Hvað er að gerast:

fimmtudagur, desember 28, 2006

konungsbók, HumptyDumpty

var að klára lestur á Konungsbók e. Arnald Indriða.

bókin fannst mér mjög viðeigandi jólagjöf til mín, þar sem hún segir frá ungum og óreyndum íslenskum dreng sem fer til náms við Kaupmannahafnarháskóla og lendir þar í ýmsum ævintýrum. þessvegna sá ég mig fyrir mér sem aðalsögupersónuna, en drykkfelldur há- og grannvaxinn gráhærður prófessorinn með 3 daga skeggið birtist mér sem gamall H. Zimsen af einhverjum ástæðum.

Arnaldur gerir sér mat úr ýmsum pælingum í bókinni, t.d. þeirri hugmynd að íslenskir verkfræðingar hafi á árum áður viljað virkja landið eins og það leggur sig (einhverjir þeirra hafa eflaust viljað það), að nasistar hafi sótt mikinn innblástur í Íslendingasögurnar og að Köben hafi á árum áður verið undursamleg borg töfra og menningar fyrir sauðsvarta íslendinga.

það er sérstaklega gaman að lesa þessa bók hér í Mörkinni þar sem langstærstur hluti hennar gerist í miðborginni - aðalsöguhetjan býr ekki langt frá mér, sækir skóla á svipuðum slóðum, og sagan gerist að miklum hluta til á stöðum sem ég hef verið að lesa um og heimsækja að undanförnu, t.d. á Asíuplássi þaðan sem Gullfoss lagðist að bryggju, í mötuneyti háskólans sem nefnt var Kannibalinn, á bókasafninu þar sem Árnastofnun var o.s.frv.
ég gæti jafnvel trúað því að Arnaldur hafi notað bókina "Kaupmannahöfn - ekki bara strikið" við skriftirnar því margar frásagnirnar virðast beint upp úr henni (ég er einmitt að lesa hana núna). stakk mig svolítið þegar ein persónan sá sig knúna, þrátt fyrir naum fjárráð, til að taka leigubíl að skrifstofu í Kanúkastræti "ekki langt frá bókasafninu" frá Litla Apótekinu, sem er ca. 20 m frá bókasafninu. einhver er þar eitthvað að misskelja.

söguþráðurinn var e.t.v. aðeins of ótrúverðugur, en skemmtilegt að fylgja honum þrátt fyrir það. endirinn var eilítið klúðurslegur reyndar og aðeins of miklum hasar troðið í hann til þess að fá út "rétta" niðurstöðu á söguna.

[og allt þetta fjaðrafok út af þessari gömlu bók, hvers "óbærilegur léttleiki" getur leitt mann í sannleikann um "hvað bók er" - er það?]

***

næst er það The fourth bear, eftir Jasper Fforde - þar sem Sætabrauðsdrengurinn og HumptyDumpty koma m.a. við sögu.





***



"Því að eitt er að skrifa framúrstefnu eða „pastiche“ en sjálf yfirborðssagan, þrátt fyrir alla íróníska fjarlægð, verður líka að vera þannig að maður elti hana gegnum síðurnar. Og það er hún í þessari sögu, þó að það sé samræðan við hefðina sem víkkar merkinguna þannig að sagan er ekki aðeins léleg stæling."
rakst á þennan ritdómarbút á netinu, finnst hann svolítið óskiljan- og uppgerðarlegur, og ekki bara vegna þess að ég þurfti að fletta upp orðinu pastiche.


wikipedia:
a) Pastiche as hodge-podge
a work is called pastiche if it was cobbled together in imitation of several original works.


b) Pastiche as imitation
a literary technique employing a generally light-hearted tongue-in-cheek imitation of another's style; although jocular, it is usually respectful (as opposed to parody, which is not)


hverjum ætli hafi dottið í hug að þýða orðið pastiche sem framúrstefnu? eftir því sem ég fæ best séð er ekkert framúrstefnulegt við að skrifa í pastiche stíl. en hvað veit ég ...


[Lilja er að horfa á Friends og ég var að átta mig á því að ónefnd vinkona mín hefur hugsanlega nefnt barnið sitt eftir barninu hennar Rachel... pfft hahahoho]

Engin ummæli: