Hvað er að gerast:

mánudagur, desember 04, 2006

menning er það sem mennirnir gera

er að þykjast vera menningarlegur með því að hlaða Massive Attack lögum inn á gamaldags mp3 (non-æpod) spilarann minn. hér má niðurala nokkrum góðum lögum í þágu listarinnar.
mér finnst ég svo fyndinn þegar ég reyni að vera menningarlegur. eins og ég fór í fornbókarbúð og keypti mér fullt af heimsbókmenntum.
en ég er alæta og líkar ágætlega - finnst danska rappbandið Uncle t.d. alveg ágætt og tek E.L.O., Ian Dury, Men Without Hats og Bjartmar fram yfir flest það sem spekúlöntum þykir flott.
en þessi íslenska popptónlist fer ágætlega í mig - er t.d. að hlusta á skítsæmilega nýja plötu með Ampop.
***

sem dæmi um hátt menningarstig má nefna uppháhalds retro þættina mína þessa dagana - Eerie Indiana - hægt að nálgast fríkeypis á Peekvid. ef internetið er ekki til þess að nálgast svona nostalgíudrasl ókeypis/hræódýrt, þá veit ég ekki hvað.
***

Zimsen segir að á sínum tíma hafi fólk fengið 11 hér við lagadeild KÚ, og 2 fengið 13 - þar af einn siðlblindingi í kúrsinum Law & Morality.

***
"bezta mamma í heimi" er það sem kemur upp í hugann þegar maður horfir á 2 flatkökur, keyptar utan af landi, með sérvöldum hangikjötsáleggssneiðum (með lítið af fitukekkjum) sem komið var með vitandi vits að ég yrði alsæll með, þótt ég hafi margþrætt fyrir að þurfa nokkuð matarkyns frá Íslandi.

það er líka ágætis meining í fjallagrasasnöpsunum sem Hrannar og Rún komu með, bara öðruvísi :P

leiðinlegast var að bæði ma' & pa' og Hrannsi & Rún komu þegar skólinn var kominn á fullt og maður hafði ekki tíma til að gera nógu mikið með þeim. gat ekki einu sinni farið í tívolí með foreldrum mínum, en þangað hafði ég farið stuttu áður með tengdó - eins og sést á myndinni hér til hliðar þá var ég með ljósahatt á tímabili.


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er ekkert að marka það sem Zimsen segir.

Halli sagði...

haha, mjög mikið til í því.

svo hefur félagslegur jöfnuður aukist til muna hér síðan Zimsen var við skólann - nú er mun verr séð ef menn þykjast ætla að skara framúr í einhverju.
- aftur á móti fellur líka nánast enginn, því það má ekki skilja fólk útundan :)