Hvað er að gerast:

mánudagur, desember 25, 2006

your own, personal ... havfrue

var plataður í Skt. Páls kirkjuna hér rétt hjá kl. 13 í dag, í messu hjá íslenska söfnuðinum hér. um 100 manns, flestir komnir á eða yfir besta aldur.

athöfnin var öll fremur leiðinleg og langdregin. formfestan svolítið að fara með prestinn, en kórinn stóð sig ágætlega, sérstaklega þegar smellirnir Í betlehem er barn oss fætt og Heims um ból voru sungnir.
öllu áhugaverðari var hjólatúrinn eftir Löngulínu eftir kirkju. við fundum loksins hina hafmeyjuna. hún er reyndar alveg örstutt frá okkur í Holsteinsgötunni.


Engin ummæli: