Hvað er að gerast:

laugardagur, mars 24, 2007

absolut beljur


Reyndar þoli ég engar auglýsingar þar sem konur eru sýndar stinga uppí sig matvælum – sem ég mjög algengt í auglýsingum – sem er auðvitað bein vísun í að þær séu að stinga uppí sig tittling. (sic)
- vegidurlaunsatri.blogspot - algjör verðlaunaskrif hér á ferð!

hvort þetta er grín eða dæmi um hryllilega misheppnað uppeldi, er ég ekki viss. sem betur fer búum við ekki í samfélagi þar sem svona hugsunarháttur nýtur mikils fylgis.

það er margt gott og skemmtilegt á þessari nafnlausu síðu en svo er sumt þar sem fyllir mann beinlínis hryllingi. ætli manneskja sem hættir að versla við Freyju vegna Draumsauglýsingarinnar myndi einnig sniðganga Cannes, Sundance, Locarno, og Natfilm (dk) kvikmyndahátíðirnar vegna sýningar á kynlífs listaræmunum í Destricted?

Art meets sexuality in this unprecedented compilation of erotic art films made by the leading visual artists and filmmakers working today.
Sigurjón Sighvatsson er einn af framleiðendunum skv. Wíkipedíu, þannig að hann er þá líka kaldur úti hjá geðsjúkum, eða hvað? nei, erótík, nekt og kynlífslist á eflaust bara að banna í auglýsingum en eru í lagi í til þess föllnum bíómyndum? kynlífstilvísanir og nekt má ekki tengja við súkkulaði, ha? þetta er alveg rosalega merkilegt hvernig sumt fólk lítur á kynferðislega æsandi efni sem einhverskonar siðspillingu sem þarf að útrýma og banna. eins og kynþörf sé eitthvað sem ekki megi vera upp á borðum, frekar en kúkur eða æla.

það eru til góðir femínistar og svo eru til snarklikkaðir sikkópatar sem telja sig vera femínista en eru bara þroskahamlaðir (og með hálku í heilanum eins og einhver sagði).

mynd 1 hékk uppi á skemmtistaðnum Perpetuum í Brno þegar ég var þar, mynd 2 er á bls. 18 í Nýheðsavísen í dag (fleiri myndir úr Destricted), mynd 3 er lýsandi fyrir hugsunarháttinn hjá sumu af þessu fólki.

það er ofboðslega leiðinlegt að horfa upp á að VG virðist vera ruslakista fyrir fólk sem hefur svona ægilega afturhaldssamar og út úr kú skoðanir. á sama hátt og Frjálslyndir urðu að ruslakistu fyrir útlendingahatara. leiðinlegt fyrir gott fólk á listum beggja flokka, og að mestu vel meinandi fylgismenn þeirra. slíkt fólk væri betur sett með bakkusi en að bögga okkur hin alltaf hreint með sýrunni sinni.

fjandans tepruvæðing!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Andskotinn hafi það, maður, fólk er endalaust kvartandi yfir hinu og þessu, ýmist er þetta ekki nógu gott eða hitt ekki nógu gott, og ef það væri nógu gott, þá væri nú bara eitthvað annað, sem gerði það að verkum, að það væri ómögulegt.

Fólk er endalaust kvartandi yfir einhverju. Maður er endalaust að rekast á þessa kvartara, nöldrandi tuðara, sem kvabba bara og kvarta yfir hinu og þessu.

Maður fær bara alveg nóg af því - endalaust kvart yfir öllu og engu í belg og biðu og sí og æ út í allt og engan. Yfir hverju er svo verið að kvarta, ha? Alveg dæmigert, bara hverju, sem er, liggur við!

Alveg er ég búinn að fá mig fullsaddan af svona nöldurskjöðum, kvörturum og kverúlöntum, sem aldrei geta sætt sig við nokkurn skapaðan hlut!

Ekki er ég að kvarta svona!

h.

bjorgvalgeirs sagði...

Funda- og menningarmálastjóri Orators biður að heilsa :) Ég bið að heilsa, veivei.

Nafnlaus sagði...

það þýðir alveg að kvart'og kveina.

spurning hvaða vettvang menn velja til þess að koma þeim á framfæri.

t.d. er alveg frábært að halda málþing, ráðstefnur og fundi til þess að láta móðann blása. jafnvel er hægt að fá fólk til þess að mæta gagngert til þess að hlusta á nöldur, á slíkum atburðum.

áfram kvart-frelsið. til hamingju Bo, þetta er massíft spennandi.