð Louis D. Brandeis hæstaréttardómara: "Nothing can destroy a government more quickly that its own laws, or worse, its disregard of the charter of its own existence."

Pragferðin var sannarlega efni í mikla ljóðabók.

Nafnlaus sagði...

"angurværðarlegRA ljóðrænunnar"?!? - talandi um timburmenn!!!

já, ok, en af hverju hestur frekar en eitthvað annað dýr? - næ'ess'ekki!

h.

Ljóðabók? - bíddu varstu ekki búinn að lesa yfir 5 fyrstu kaflana að bókinni?

Halli sagði...

holdgervingur óréttlætisins er hvorki fugl né fiskur, heldur stórt og mikið ráðvillt dýr sem ber að temja.

mér finnst merkilegast að þú munir eitthvað úr þessari ferð. en þú situr auðvitað á fjöldanum öllum af ljósmyndum, misgáfulegum.

hét fyrsta ljóðið vorið í Prag eða búinn á því í Brnoborg?

Nafnlaus sagði...

hesturinn er e.t.v. aðal dýrið og táknmynd þess, sem maðurinn temur! - ég hefði einmitt haldið að þessu væri öfugt farið, þarna ríður réttlætið inn, tamið og reglubundið, og treður niður óréttlætið, sem er fólgið í manninum, sem réttir upp hendina sér til varnaðar - enda er óréttlætið aðeins til af mannavöldum! ( - ekki viltu fara að telja að réttlæti/óréttlæti séu ekki manngerð hugtök og mannasetningar?) - Þrátt fyrir það, þá er ég ekki að ná hestinum, þrátt fyrir það . . . Tengi hann á engan hátt við hvorki réttlæti eða óréttlæti . . .

Minningar og Prag/Brno? Jahá, ég var nú bara hálf hissa á því að þú skyldir nú hafa munað eftir henni! - en eins og þú segir, bækur, ljóð og myndir, þær hressa upp á minnið. Þarf endilega að sýna þér nokkrar af þér, sem þú hefur ekki enn séð (hvað þá vitað að væru til! ;)

Ljóðið vorið í Prag var einhvern veginn á þessa leið:

VORIÐ Í PRAG

... kaldur vetur
... sólin rís
... hjörtun tifa
... vonin vaknar

... vofan sefur
... værum blundi
... andlit hermannsins
... brátt mun tár falla
... fótum troðið
... fólki á flótta

... með vorinu kom vonin og hvarf ... jafnskjótt aftur

Ef ég man rétt, þá var það þetta sem þú varst að tauta þarna um kvöldið hálf-rænulaus, en ég hripaði þessa gullmola niður eftir þér - ég vona að ég megi birta þetta hér? ;)

Halli sagði...

það er af manna völdum sem ekki hefur tekist að temja hestinn á myndinni.

maðurinn ber hönd fyrir sig en veit að hann má sín lítils einn síns liðs gagnvart skepnunni.

bæði dómstólar og lögin eru utan seilingar fyrir hann og ekki verður annað séð en að hann verði troðinn undir.

réttlætið er vofa sem svífur yfir vötnunum og bíður þess að verða kölluð til.
hestinn þarf að temja og e.t.v. breyta í dráttarklár þess sem er gott og æskilegt.

fór ég nokkuð með þetta háttfrjálsa ljóðlíki með breskum hreim?

farðu nú að læra að setja ljóð og myndir á Ínternetið. hér er myndasýning á jútúp af Brno