gó'r nómber ma'r
Vísir.is: Nóvember óvenju illviðrasamur
TV2.dk: Rekordvarmt novembervejr
múhaha...
þetta samt ekki búið að vera nein sæla, rigning og leiðindi. síðustu laufin að detta af trjánum og komið niður í 7° ... össsss ...
***
flatkökur, hangikjöt, marzípanrúllur, rúgbrauð, þristar, íslenskir ostar ... það er sæla. mamm'og pabbi komu aldeilis færandi hendi. auk þess að vera búin að gefa okkur Lilju flug heim í jólagjöf, komu þau með fullt af glaðningum og litla jólapakka. spurð hvað væri í þeim þögðu þau og vild'ekkert segja. brostu bara út í bæði.
***
víetnamski staðurinn sem er í göngufæri við okkur hér á Austurbrú, er líka æði. konan þóttist m.a.s. skilja dönskuna mína þegar ég kom og sótti.
---
það er annað en hvítu danirnir, þetta hyski! á lestarstöðinni í dag að kaupa miða fyrir mömm'og pabba:
ég: hej, 2 billeder til kastrup tak.
hún [hugsandi hmm, góð danska sem þessi talar, hlýtur að vera útlendingur]: yes, that will be fiftífor.
ég: væs'go..
hún [hugsandi mmm hvað hann er líka sætur, ætti ég að skrifa númerið mitt á kvittunina?]: ok, hír iss the change.
ég: tak ska'du'ha, hejhej
hún [sleikjandi útum, hugsandi ohh, mmm]: þeink jú, gúddbæ.
***
við erum eina fólkið í húsaþyrpingunni með jólaseríur í gluggum. þar með er útséð með að fleiri landar okkar búi í henni.
las blað á útlensku áðan. þar var Sjáland kallað Zealand, wtf hugsaði ég. mundi við það tækifæri að fletta upp New Zealand á netinu, komst að því að það heitir eftir Zeelandi í Hollandi, ekki Sjálandi hinu danska. ég hef verið plataður.
Já, ég var spriklandi
á Grikklandi, með vindverki hjá grindverki,
ælandi á Snælandi, í námunda við
Ámunda, þá kom Ágúst með strákúst.
(höfundur Kristján Hreinsson)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli