Hvað er að gerast:

miðvikudagur, desember 06, 2006

Brjóttu fót

það verða allir að sjá pilotinn af þættinum Break a leg.

ógeðslega fyndinn, smá Office fílingur, og stefið er rosalega spes finnskt lag sem heitir Ieva's polka (Evu pólka), samið 1930 - sjá JúTúb. þátturinn er frá höfundum Arrested development, en mun fyndnari.

þetta er sjónvarpsefni sem fær mann til að hlæja uppúr - sjaldgæft. t.d. heitir ein karlkynspersónan Jennifer - "yeah, it's Scandinavian" - ég held að maður þurfi að vera skemmdur til að hlæja ekki að þessu. eða öfugt.
- myspace þáttarins

ameríkanæsuð útgáfa af finnska laginu - Steini og Olli að dansa við lagið - texti lagsins og þýðing á honum.
- djöfull hafa menn verið að reykja þegar þeir fundu upp þetta tungumál. svo eru Finnar með svo pírð augu, líklega vegna mikillar vodkadrykkju og arfgengrar þynnku...

***


Serge Gainsbourg og
a) Charlotte - Lemon Incest - sjá JúTúb. ætli Serge hafi listræna forsendur til að vera ber að ofan?
b) Jane Birkin - Orang Outan - sjá lítið brot á amazon (real player)



***
mikið vona ég að ekki verði úr þessari hugmynd sem er á baksíðu Moggans, að skrá ferðir fólks með GPS tækni. eru virkilega slíkir hagsmunir fólgnir í því að vita nákvæmlega hversu miklu malbiki menn spæna upp, að fórna megi friðhelgi einkalífs fólks með þessum hætti.





***
einhverjir þykjast sjá mig á þessari mynd sem er að finna á póstkorti hér í borg.

já, ég er svolítið líkur þessum græna, er það ekki?

2 ummæli:

Marghuga sagði...

Hehehe snilldar póstkort!
Magga

Nafnlaus sagði...

Þetta ert NÁKVÆMLEGA þú! - en hver er hinn gæinn?

h.