Hvað er að gerast:

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

menn í hyllingum - the prequel

í dag verður hylltur prófessor Dr. iur. Stefan Trechsel

fæddur 1937 , varð lögmaður 26 ára og dr.iur 3 árum seinna.
fór síðan í nám til BNA og snéri aftur 1971 til þess að gegna stöðu saksóknara í heimabæ sínum Berne.

frá 1979 hefur hann verið prófessor í lögfræði, frá 1999 til dagsins í dag við háskólann í Zurich í Sviss.

Trechsel sat í Mannréttindanefnd Evrópu frá 1975, var varaforseti hennar 87-94 og síðan forseti þar til nefndin var aflögð.

hefur starfað við uppbyggingu í þróunarlöndunum og hefur áhuga á tónlist, bókmenntum, listum og íþróttum að einhverju leyti.


átti stórgott sérálit í áliti nefndarinnar í máli Schenk g. Sviss frá 12. júlí 1988 og ekki munaði miklu að hann næði að snúa meirihluta dómsins á sveif með sér. í álitinu notaði hann frasann 'a la carte', sem hlýtur að teljast afrek út af fyrir sig í lögfræðitexta:

“Réttinn til þess að reiða sig á málsmeðferðarreglur er ekki hægt að veita à la carte, með öðrum orðum eftir eðli brots og réttarfars”nauðsyn” þess að ákæruvaldið geti notað sönnunargögn til þess að “sanna” sekt sakbornings. Hvernig er það, ennfremur, mögulegt að réttlæta meðferð sem ekki er í sam­ræmi við lög í því augnarmiði að koma rétti yfir ólöglegt framferði? Staðhæfingin “ex iniura ius non oritur”
hefur ekki aðeins lagaleg áhrif, heldur tekur einnig til valds, trúverðugleika og virð­ingar þeirra stofn­ana sem ábyrgð bera á því að beita lögunum.”

þótt hann hafi lotið í lægra haldi í þeirri orustu þótti honum stríðið ekki tapað og hefur barist áfram með útgáfu greina og rita. sérstaklega er hægt að mæla með bókinni Human Rights in Criminal Proceedings sem kom út árið 2005.

Sannkallaður bonus pater dr. iuris!

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

so I tried a little Freddie!

nafnlausa bréfið
ég hef hvorki tamið mér að nota orðin 'óekki' eða 'skrúfulaust', né þekki ég nokkurn sem ég veit til þess að brúki þau.

notkun seinna orðsins rennir stoðum undir þá kenningu mína að bréfaritari sé menntaður erlendis, að líkindum í Evrópu, og virðist hann hafa kynnst þar enska orðinu scrupulous, þýska/sænska orðinu skrupulös eða hinu franska scrupuleux og haldið áfram að nota það á íslensku sem skrúfulaust (eflaust réttara að segja skrúpulaust eins og bent hefur verið á).

"... þar sem ríkir menn eiga í hlut sem að auki ráða yfir fjölmiðlum sem þeir nota skrúfulaust ..."

scrupulous: exacting, rigorous. Scrupulous, punctilious imply abiding exactly by rules. Scrupulous implies conscientious carefulness in attending to details: scrupulous attention to details. Punctilious suggests strictness, preciseness, and rigidity, esp. in observance of social conventions.

hér virðist skrúfulaust/scrupulous/skruplös vera notað í merkingunni rigourously - af áfergju eða án þess að gefa eftir.

dæmi um engilsaxneska notkun: This brought him into relation with queer characters, some of whom were not altogether scrupulous in their methods of making a living, murder being an acceptable means to that end. Present At A Hanging And Other Ghost Stories by Bierce, Ambrose.

***

danir hafa ekki smekk fyrir öðru en poppi. fyrir mann eins og mig sem hlustaði helst á XFM þegar Rás2 var ekki að gera góða hluti er lítið til ráða.
það hlýtur að vera merki um að maður hafi verið hér of lengi þegar maður er farinn að ná sér í lög eftir Nelly Furtado og Katie Melua á netinu.
það nýjasta hjá mér er lagið Grace Kelly eftir Mika - sem mér finnst reyndar sungið í skemmtilegum tribjútstíl til Freddie Mercury:

"I try to be like Grace Kelly
But all her looks were too sad
So I try a little Freddie
Ive gone identity mad!"
(rokkað?)

um leið og ég er farinn að dilla hausnum með danska rappteyminu Uncle, flýg ég burt með næstu vél. það eru takmörk fyrir því hversu metro maður getur orðið með góðri samvisku.

***

ætli leyninetlögregla Steingríms hefði reynt að koma í veg fyrir að ég setti þessa mynd hér inn?:

mánudagur, febrúar 26, 2007

"If you want a picture of the future, imagine a boot stamping on a human face--for ever."

Kaupmannahafnarháskóli var að samþykkja að færa aðstöðu nemenda nær nútímanum. nú á að vera opið alla daga vikunnar, hvorki meira né!

febrúarhefti Universitetsavisen.
bls. 8, bætt aðstaða nemenda - lágmarkskröfur:
• Adgang til biblioteksfaciliteter alle ugens dage. Hverdag minimum fra 8 til 22 og weekender
minimum otte timers åbent.

ég æli með

... tilhugsuninni um þvinguð hlutföll af nokkru tagi, á nokkru sviði þjóðfélagsins. bara það að fólk skuli fá slíkar hugmyndir finnst mér ógeðfellt.

"Greek men and women have equal rights and equal obligations." - þetta eru eftir því sem ég kemst næst 'kynjasjónarmiðin' sem Katrín Jakobs, í Kastljósi 22. feb., vísaði til í Grísku stjórnarskránni sem breytt var árið 2001. vóóó!
Katrín er heillandi stjórnmálamaður, en ég er farinn að hallast að því að hún sé jafn illa gefin og bræður hennar. guð hjálpi þessum 'stjórnmálaflokki' (sem er í raun yfirskin fyrir kommúnistahugsjón SJS og ÖJ) og því góða fólki sem þar leynist (inn á milli, þegjandi).


... hugmyndum um netlögreglu. ég hræðist hana hinsvegar ekki, heldur segi með ögrunarsvip: bring it on, bia$#!

mér er nokk slétt sama hvernig fólk reynir að fokka hlutunum upp fyrir öðru fólki - ég læt það ekki fokka neinu upp fyrir mér.



... þessu massafína skaðabótamáli sem klámkóngar munu fara í við Hótel Sögu. easy money.

mér finnst reyndar ágætt að menn séu að snobba fyrir femínistum, en þá þurfa femínistar líka að taka sig á í mörgum málefnum (lesist: hætta að láta Sóley taka sig í ósmurða brauðsneiðina. konan er ekkert illa meinandi, en ranghugmyndir virðast arfgengar í kvenlegg í hennar fjölskyldu).

sunnudagur, febrúar 25, 2007

dóminum hefur borist bréf

dómari: dómritari mun nú gera grein fyrir hinum ýmsu umræðum og skrifum í þjóðfélaginu um þetta mál.
dómritari: rafvirki á Húsavík sagði í kaffiskúrsumræðum að þetta væri allt runnið undan Birni Bjarnasyni; ungir framsóknarmenn sendu aðilum máls bréf þar sem lagt var til að reyndar yrðu sættir í málinu; tvær systur í Kópavogi sögðu á Útvarpi Sögu að Jón Ásgeir væri mjög glæponalegur með þetta síða hár sitt; framhaldsskólanemi sagði á bloggi sínu að þetta væri fökt öpp mál og gegt boring; ung stúlka sagði við saksóknara í röðinni á Subway í Skeifunni að maður ætti ekki að vera vondur við jólasveininn; svo er hérna nafnlaus tölvupóstur sem barst til konu í hlíðunum ...
saksóknari: NAFNLAUST?!? dómari ég krefst þess að haldinn verði fundur um málið!
verjandi: þetta er ATLAGA að LÝÐRÆÐINU, RÉTTARRÍKINU, RÉTTARSKIPAN LANDSINS, SJÁLFSTÆÐI DÓMSTÓLA og [setjið inn tískuorð]!
saksóknari: ákæruvaldið fer fram á að gerður verði fjölmiðlamatur úr þessari nafnlausu sendingu.


"Eh þetta, nafnlaust bréf, sem menn skrifa, án þess að, þaddna, koma fram undir nafni, eru alltaf verulega ógeðfelld í mínum huga."
- Sigurður Tómas í frétt RÚV.

því nafnlaus bréf sem menn skrifa undir nafni eru auðvitað miklu geðfelldari, er það ekki?

"Bréfið er nafnlaust, það er uppfullt af dylgjum ... atlaga að réttarskipan í landinu .."
- Gestur Jónsson í sömu frétt.

mér finnst gjörsamlega fáránlegt að menn geri athugasemd við að bréfið sé nafnlaust. það er í lagi að gagnrýna svona bréf sökum innihalds þess, og fara þá með það eins og hvern annan róg og kjaftæði, en hins vegar geta verið lögmætar ástæður á bak við að vilja ekki koma fram undir nafni.

það getur verið meinhollt fyrir þjóðfélagið að fólk sem ekki er í aðstöðu til þess að tjá sig í eigin nafni, sökum t.d. þjóðfélagsstöðu, hafi sig í frammi undir dulnefni eða ónafni.
- það getur ekki gert það undir eigin nafni án þess að skaða hagsmuni sína;
- aðrir hafa ekki þekkingu eða aðstöðu til að gera hið sama.án þess að leggja blessun mína yfir að fólk sé að bera ljótar sakir á aðra að tilefnislausu, er ég á móti því að fólk sé að finna að umræðum á þeim grundvelli einum að þær séu nafnlausar.
nafnlaus skrif geta gefið okkur beittari þjóðfélagsumræðu og komið viðkvæmum málum upp á yfirborðið sem ella kæmu aldrei í ljós.
hvaðan heldur fólk t.d. að réttur blaðamanna til þess að gefa ekki upp heimildarmenn komi? hrópar fólk upp yfir sig þegar blöðin segja frá einhverju sem runnið er undan nafnlausum heimildarmönnum?
er það ekki jafngott að þessir heimildarmenn stofni nafnlaus blogg eða sendi nafnlaus bréf, eins og að þeir þurfi að biðja blaðamenn um að koma málum á framfæri?

þetta fræga bréf var heldur ekkert svo ljótt. í því var gagnrýni á dómstóla og varpað upp ýmsum hugmyndum um ástæður fyrir dómum Hæstaréttar. óþægilegt og jafnvel dónalegt - en er það ekki allt í lagi? er tjáningafrelsið ekki líka til þess hugsað að menn geti komið óþægilegum hugmyndum á framfæri? í bréfinu kom ekkert fram sem ekki hafði verið í umræðunni að undanförnu og því var þetta ekki einhver tilefnislaus "atlaga" - ekki leit út fyrir að ætlunin væri að ráðast á dómara, dómskerfið og Gest - heldur koma á framfæri áhyggjum bréfaskrifara.
samsæriskenningar eru best geymdar á yfirborðinu, þar sem menn geta rýnt í og skeggrætt um þær að vild.

það ætti að vera öllum þeim sem fylgjandi eru tjáningarfrelsi ljóst að hagsmunir lýðsins í landinu af því að þessar hugmyndir, þótt þær væru engar stóruppgvötanir, væru viðraðar við þá sem koma að málinu og rötuðu til alþjóðar, eru mun sterkari en hagsmunir Gests og dómaranna (sem auðvitað geta ekki svarað fyrir sig) af því að forða þeim frá því að vera bendlaðir við klíkuskap.

orð Gests hjá Rúv voru atlaga að frjálsri umræðu og hann hefði betur komið þeim á framfæri án þess að koma fram undir nafni ;)

Særún gerði prófíl bréfaskrifara ágæt skil, súmmeraði upp það sem maður hnaut um í bréfinu. þegar ég hugsa málið þá held ég að það sé rétt sem hún segir með að viðkomandi hafi eflaust notað hanska þegar hann handlék bréfið, eins JamesBondlega og það hljómar.
eins og hún, tók ég eftir því að hann notaðist við arabíska og rómverska stafi í bland í kaflasetningu, eitthvað sem ekki er til siðs á Íslandi. hins vegar tók ég eftir því í þýskri bók sem ég var að lesa eftir Dr. Dorotheu Rzepka, 'Zur Fairneß im deutschen Strafverfahren', að þar var svipað kerfi notað:
I.
A.
1.
a)
aa)
viðkomandi er e.t.v. menntaður í Þýskalandi eða þar í kring?
bréfaskrifari umgengst greinilega löglærða menn, en virðist ekki vanur því að lesa eða fjalla um dóma. jafnframt talar hann um lögfræðinga í 3. persónu, sem bendir til þess að hugmyndir hans um lagaleg álitaefni séu frá öðrum komnar.

ef ekki væri fyrir (að því er virðist) litla reynslu af því að fylgjast með dómsmálum, myndi ég á grundvelli þess sem að ofan er talið giska á að Ólafur Börkur hafi skrifað bréfið fræga. hann er menntaður í Evrópu, umgengst lögfróða menn og á hagsmuna að gæta í þessari umræðu. það gæti einnig hafa verið bragð að jafna ekki textann, skrifa í leikmannastíl og segja málinu með greini, til þess að afvegleiða fólk.

annars var vel til fundið hjá S. Sævarrri að fáránlegt væri að gera sérstakt mál út af nafnlausum bréfum, þau séu ekkert frábrugðin öðrum nafnlausum miðlum að öðru leyti en að vera sett í umslag og send í venjulegum pósti.
eins gott að saksóknari les ekki steypuna á blog.is, jah, eða tölvupóstinn sinn - þar gæti hann fundið helling af ásökunum og steypu. það væru þá eflaust fundarhöld 24/7.

fundurinn sem Sigurður boðaði til var ekkert síðri atlaga að réttarskipan í landinu heldur en bréfið sem fjallað var þar um. týpískt dæmi um ótímabæran legvatnsmissi.



mæli með mengella.blogspot.com - listilega skrifað nafnlaust blogg með fullt af ljótum ásökunum og dónaskap, en inn á milli koma mjög góðir punktar.
hnakkus.blogspot.com er líka helvíti skemmtilegur stundum.

áhugasömum er loks bent á nýstofnað wikileaks.org - síðu sem er sérstaklega hugsuð fyrir viðkvæmar upplýsingar og skoðanir (sjá grein í Times) sem menn þora ekki að láta í ljós undir eigin nafni, hvers einkunnarorð eru: "Three things can not hide for long: the Moon, the Sun and the Truth" - Siddhartha

föstudagur, febrúar 23, 2007

dauðans ófærð

mbl.is:

Dönum ráðlagt að halda sig heima við vegna ófærðar

þessari ráðleggingu hefur greinilega bara verið beint að dönum. okkur útlendingum hefur ekki verið ráðlagt neitt, a.m.k. ekki í fjölmiðlum.

tók þessar myndir áðan fyrir utan bókasafnið af Frúartorgi:
eins og sést er allt á kaaafi.

hér er fréttin á Jyllands Posten - þar er talað um frí í skólum sumsstaðar á landinu, en ég hef ekki orðið var við neinar ráðleggingar af þessu tagi.

hópur af bavíönum sem vinnur þarna á mbl ... bavíönum!

californiaaaaa

ætli maður sé með Stokkhólmseinkennið ef maður vill helst ekki hætta að vera í skóla?

tjah!

sú löngun er a.m.k. mjög almenn. hins vegar bý ég yfir sérstökum vilja til þess að a.m.k. klára þessa ritgerð.

og þið vitið hvað sagt er:

lex specialis derogat generali

***

ég á vinkonu sem er frá landi jólasveinsins. ég ætla að tala um hana án þess að hún fatti það, því verð ég að tala svolítið óskýrt. hún skilur nefnilega sænsku.

ég hitti hana þegar ég var nýlentur í landi tékksins - internetið var í ólagi hjá okkur báðum og við biðum fyrir utan hjá tölvulúðanum. heilsuðumst og komumst að því að við vorum bæði frá Norðurlöndum. vorum bæði skiptinemar við lagadeild (þeir voru ca. 10 samtals). áttum bæði betri helminga í festum heima (sister in pain hugsaði ég með mér).
bæði tókum við virkan þátt í félagslífinu - héldum auðvitað uppi heiðri norðurlandabúa við ýmis tækifæri.

en svo fór hún að gera hosur sínar grænar fyrir strák frá Hægeníu. það endaði með því að hún dömpaði kærasta sínum til margra ára og hefur lifað hamingjusöm síðan þá með hægenanum. gott hjá henni. ég missti auðvitað þjáningarsystur, en þetta var barátta sem ég þurfti að takast á við einn. ég held ég hafi líka verið aleinn - sambönd brotnuðu eins og ég veit ekki hvað allt í kringum mig, í lastabælinu sem var heimavistin þar sem ég bjó.

góð stelpa. aðeins of dramatísk. líkist svolítið stelpunni úr Appelsínusýslu, þessari sem dó. bloggar hér á útlensku.





þessi enski karlrembu (?) texti er úr bandarískum dómi frá 1875, sem varðaði fyrstu konuna sem vildi verða lögfræðingur þar á bæ.
jedúddamía.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

að slá klámhögg

"Nú er bloggurum og femínistum þessa lands að sjálfsögðu heimilt að hneykslast á hverju því sem þeim þykir hneykslanlegt og ógeðslegt. En verra er þegar borgarstjórinn í Reykjavík og aðrir ráðamenn fara beita valdi sínu og áhrifum til síga lögreglunni á ráðstefnugesti fyrirhugaðrar klámráðstefnu og gera sér þannig mat úr nýuppsprottinni siðferðisvakningu landans." - Bartoszek.

"Allt almennilegt fólk getur verið sammála um að barnaþrælkun skuli uppræta. Fáir munu hinsvegar álíta að rétta leiðin til þess sé sú að banna kaup og sölu á gólfmottum. [...] Sumir fara út í þennan iðnað vegna sárrar neyðar. Rétt eins og menn hafa unnið í kolanámum og við önnur hættuleg störf af því að ekkert skárra var í boði. Aðrir fara út í þetta af frjálsum vilja. Rétt eins og sumir velja sér ógeðsleg störf á borð við ristilskurðlækningar." - Eva.

"Til Íslands koma klámkóngar. Og þjóðin lætur sig ekki muna um að setja upp vandlætingasvip og fordæmingarviðlagið fer að óma. Börnum er nauðgað. Það heitir klám. Konur eru seldar mansali og látnar leika í klámi. Hingað er að koma fólk með tengsl við klám. Það er því augljóst að börn og þrælar koma á einhvern hátt við sögu."
- Mengella.

"Í réttlátri reiði sinni vegna ófagurra örlaga fjölda kvenna innan klámsins blása nú hin ýmsu samtök í fordæmingarlúðra. Í leiðinni henda þau inn algerlega óstaðfestum sögum, sennilega hreinum ósannindum, eins og að þetta fólk framleiði eða selji barnaklám og kaupi eða flytji stúlkur milli landa gegn vilja sínum." - Ingó. (restin af pistili hans er reyndar grautfúll kommagrautur. þessi setning er því aðeins brúkleg sé hún tekin úr samhengi með þessum hætti)

Ég er samt ekki alveg að kaupa þetta með Sjálfstæðisflokkinn og klámið. Harma að þingið sé haldið, finnst það rosalega leiðinlegt og ósmekklegt og hvetja lögguna til að skoða málið, en hvað svo? Hvað segir Geir...þá meina ég Geir Hilmar?
-
Nágranni minn Rósa Erlingsdóttir, skarpasti hnífurinn í skúffunni?

auðvitað á að hengja liðið við komuna til landsins - skoða málið fyrst? til hvers? ... ég held að ég og nágranni minn yrðum góð saman í stjórn alræðisríkis.

annars bíð ég enn eftir að einhver fari að tala um þetta af viti alltsaman.

biðst afsökunar á neðstu myndinni í þessari færslu - ósmekklegt mannætuklám!


þriðjudagur, febrúar 20, 2007

menn í hyllingum

fyrsti maðurinn sem ég vil hylla opinberlega er Hercule Poirot, hýran belga sem hafði svo gott lag á því að leysa glæpagátur. um leið er það auðvitað hylling á höfundi Poirots, Agöthu Christie. mikið hefur verið skrifað um hann á Wikipediu, þeirri paradís nördanna, þaðan sem eftirfarandi er fengið.

belgískt þjóðerni hans er talið stafa af breskri samúð með belgum, sem voru hersetnir af þjóðverjum þegar Agatha Christie byrjaði að skrifa um ævintýri hans 1916.

fyrsta bókin var gefin út 1920 og öðlaðist spæjarinn með egglaga höfuðið frægð árið 1926, með útgáfu bókarinnar The Murder of Roger Ackroyd, sem er ein frægasta spæjarasaga sem gefin hefur verið út. sagan er m.a. fræg fyrir það að sögumaðurinn var sjálfur afvegleiddur í sögunni, og undir lok hennar kemur í ljós að hann er morðinginn sem leitað var að.

Poirot yfirgaf belgísku lögregluna í fyrra stríði og flúði yfir til Bretlands, þar sem hann starfaði sem spæjari - enda þótt hann hafi starfað fyrir bresku leynilögregluna um tíma og m.a. komið í veg fyrir brottnám breska forsætisráðherrans. ferðaðist hann síðan um Evrópu og Mið-Austurlönd.

aldrei fór hann vestur og er talið að það hafi stafað af því að hann þjáðist af sjóveiki. var hann mikill magamaður, eins og fram kemur í þessari frásögn um hann:
"Always a man who had taken his stomach seriously, he was reaping his reward in old age. Eating was not only a physical pleasure, it was also an intellectual research."

var hann m.a. frægur fyrir að taka lögin í eigin hendur - ætli hann eigi það ekki sammerkt með mörgum öðrum frægum spæjurum og löggumönnum?

er hann lést í bókinni Curtain árið 1975, ári á undan höfundi sínum, var hann hættur að lita hár sitt svart og farinn að bera hárkollu og gerviskegg, auk þess sem hann er talinn hafa þjáðst af gigt.


mynd: David Suchet sem Hercule Poirot, sem ég smellti af í tölvunni í gær.

mánudagur, febrúar 19, 2007

Hvítur

neeei, ekki Hviid's Vinstue, heldur Hvid Turborg.

keypti í fyrradag 2 hvíta og 4 bláa tuborg (og 24 græna að auki til að hafa sambanburð).


sá hvíti er mjög góður - svolítið súr ávaxtakeimur sem gerir ágætis hluti. auðveldur í munni (eflaust fínn fyrir þá sem finnst venjulegur bjór ekki nógu góður) og svalandi. ekta bjór til að drekka útá svölum þegar kuldaboli er farinn. hann er ekki bruggaður úr hveiti en kemst í áttina að hveitibjórum í bragði. innihaldslýsingin er bygg, humall og aróma.
samkvæmt tuborg.dk er ætlunin að bjórinn sé mjúkur með sætu eftirbragði, og er hann sagður 'fusion' milli ljóss ensks ale-aroma og amerískra lagerbjórs-humla. ekki hljómar það nú vel, amerískur lagerbjór og enskt ale?sá blái - enn meira bragð og ekki jafn súr. sá hvíti er örlítið vatskenndur en þessi gefur góða fyllingu. ennþá meira aróma, og búið er að bæta karamelfarve e150C - ég hugsaði þegar ég smakkaði hann að það sem helst væri dökkt við þennan bjór væri liturinn - en samt, hann hefur þykkari 'áferð' heldur en hvítur og grænn.
samkvæmt tuborg.dk er ávaxtabragðið komið af þýskum og tékkneskum humlum. sagt er að hann hafi góða fyllingu án þess að vera þungur - því sé létt að drekka hann "som vi godt kan lide det i Denmark".

niðurstaða: ég mun halda áfram að drekka þessa nýju bjóra, þennan bláa líklega meira en hvíta. nýja framleiðslan hjá Túborg er sett til höfuðs smábrugghúsunum, sem hafa verið að spretta hér upp eins og gorkúlur (sem er algengur sveppur af Físisveppaætt), og fyrir okkur sem höfum takmörkuð ráð til að kaupa þann bjór er þetta ágætis valkostur.
báðar státa nýju tegundirnar af 4,6% alkahólinnihaldi líkt og sá græni.

það er hægt að fá ódýrari bjór, allt niðrí 2 kr., en mér finnst satt að segja sullbragð af þeim öllum (mismikið) - vatnskenndir með vondu eftirbragði svo helst þarf að drekka þá frosna svo bragðlaukarnir dofni. svo virðist sem bjór verði "ásættanlegur" við 6,5 kr. markið.
það sama var uppi á teningnum í Tékklandi - bjórinn kostaði frá 2 Koruny, en Gambrinus (frá framleiðanda Pilsner Urquell) og fleiri "alltílagi bjórar" kostuðu 6-8.
(hér í DK er margfaldað með 12 til að fá íkr., en í TK með 3 ... those were the days ...)


Tuborg Classic Gylden er einnig fínn í hófi, með hungangi og læm, svolítið of súr - en eins ótrúlegt og það kann að virðst smakkast hann í alvöru eins og gull.

grænn, blár og hvítur kosta allir 6,5 kr. í SuperBrugsen (án pants). ég tók reyndar eftir því rétt í þessu að ég fékk 9 kr. rabat af hvítu flöskunum tveim - þær kostuðu því aðeins 2 kr. stykkið - sem útskýrir af hverju þetta voru síðustu hvítu flöskurnar í búðinni)



að lokum: ekki falla fyrir tælenska bjórnum Singha. mæli ég þá 58 sinnum meira með Saigon bjórnum frá Víetnam sem Hrannar bloggaði um fyrir nokkru síðan.

eldri færsla um bjór í dk/tk.

laugardagur, febrúar 17, 2007

dæs

internetið okkar hvarf. ég sit því hér kvefaður á bókasafni Austurbrúar, að velta því fyrir mér hvort ég ætti að taka mér bók um lögfræði, kennslubók í dönsku fyrir útlendinga eða danska slangordbog.

af hverju bókasafnið mitt niðrí bæ er lokað um helgar veit ég ekki. einhverskonar sósíalismi gæti ég ímyndað mér.
þessi stutti opnunartími á bókasöfnum og lessölum á eflaust sinn þátt í því að danir eru svona lengi að klára háskólanám sitt. og svo fá þeir auðvitað borgað fyrir að stunda það ... udmærket.

ég pantaði nýtt internet og þurfti að velja milli þess að fá það í gegnum digital-tv og fá með áskrift að digital-tv, eða símalínu og fá með símanúmer. ég valdi sjónvarpið. við eigum reyndar ekki sjónvarp, bara tölvu- sjónvarps- móttakara sem ég veit ekki hvort sé stafrænt þenkjandi.
ég skildi reyndar ekki nægjanlega mikið í bréfinu sem ég fékk í um það hvernig netið verður sett upp - en dagsetningin 22. feb. var nefnd. best að vera heima þá.

Lilja er farin til Svíþjóðar í eina nótt - ég vona að hún versli sem mest, sjálfs míns vegna (sjá mynd).

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

dáðlitlar druslur

varð bara barasta að stela héðan þessu:
„Eg nenni svei mér ekki að fara að romsa upp úr mér lýsingu á Höfn eða þvíumlíku. Þú getur hugsað hana sem allstóra borg með steinlögðum strætum, þar sem úir og grúir af alls konar óþjóðalýð, útlifuðum, úttauguðum og blánefjuðum brennivínsberserkjum, asnalegum embættismönnum í uxaholdum, bægifætnum, gauðrifnum, blindfullum betlurum, kolsvörtum kúskum og kengbognum kerlingum [...]"
og svo
„[...] yfir höfuð gezt mér ekki að Baunverjum. Þeir eru að mínu áliti dáðlitlar druslur og staðfestulaustir vindhanar.”
mun þetta vera úr ritinu Hafnarstúdentar skrifa heim, sem fæst á Haraldur.is.


þá finnst mér nú meira líf í því sem langafi minn sendi frá Köben til sinnar kærustu:
Það er ekki svo oft sem maður fær færi á að aka í Automobil (motorvagni), en það er dæmalaust gaman að því. Þegar þú kemur, skal ég aka með þér í Automobil frá skipsfjöl og heim til þín, [...]"
... ég hef reyndar ekki farið upp í Átómóbíl síðan ég kom hingað til Khafnar í september. þurfti að fara til Svíþjóðar til þess. jú, ég fór reyndar í strætó í Vejle, en það var frekar fúlt.

myndina hér að ofan tók ég af plakati á bæjarsafni Kaupmannahafnar. held þetta hafi verið áróðursplakat í WWII.

Crypt

"I keep a blue flag hangin' out my back side,
but only on the left side,
yeah that's the Crypt side"
-Snoop Dogg

"ég læt bláann fánann blak'á afturhlið,
en bara á vinstri hlið,
ó já því það'er mín Crypthlið"
- Halli

fyrir þá sem ekki vissu þá er Crypt félagsskapur sem eru í fyrirsvari (representin') fyrir Vesturbæinn. blár er einkennislitur félagsskaparins.

nafnið er komið úr latínu (crypta) og merkir einhverskonar hvelfingu undir kirkjugólfi, þar sem heldra fólki er komið fyrir er það sofnar dauðadúrnum.


***

inn um gluggann á bókasafninu við Fjólustræti berast munarblíðir fiðlutónar. Winner takes it all er lagstúfurinn sem maðurinn er að spila. ég gæti ekki verið meira sammála honum.

hjálpaðu mér upp mér finnst ég ver'að ..

stundum, þegar maður er að skrifa lokaritgerðir, lendir maður á stíflu.

ég hef verið að byggja upp ágætis ritstífluvegg. það er að byggjast upp lón sem ég hef nefnt Hal's-lón.

á eftir geng ég kannski niður Strikið og mótmæli því að stíflan hafi orðið til, "vi er ikke ligeglad"




ps.: það er solarium / thai massage sem er opið á næturnar rétt hjá þar sem ég bý. það var m.a.s. sýnt frá því í sjónvarpsfréttum um daginn, í umfjöllun um fyrirhugað hjálpiprógramm fyrir þolendur vændisfíknar í borginni. hver sagði svo að það gerðist aldrei neitt á Austurbrú?

óska ykkur öllum happy ending!

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

brotin svænskå

[póstinum sem hér var hefur verið eytt]

[það er búið að leysa morðið á Geirfinni frænda mínum]

[Það að segjast ekki vera rasisti. Það að sárna þegar maður er kallaður rasisti. Það að reiðast þegar maður er kallaður rasisti - ekkert af þessu þýðir að maður sé ekki rasisti. Norðdahl]

"naumast panorama útsýnið hér á aðallestarstöðinni! þetta er sýning sem myndi heilla hvern sem er", eða eitthvað í þá áttina segir Andrés Önd í þessu listaverki eftir Rota Marco, höfund Kalla Villiandar (Mac Paperin upprunalega á ítölsku, nefndur Kalli í Svíþjóð).hann er a.m.k. skoskur forfaðir Andrésar og birtist helst með karakter sem á sænsku var kallaður ... bamdamdam ... Lilleman.

inte stanna!

Takk fyrir mig

ég er þakklátur fyrir:
- að vera ekki með húðjúkdóm, kynlífssjúkdóm, frunsu, flensu eða offitu;
- að vera ekki með mígreni, magakveisu, dyslexíu eða þroskahömlun;
- að vera laus við hverskonar mataróþol, athyglisbrest og einmannleika;
- að hafa fæðst í þjóðfélagi sem hefur veitt mér tækifæri til að mennta mig, ferðast og vera ég sjálfur, kynnst skemmtilegu fólki og leiðinlegu fólki. æ blessaða leiðinlega fólkið.

heimalandið mitt hefur reyndar sína galla, það virðist stundum uppfullt af fordómafullum fávitum með hor, en skemmtilega skýra fólkið sem kann að hlæja og kveikja í manni með áhugaverðum umræðum bætir það alveg upp ef maður spáir í því. svo mætti sólin skína meira og appelsínur vaxa á trjánum - og hvað er málið með allar þessar brekkur?
ég hef líka einn eða tvo galla - get t.d. verið svolítið óþolandi, en það truflar mig lítið. svo væri ég til í að vera grænmetisæta - set mér það sem langtímamarkmið.

held það sé ágætt að lifa - hef reyndar aldreið prófað dauðann.

... fólk nöldrar ekki nógu mikið yfir því sem það er ánægt með ...
---------

... en Arngrímur Ísberg dómari sagði: "Það verður ekki deilt við dómarann, [...]" - gott svar.

mánudagur, febrúar 12, 2007

heimsborgarar á ferð

heimsborgari 1*
klukkan 0:30 aðfaranótt sunnudags hringir Stefán Bjarni góðvinur minn og fasteignasali í mig. "ertu kominn til köben?" spurði ég í gríni - og hann játti því, sagðist vera í miðbænum.
fullur efasemda klæddi ég mig í og hjólaði niðrí bæ, þar sem strákurinn var mættur, nýkominn frá Spáni hafandi keyrt bíl foreldra sinna þangað (og þá með). sátumst við að sumbli fram eftir morgni og komum við á helstu ölkrám.

heimsborgari 2
í miðbæjarrúnti okkar Stebba var eðlilega komið við á Moose, sem var troðinn að laugardagsvenju af siðprúðum ungmennum í happy-hour fíling. hvern sé ég þá ganga á móti mér annan en Boga Guðmunds, eins og ekkert væri eðlilegra!
Bogi, sem er búsettur í Brussel, með starfstöð í Leuven þar sem hann leggur stund á ritgerðarskrif við lagadeild HÍ var nýkominn frá París og var í Baunalandi að heimsækja bróður sinn. var hann að ganga út úr háskólabókhlöðunni við Fjólustræti í þessum skrifuðu orðum, og eftir sit ég fullur af anda, innan um minni spámenn.

heimsborgari 3
fyrst hér er rætt um heimsborgara þá er ekki úr vegi að nefna að hinn mikli ferðalingur H. hefur stofnað þverfaglegt matar- og sælkerablogg á slóðinni sælkeri.blog.is. í sinni fyrstu umfjöllun gerir hann einmitt skil uppáhalds víetnamska veitingastaðnum mínum í Khöfn og gerir það vel.
hann er reyndar óvenjulega mikið gefinn fyrir froskalappir. lappagefinn.

* undirritaður er að sjálfsögðu heimsborgari nr. 1, tölusetningin hér að ofan er aðeins til að aðgreina aðra heimsborgara sem koma við sögu í færslunni.

neðri myndin tengist umfjöllunarefni ritgerðar minnar með beinum hætti.

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

skækjan ESB


að ná til himna
rakst á þessar skemmtilegu myndir á ókunnri bloggsíðu, ásamt spurningunni

"Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju evrópuþingið er eins og hálfkláraður babelsturninn í laginu?"

í kommentakerfi var bent á þessa mynd sem gefin var út af Leiðtogaráði ESB (European Council), en síðar dregin til baka vegna trúarlegra mótmæla:


en svo kom í ljós að þessu var öllu stolið af lesendabloggi Vg blaðsins í noregi - þaðan sem þetta er eflaust fengið að láni annarsstaðar frá.

ég held að húsið hafi viljandi verið byggt eftir fyrirmynd ókláraðs Babýlonsturns, til merkis um að ekki sé ætlunin að sameina Evrópu undir einu tungumáli eða skipa sambandinu á sess með Guði. það á ekki að ganga alla leið eins og Babýlóníumenn (eða mannkynið allt) hugðust gera, þegar þjóðir heims töluðu einni tungu.
eins og menn vita reif Guð niður Babýlónsturninn og sundraði með því tungumálum heimsins.

móðir hórkvenna
einnig hefur verið bent á styttu fyrir framan Leiðtogaráðið (eða ráð ESB) af Evrópu á nautinu - segja sumir að þarna sé í raun komin vísun til 17. kafla opinberunarbókar Nýja Testamentsins, skækjan mikla:

Og konan var skrýdd purpura og skarlati, og var búin gulli og gimsteinum og perlum. Hún hafði í hendi sér gullbikar, fullan viðurstyggðar, og var það óhreinleikur saurlifnaðar hennar. Og á enni hennar var ritað nafn, sem er leyndardómur: Babýlon hin mikla, móðir hórkvenna og viðurstyggða jarðarinnar.
... ég ætti kannski að senda þeim á heimssýn.blog.is þessa speki? ætli Steingrímur J. viti af þessu?

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

viltu vera Ben?

í takmarkaðan tíma eingöngu: professional myndir af híbýlum vorum, að ógleymdum panorama (360°) myndsýningum. einkum sniðugt fyrir þá sem eru að leita sér að íbúð á Austurbrú, já eða bara fyrir venjulega gluggagægja.
líka hentugt fyrir þá sem ætla í heimsókn að geta kynnt sér hvar allt er, hvernig afstöðu klósetts og vasks gagnvart hvort öðru er háttað, stærð stofu (uppá að dansa o.fl. - hvað er betr'en að dansa?), eldunaraðstöðuna o.s.frv.

***

frá ónefndum grínista:... mun grínið aldrei stanna?

***

í dag eru tónleikar með einhverjum Ben .. Pésa Ben. þangað ætla aaaalllir íslendingar á aldrinum 15-37 ára búsettir á Sjálandi. nema ég. held ég.

þetta er eitthvað svo úú, vinsælasta platan á Íslandi (pfft - þeirri smáey!), svo er þetta Ben nafn ... Ben? Bjarni Ben? Sigga Bentens? á Benu brautinni? hljómar, líkt og tónlistarbrotið sem ég hef hlustað á með tónlistarbeninu, sem eitthvað tyggigúmmípoppkorn. með fullri virðingu fyrir þeim sem ætla að fara.

Ex iniuria ius non oritur. (Right can not grow out of injustice)

eða hvað?
- sjá m.a. sérálit lögspekingsins Trechsel í áliti MNE heitinnar í máli Schenk gegn Sviss 1988 (series A, No. 140) - aðgengilegt í Gammel Læsesal bókasafnsins í Slotshólma.

sunnudagur, febrúar 04, 2007

will all the men in the audience please stand up? no?

Cheeseshop úr Monty Python's Flying Circus (Jútjúb vídjó):

MOUSEBENDER: It's not much of a cheese shop, is it?
WENSLEYDALE:
Finest in the district, sir.
MOUSEBENDER:
Explain the logic underlying that conclusion, please.
WENSLEYDALE:
Well, it's so clean, sir.
MOUSEBENDER:
It's certainly uncontaminated by cheese.
ég er enn á fullu í ostunum eftir að Hrannarsheimsóknina og Ítalíuför okkar kumpánanna. öðrum eins ostakalli hef ég aldrei kynnst - skrítið að hann skuli ekki vera með stærri eyru.

***

námstengt: Kylie Minouge í tælandi auglýsingu - agent provacateur.

***

ég er enn svolítið skrýtinn eftir að hafa lesið Bók hláturs og gleymsku eftir uppáhaldsson Brno- búa, Milan Kundera. fyndið, fróðlegt, æsandi, sjokkerandi, furðulegt, sorglegt og skemmtilegt samansafn af sögum sem allar eiga að hafa sammerkt einhverskonar boðskap, sem er (að ég held) baráttan við að gleyma og gleyma ekki og hve vandasamt það getur verið að hlæja. eina bókin sem ég hef lesið nýlega sem ég fékk ekki nóg af. kannski er það þessi heiðarlegi dónakallshugsunarháttur í manninum ... það er svo skemmtilegt hvernig hann virðist bara skrifa það sem hann er að hugsa, og skrifa svo um það af hverju hann hugsar að hann sé að hugsa það.
ég fæ ekki þakkað Valborgu nógu mikið fyrir að hafa lánað mér Immortality fyrir rétt rúmu ári síðan. blessað barnið.

Willy Libero

ég var beðinn um að drekka fyrir ónefndan stjörnulaganema á meðan ég er hér úti og það er um að gera að gera það þá með stæl.

jólabjórinn er enn á útsölu og fyrir stuttu festi ég kaup á 2 slíkum.
1. White Christmas frá míkróbrugghúsinu BB. alveg einstaklega góður og ferskur hveitibjór, en svo man ég ekki meir.
2. Greenland White Ale - melirnir hafa tekið jólabjórinn og smellt á hann nýjum umbúðum. nú má kaupa Greenland white og brown ale í lókal súpermarkaðnum.
þrátt fyrir að orðið ale kæmi fyrir í nafninu (minnir mig á enskt ale, sem er hreinn viðbjóður) prufaði ég þann hvíta og hann slapp vel fyrir horn. það er eitthvað við vatn sem hefur verið frosið á meðan á iðnbyltingunni hefur staðið, sem ég fíla.
annars er maður orðinn ónæmur á gott vatn vegna kalkdrullunnar sem lekur úr krönunum hér í borg.

***

hér eru svo þrjár myndir.

a) mynd sem Hrannar tók af húsvegg stutt frá Meistara- völlum í Písa, þar sem stendur WILLY LIBERO (Free Willy).



b) mynd af mér og auglýsingu fyrir bók sem prýdd er mynd af mér og naflanum mínum. við sáum hana er við lentum á Hovedbane.





c) mynd af pottloki sem Hrannar tók eftir er við gengum heim frá Hovedbanestation meðfram Söen.


föstudagur, febrúar 02, 2007

superbella Italia!

uno salamívíó pítsa por favore - einhvernvegin svona byrjar forleikurinn að unaðslegri ítalskri nautnastund - stund sem ég mun muna lengi.

við Hrannar komum frá Ítalíu í fyrradag, sem skýrir af hverju hér hefur ekkert verið skrifað. það er bara búið að vera alltof gaman.

ferðalagið, sem hafði verið draftað á fimbull.blogspot, var í stórum dráttum á þessa leið:
1. Köben -> Vejle -> Billund lufthavn,
stoppuðum í þeirri miklu stuðborg Vejle í nokkra klukkutíma, þar var hægt að kaupa bjór - lítið annað.
2. lent í Písa,
í Písa er Mestaravöllur, þar sem allt er skakkt. að sögn Hrannars vegna þess að flutt hafði verið inn skekkjandi jarðvegur frá Babýlon .. við gerðum okkar besta til að rétta af turninn, en héldum síðan á brott.
3. lest til Flórens,
úff ... allar byggingarnar, stytturnar, sagan og allir þessir túristar! það var gaman að sjá Davíð e. Michelangelo, eftir að hafa nýlega skoðað afsteypu hans fyrir utan Afsteypusafnið hér í Khöfn.
4. lest til Bologna,
elsti háskóli í heimi, 7-kirkju-kirkjan, turnarnir tveir og ég veit ekki hvað og hvað í þessari borg bogaganganna.
5. lest til Genúa,
eftir að hafa glímt í langan tíma við ítalska lestarkerfið og hætt við að stoppa í Mílanó, komum við loks til heimaborgar Hrannars, borgarinnar í hlíðunum við Miðjarðarhafið þaðan sem Kólumbus sigldi til Íslands og var bent á að tékka á Vínlandi. meðal annars fórum við inn í dómshús borgarinnar, sem eins og allar aðrar byggingar var ekkert nema risastór og skreytt bygging með marmara fljótandi um eins og vín. meira að segja hótelherbergið var 5000 ára gamalt (eða a.m.k. hundgamalt).
6. lest aftur til Písa og flogið heim.
dauðþreyttir lentum við í Billund og komum okkur heim til höfuðborgar Íslands, Kaupmannahafnar. lífið hóf sinn vanagang aftur, Hrannar flaug heim í góða veðrið og ég kom mér fyrir á holu á bókasafninu við Fjólustræti, þaðan sem þetta er skrifað.

það var auðvitað svo margt að sjá, heyra, borða og drekka í þessari ferð að ég treysti mér ekki til að telja það allt upp. veðrið var talsvert betra en íslendingur á að venjast í janúarlok, maturinn yndislegur og Ítalir hreint ágætir. ekki skemmir fyrir að vera í fylgd leiðsögumanns sem talar reiprennandi ítölsku - grazzia Faccini Dori.

241 mynd úr ferðalaginu segja meira en mörg orð.


svo verður maður bara að fara aftur og sjá Cinque Terre og annað sem ekki náðist að skoða - helst að taka svona 3-4 vikur í landið allt - já eða nokkur ár ...